SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 42
42 24. janúar 2010
Föstudagur 29.01. kl. 00:10. RUV
Austurrísk frá 2007 og í alla staði hin for-
vitnilegasta. Segir frá leyndardómsfyllstu og
einni ævintýralegustu hugmynd nasista í
seinna stríði: Að falsa enska pundið, dreifa
því yfir Bretlandseyjar og gera það verðlaust.
Ótrúleg, sönn og stórmerkileg varpar hún
ljósi á enn eitt bellibragð Þriðja ríkisins. Seg-
ir fullmikið um lokin í upphafsatriðinu. Leik-
stjóri er Stefan Ruzowitzky. Með Karl Marko-
vics, August Diehl, Devid Striesow. bbbb
Myndir vikunnar í sjónvarpi
Die Fälscher
– Falsararnir
J
eff er einn þeirra leikara sem sífellt
eru að gera góða hluti, hann er
jafnfær um að túlka illmenni sem
góðmenni og allt þar á milli. Hann
hefur einstaklega notalega útgeislun og
sterka nærveru og á að baki fjölda leik-
sigra sem hann hefur unnið með nokkuð
jöfnu millibili á sínum hálfrar aldar ferli.
Hann hefur m.a. hlotið fjórar tilnefningar
til Óskarsverðlauna; hann var tilnefndur
sem besti leikari í aukahlutverki 1972 fyr-
ir The Last Picture Show; aftur var hann
tilnefndur til sömu verðlauna 1975 fyrir
Thunderbolt and Lightfoot og í þriðja sinn
árið 2001 fyrir The Contender. Þá var
hann tilnefndur árið 1984 fyrir bestan leik
í aðalhlutverki í Starman.
Jeff er sonur leikarans James Bridges
(1913-1998), og bróðir Beau, en feðgarnir
hafa verið í miklu uppáhaldi frá því þeir
komu allir fram í þáttunum Sea Hunt,
sem nutu vinsælda í gamla góða kana-
sjónvarpinu um miðja öldina. Bræðurnir
hafa því verið viðriðnir kvikmyndaleik
frá blautu barnsbeini.
Jeff er fæddur 1949 og stendur því á
sextugu nú þegar kvikmyndaheimurinn
tók sig loks saman í andlitinu og heiðraði
þennan ástsæla leikara, sem hefur reynd-
ar verið óragur við að taka að sér hin und-
arlegustu hlutverk í litlum, sjálfstæðum
myndum, á milli þess sem hann hefur
farið mikinn í stórmyndum Hollywood.
Að sjálfsögðu átti hann skilið að standa á
þessum tímamótum oft áður, ekki síst
fyrir eina bestu túlkun síðari ára sem
hippinn, letiblóðið og hasshausinn Le-
bowski í mynd Coen-bræðra, The Big Le-
bowski. Sama máli gegnir um ógleym-
anlega túlkun hans á ungum hnefaleikara
í Fat City, listaverki Johns Hustons frá
1972. Jeff er ávallt afslappaður og eðlileg-
ur í þeim hlutverkum sem hann tekur að
sér og sem Lebowski var hann óborg-
anlegur.
Þessir eiginleikar hans hafa sjálfsagt
fallið í skuggann af meira áberandi leikstíl
leikara á borð við Pacino, Nicholson, De
Niro, Hoffman, Redford og annarra slíkra
á meðan þeir voru innstu koppar í búri
kvikmyndaborgarinnar. Hann hefur
heldur aldrei þurft á því að halda að gera
grín að ímynd sinni eins og ofangreindir
kappar eru kunnir fyrir á síðari árum. Ég
spái því að framundan bíði hans besta
tímabilið á ferlinum, með fjölda góðra
skapgerðarhlutverka. Ekki yrði það til að
spilla fyrir honum ef hann bætti Ósk-
arnum í safnið í vetur.
Crazy Heart, myndin sem fært hefur
Jeff lof og prís í vetur, er gerð af Search-
light, hinum hálf-óháða kvikmynda-
framleiðsluarmi 20th Century Fox,
(Searchlight stóð m.a. að Slumdog Milli-
onaire, sem sópaði til sín Óskars-
verðlaununum í fyrra). Myndinni er leik-
stýrt og hún skrifuð af Scott Cooper og er
hún hans fyrsta leikstjórnarverkefni. Jeff
leikur Bad Blade, niðurníddan sveita-
tónlistarsöngvara sem á of margar gift-
ingar að baki, hefur eytt allt of mörgum
árum á tónleikaferðum um þjóðvegina
þar sem of margar flöskur hafa verið
tæmdar. Þó getur hann ekki staðist að-
stoð blaðakonu (Maggie Gyllenhaal), sem
vill hjálpa honum á beinu brautina eftir
að hún kemst að því að slarkarinn er gull
af manni inn við beinið. Robert Duvall og
fleiri góðir menn koma fram í auka-
hlutverkum. Í þessu sambandi ber að geta
þess að Jeff er fær gítarleikari og söngvari
og hefur m.a. samið og sungið lög fyrir
ófáar kvikmyndir og sungið inn á plötur.
