SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 4
4 24. janúar 2010 Kasparov segir að áður hafi það tekið mörg ár að átta sig á mynstrum og byrjunum í skákinni, en nú sé hægt að skoða milljónir skáka á auga- bragði. „Á fortölvulegum tímum voru stórmeist- arar á táningsaldri örfáir og fyrir þeim lá nánast undantekningarlaust að tefla um heimsmeist- aratitil. Met Bobbys Fischers frá 1958 að ná í stórmeistaratitil 15 ára var ekki slegið fyrr en 1991. Síðan hefur það verið slegið tuttugu sinn- um og núverandi methafi, Sergey Karjakin frá Úrkaínu, náði þessum æðsta titli nánast fárán- lega ungur, aðeins tólf ára, árið 2002. Nú er Karjakin tvítugur og einn hinna bestu í heim- inum, en líkt og flest nútíma undrabörnin er hann enginn Fischer, sem bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína og á endanum yfir allan skákheiminn.“ Þótt tölvurnar geti hjálpað skákmönnum að ná árangri er Kasparov þeirrar hyggju að skáktölvu- forritarar séu komnir í öngstræti. Engin þróun eigi sér stað, einu nýjungarnar séu fólgnar í auk- inni reiknigetu. „Menn hafa snúið baki við draumnum um að skapa gervigreind, sem myndi glíma við hinn forna leik, sem er táknrænn fyrir mannlega hugsun. Þess í stað koma árlega fram ný tölvuforrit og nýjar útgáfur af gömlum, sem öll eru byggð á sömu grundvallar forritunar- hugmyndunum frá sjöunda og áttunda áratug 20. aldar um að finna leik með því að fara í gegnum milljónir möguleika. … Hvers vegna að sóa tíma í tilraunir með nýjar og skapandi hug- myndir fyrst við vitum nú þegar hvað virkar? Þessi hugsun ætti að vekja hroll með hverjum þeim, sem verðskuldar að kallast vísindamaður, en virðist sárgrætilega vera venjan. Okkar bestu heilar fóru í fjármálaverkfræði í staðinn fyrir raun- verulega verkfræði og afleiðingarnar voru skelfi- legar á báðum sviðum.“ Útungunarvél undrabarnanna Sergey Karjakin frá Úkraínu varð stór- meistari 12 ára og er nú einn besti skákmaður heims. G arry Kasparov háði á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar æsileg skákeinvígi við tölvur. Þessum viðureignum var stillt upp með hádramatískum hætti og spurt hvort væri máttugra, mannsheilinn eða tölvan. „Loka- orrusta heilans,“ sagði í fyrirsögn í tímarit- inu Newsweek. Garry Kasparov gerir þenna tíma upp í skemmtilegri grein, sem birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins New York Review of Books. Greinin er í formi gagnrýni á bókina Chess Metaphors: Artificial Intelligence and the Human Mind. Árið 1985 tefldi Kasparov fjöltefli við 32 mismunandi skáktölvur. „Það sýnir stöðu tölvuskákarinnar á þessum tíma að það vakti litla furðu að ég skyldi sigra í öllum skák- unum og vinna 32-0, þótt ég hafi átt eitt óþægilegt augnablik,“ skrifar Kasparov. „Á einum tímapunkti áttaði ég mig á að ég var að lenda í vandræðum á móti einni af „Kasparov“-tölvunum. Ef þessi tölva næði að sigra eða jafnvel gera jafntefli yrði fólk fljótt að segja að ég hefði tapað viljandi til að auglýsa fyrirtækið. Loks fann ég leið til að plata vélina með fórn, sem hún hefði átt að hafna. Frá mannlegum sjónarhóli, eða minnsta kosti mínum, voru þetta hinir gömlu góðu dagar í taflinu milli manns og vélar.