SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 43
24. janúar 2010 43
J
ú, ég veit að karlmönnum finnst gott að láta gæla
og jafnvel narta í sinn pung, en hvers vegna í
ósköpunum vilja þeir svo ólmir að konur éti súra
punga sem hafa verið skornir af steindauðum lamb-
hrútum?
Ekki getur það verið draumurinn um að láta bíta í
sundur og tyggja þeirra eign pung, því myndu fylgja há-
vær sársaukavein trúi ég, þó að vissulega gæti verið að
masókistar færu að stynja af sælu við þá tilhugsun.
Margar konur kannast við þessa áráttu karlmanna, að
reyna að koma súrsuðum kviðsviðum sauðkinda upp í
þær og ofan í maga. Þessi árátta brýst fram með miklum
þunga einu sinni á ári, sem sagt á þorranum, sem gekk í
garð í gær á sjálfan bóndadaginn. (Innskot: Ég ætla rétt að
vona að konur þessa lands hafi vakið sína menn í gær-
morgun með óvæntu bóndadags-pungkjassi.)
Þó að fjölmargar konur borði sína (og annarra) súru
punga með góðri lyst og þurfi engar brýningar til þess eru
alltaf einhverjar sem geta ekki hugsað sér að borða súr-
meti, hvers kyns sem það er og þær verða fyrir þessum
þrýstingi sem nefndur var hér að framan.
Þessi stífa sókn karla til að fá konur til að kjammsa á
þessu ákveðna súrmeti, er einhver undarleg blanda af því
að sigrast á viðkomandi konu, fá pena frú til að gera eitt-
hvað sem henni býður við, og ánægjan sem fylgir því að
sjá hana hesthúsa eitthvað sem er táknrænt fyrir karl-
mennsku, en hreðjar hrúta ættu jú að tilheyra þeim
flokki.
Kannski snýst þetta um að sjá konu éta karl.
Ætli körlum finnist það magna kynþokka kvenna að
horfa á þær graðga í sig slatta af súrsuðum hrúts-
pungnum?
Finnst þeim kannski að þær færist þá nær þeim, að þær
stútfyllist af karlhormónum?
Hver veit.
Það má líka velta fyrir sé hvort við konur fengjum sama
kikk út úr því að sjá karla smjatta á eldsúrum rollupíkum.
Ekki víst að þeim þætti það neitt sérstaklega karlmann-
legt.
En það er fleira át en hrútspungaát sem þykir karl-
mannlegt þegar gripið er í gómsætið í þorratroginu.
Vert er að velta fyrir sér hvað liggur á bak við þá karl-
mennsku.
Hvers vegna í ósköpunum þykir til dæmis karlmannlegt
að gúffa í sig kæstan illa lyktandi hákarl?
Er það vegna þess að þetta er svo svakalega stór og
sterkur fiskur sem ber þetta myndræna og karlmannlega
nafn?
Eða hefur það eitthvað að gera með hugmynd okkar um
hreysti og hetjuskap?
Þessi baulandi stemmari að láta sig hafa það að sporð-
renna ógeðslegum mat og láta ælutilfinninguna ekki ná
yfirhöndinni (það er náttúrlega rosalega aumingjalegt að
æla eins og kerling við það eitt að éta úldinn mat).
Þetta er svipað og þegar karlar á fylliríi hrósa hver öðr-
um fyrir að hafa kyngt eigin ælu (frekar en að láta sjá sig
með spýjuna bunandi fram úr sér.)
Þetta snýst um að gefa ekki eftir.
Láta nautþrjóskuna stjórna náttúrulögmálunum.
Kyngja því sem vill upp. Ráða sér sjálfur.
Víst er að mörgum finnst kæstur hákarl sannarlega
hnossgæti en nýleg óvísindaleg könnun (falin myndavél)
afhjúpaði margt hreystimennið, því margir þeirra sem
stungu upp í sig hákarlsbita og létu eins og þeim þætti
hann barasta góður, laumuðu honum út úr sér skömmu
síðar.