Fátt eitt hefur verið talið af afrekum
Jeffs Bridges í þessum línum og ekki er
hægt að skilja við hann án þess að geta
nokkurra leiksigra til viðbótar: The Ice-
man Cometh (’73), Cutter’s Way (’71),
Jagged Edge (’85), Tucker (’88), The Fa-
bulous Baker Boys (’89), The Fisher King
(’91), Fearless (’93), (hin vanmetna) Ar-
lington Road (’99), Seabiscuit (’03), Iron
Man (’08), The Men Who Stare at Goats
(’09).
Jeff Bridges í hlutverki sínu sem Bad Blake og Maggie Gyllenhaal sem Jean Craddock.
Loksins, Jeff, loksins!
Ófáir kvikmyndaunn-
endur hafa glaðst
hjartanlega er þeir sáu
að gæðaleikarinn Jeff
Bridges vann loksins
til meiri háttar verð-
launa á Golden Globe-
verðlaunahátíðinni
um síðustu helgi.
Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Austurríkismenn eru kampakátir
þessa dagana eftir að tveir land-
ar þeirra unnu Golden Globe-
verðlaunin um síðustu helgi.
Hvíti borðinn, hin athyglisverða
og áleitna mynd leikstjórans
Michaels Hanekes, vann til
verðlauna sem besta erlenda
mynd ársins og ætti sigurinn að
auka möguleika hennar á að fá
Óskarsverðlaunatilnefningu, ef
ekki sjálfa styttuna. Um leið ætla
ég að leiðrétta misskilning sem
kom upp í grein um myndina og
manninn um sömu helgi, þar
sem ég gerði hann að Þjóðverja.
Annar mætur Austurrík-
ismaður, Christoph Waltz, vann
einnig til Golden Globe-
verðlauna í ár fyrir frábæra
túlkun á Hans Landa, ofursta í
Inglourious Basterds eftir
Quentin Tarantino. Það kæmi
engum kvikmyndaáhugamanni á
óvart þó Waltz kæmi einnig við
sögu Óskarsverðlaunanna í mars
nk.
Werner Faymann, kanslari
Austurríkis, óskaði listamönn-
unum til hamingju með „fram-
úrskarandi árangur“.
Þess er skemmst að minnast
að Austurríkismenn unnu Ósk-
arinn á síðasta ári fyrir bestu er-
lendu mynd ársins, Die Fälscher
– Peningafalsarana (sjá Myndir í
sjónvarpi hér á síðunni).
Styr hefur staðið um þjóðerni
Hvíta borðans, sem ekki verður
rakinn hér nánar, en myndin
keppir fyrir Þýskaland í barátt-
unni um Óskarsverðlauna-
tilnefningu.
„Vont er þeirra óréttlæti …“
„Lýðræðið“ í Kína hefur löngum
komið mönnum í öðrum heims-
hornum spánskt fyrir sjónir, nú
síðast í vikunni þegar það frétt-
ist að Kínverjar hefðu gert sér
lítið fyrir og vísað vinsælustu
mynd landsins, Avatar, úr 1.628
kvikmyndahúsum. Ástæðan var
sem sagt ekki þessi hefðbundna,
lítil aðsókn, heldur þurfti að
„rýma fyrir“ kínverskri mynd
um heimspekinginn Konfúsíus,
með Chow-Yun-Fat í titilhlut-
verkinu.
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndafréttir
Austurríkismenn fagna tvöfalt
Christopher Waltz sló rækilega í gegn í Inglourious Basterds.
Laugardagur 23.01 kl. 22:10. (RÚV)
Kay (Lohan) er 15 ára stúlka sem hefur alist
upp í Afríku og nýtir sér þekkingu á hegðun
villidýra til að vinna sig í álit í bandarískum
gagnfræðaskóla. Fjallbrött Lohan og myndin
oft skemmtilega kvikindisleg. Leikstjóri:
Mark Waters. Með Lindsay Lohan og Rachel
McAdams. bbb
Mean Girls
– Vondar stelpur
Kvikmyndir