“ Ellefu árum síðar atti Kasparov kappi við ofurtölvuna Djúpbláa og sigraði naumlega. IBM gaf nú í og 1997 var efnt til nýrrar við- ureignar. Nú hafði reiknigeta Djúpblárrar verið tvöfölduð og að þessu sinni tapaði Kasparov. „Úrslitin vöktu furðu og sorg þeirra, sem töldu að þau væru tákn um und- irgefni mannsins gagnvart hinni almáttugu tölvu,“ skrifar Kasparov. Annar hópur lét sér standa fullkomlega á sama, en síðan kom sá þriðji, sem sá aðeins meiri blæbrigði í þessari þróun. Stórmeistarar veltu fyrir sér möguleikunum, sem í því voru fólgnir að til væru vélar, sem gætu, að minnsta kosti ef ákveðnar stöður kæmu upp, spilað af næst- um guðlegri fullkomnum. Sigraði með því að bryðja tölur „Gervigreindarliðið var líka ánægt með nið- urstöðuna og athyglina, en sú staðreynd dró úr þeim að Djúpblá var tæplega það sem for- verar þeirra höfðu í huga nokkrum áratug- um fyrr þegar þá dreymdi um að búa til vél, sem gæti sigrað heimsmeistarann í skák,“ skrifar Kasparov. „Í stað tölvu, sem hugsaði og tefldi eins og maður, með mannlegum sköpunarkrafti og innsæi, sköpuðu þeir tölvu, sem tefldi eins og vél, mat kerf- isbundið 200 milljónir mögulegra leikja á skákborðinu á sekúndu og sigraði með óbeislaðri getu til að bryðja tölur.“ Menn gerðu sér grein fyrir því að ósigur Kasparovs væri mikill sigur fyrir forritarana, en hann þýddi ekki að í vændum væru tölv- ur, sem gætu keppt við mannlega greind og hjálpað manninum að lifa lífi sínu. „Vitaskuld var þetta mikið afrek,“ skrifar Kasparov, „og þetta var afrek mannshugans sem lið IBM hafði unnið, en Djúpblá var að- eins greind með sama hætti og hægt er að segja að forritanleg vekjaraklukka búi yfir greind. Ekki þar fyrir að mér hafi liði betur við að tapa fyrir tíu milljóna dollara vekj- araklukku.“ Kasparov fékk ekki annað tækifæri til að tefla við Djúpbláa og þótti það miður. IBM hafði fengið sitt og verkefninu var hætt. Önnur skáktölvuverkefni misstu einnig styrktaraðila. „Þótt mér hafi litist vel á möguleika mína í nýrri viðureign árið 1998 með betri undirbúningi var ljóst að yf- irburðir tölvunnar yfir manninum í skák höfðu alltaf verið tímaspursmál,“ skrifar hann. „Í dag er hægt að kaupa fyrir 50 doll- ara tölvuforrit til heimanotkunar sem myndi mala flesta stórmeistara.“ Kasparov er ekki þeirrar hyggju að skák- forritin hafi skaðað skákina, þvert á móti. „Enginn skildi hvað það þýddi að vera með ofurstórmeistara í fartölvunni, sérstaklega fyrir atvinnuskákina.“ Afleiðingarnar hafi verið bæði jákvæðar og neikvæðar. „Með til- komu ofurkraftmikils hugbúnaðar gat ung- menni átt við hágæðaandstæðing heima hjá sér í stað þess að þurfa atvinnuþjálfara frá unga aldri,“ skrifar hann. „Nú geta lönd, sem hafa litla sem enga skákhefð og fáa þjálfara, getið af sér undrabörn. Þetta árið er ég að þjálfa eitt þeirra, hinn nítján ára gamla Magnus Carlsen frá Noregi, þar sem til- tölulega lítið er teflt.“ Tölvan og hugurinn Kasparov greinir innrás tölvunnar í skáklistina Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari, tefldi árið 2003 við tölvuforritið Deep Junior og fór með öruggan sigur af hólmi. APVikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Bara þann besta „Bara einn, þann besta,“ svaraði José Raúl Capablanca heimsmeistari frá Kúbu þegar hann var spurður hvað hann hugsaði marga leiki fram í tímann. Við hvern leik fer tölva í gegnum milljónir leikja. Fjöldi mögu- legra, löglegra staða á skákborði er 1040 og fjöldi mögulegra leikja er 10120. Sá sem hugsar átta leiki fram í tímann er kom- inn í stjarnfræðilega útreikninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.