En nú er mál að gleðjast og um að gera að éta sem mest
af þorramat, gæla við punga sem aldrei fyrr, og dansa
heltekin af testósteróntryllingi á sem flestum þorrablót-
um.
Bitið í pung
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Gatan mín
L
eikkonan Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir, sem þessa dagana
fer með eitt aðalhlutverkið
í Vesturportssýningunni
Faust, býr við eina minnstu og
þrengstu götuna í miðbænum, Hað-
arstíg. „Við keyptum okkur lítið hús
hér fyrir fjórum árum og þetta er
náttúrlega eins og sjúklega sjarm-
erandi evrópskt þorp. Gatan er ólík
öllum öðrum götum í miðbænum,
hún er sérstaklega þröng og lítil og
stutt á milli húsa sem öll eru eins,“
segir Unnur Ösp. Haðarstígur rataði
í fjölmiðla eftir Menningarnótt í
fyrra þegar íbúarnir tóku upp á því
að tyrfa götuna. Nágrannarnir eru
einstaklega samrýndir og líkir Unn-
ur Ösp lífinu í götunni við ameríska
bíómynd. Íbúarnir taka sig saman
og halda hverfishátíðir, fara út með borð og
stóla á 17. júní og grilla saman og skella sér í
teiti hver hjá öðrum. „Á sumrin erum við meira
og minna úti með nágrönnunum og það er al-
veg dásamleg og mjög sérstök stemning sem ég
hef ekki upplifað á neinum öðrum stað sem ég
hef búið á,“ segir Unnur Ösp.
Kostina við að búa í Þingholtunum telur
Unnur Ösp mun fleiri en gallana. Hún segir að
þegar hún flutti þangað hafi hún fyrst lært að
meta alla þá leyndu gimsteina sem miðbærinn
hefur upp á að bjóða. Þegar hún er innt sér-
staklega eftir göllunum segir hún: „Það er svo-
lítil partígleði í kringum okkur og getur það
bæði verið kostur og galli. Mér hefur oft fundist
það bæði kósí og rómó að sofna við píanóund-
irleik mannsins í næsta húsi. En það er partíg-
latt fólk allt í kringum okkur og maður getur
þá valið um að hoppa í partíið í næsta húsi eða
sofna við sönginn.“
Unnur Ösp er gift leikaranum Birni Thors og
saman eiga þau tveggja ára dreng. „Á meðan
við erum bara þrjú verðum við pottþétt hér
áfram.
Það eina sem mann dreymir um seinna er að
komast í húsnæði með útsýni. Hérna sjáum við
inn um gluggann hjá næsta manni, sem getur
verið mjög áhugavert, en draumurinn er að fá
að sjá fjöllin og sjóinn út um gluggann,“ segir
Unnur Ösp um framtíðina.
signyg@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Kósí að sofna
við píanóundirleik
nágrannans
Hað
ars
tígu
r
LaugavegurSkólavörðustígur
Fr
ak
ka
st
ígu
r
Njar
ðarg
ata
Fr
ík
irk
ju
ve
gu
r
Sóleyjargata
Kár
astí
gur
Bar
óns
stíg
ur
Eiríksgata
1
2
34
Skothúsvegur
á
1 Á Kaffismiðju Íslands er gamaldags og kósí
stemning og þar fær maður besta kaffið á Íslandi.
2 Á sumrin erum við dugleg að fara í Hljóm-
skálagarðinn með nesti ef gott er veður.
3 Stráknum okkar þykir óskaplega gaman að fara í
spennureisu upp í Hallgrímskirkjuturn.
4 Listasafn Einars Jónssonar er algjör perla. Það er
æðislegt að koma inn í safnið og líka að vera úti í
garðinum.
Uppáhaldsstaðirnir