Morgunblaðið - 29.01.2010, Side 9

Morgunblaðið - 29.01.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 www.rita.is Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Ný sending Kjólar - pils - jakkar -toppar - bolir Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is 25-50% afsláttur af völdum vörumÚtsala Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði verður 30. janúar n.k. Helga Ingólfsdóttir 3. sæti Ágæta sjálfstæðisfólk! Rekstur Hafnarfjarðarbæjar verður erfiður á næstu árum. Þá reynir á nýjan kraft, áræði og samstöðu til að bæta hag bæjarbúa undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ég býð mig fram í 3. sæti á lista sjálfstæðismanna því ég vil leggja fram krafta mína og reynslu til að ná árangri fyrir alla Hafnfirðinga. Samtaka til sigurs fyrir Hafnarfjörð Baráttukveðjur, Helga Ingólfsdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is AÐALMEÐFERÐ í máli ákæru- valdsins gegn lögreglumanni hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins fór fram í gær. Lögreglumanninum er gefið að sök að hafa ráðist að ungum manni sem hann handtók og að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku. Hann neitar sök og segist hafa beitt hefðbundnum aðferðum. Atvik átti sér stað 18. janúar 2009. Lögreglumaðurinn ásamt öðrum svaraði tilkynningu frá skemmtistað í miðborginni en grunur lék á að maður vopnaður hnífi væri þar inn- andyra. Fyrir utan hittu þeir fyrir ungan og kjaftforan mann, fórnar- lambið í málinu. Lögreglumaðurinn bar við að ungi maðurinn hefði komið út af skemmtistaðnum og þegar í stað verið til ama. Hann hefði ausið úr skálum reiði sinnar yfir sig og fúk- yrðaflaumurinn staðið upp úr hon- um. Snúinn niður af sérsveitarmanni Þegar annan lögreglubíl bar að fór ungi maðurinn að honum og hellti sér yfir lögreglumennina sem í hon- um sátu. Þegar maðurinn sinnti ekki fyrirmælum sneri einn þeirra hann niður og handjárnaði. Ungi maður- inn var færður í stóran lögreglubíl og honum gert að liggja á gólfinu. Að sögn lögreglumannsins lét maðurinn afar ófriðlega eftir að í bíl- inn var komið. Hann hafi beðið fyr- irmæla frá lögregluþjóninum sem sneri hann niður og handjárnaði, en sá var sérsveitarmaður. Lögreglu- maðurinn segir að sérsveitarmaður- inn hafi sagt sér að „koma honum burt“. Það hafi hann og gert. Ungi maðurinn játaði að hafa brúkað kjaft við lögreglu en ekki að hafa atast í bíl þeirra. Kvaðst hann hafa verið handtekinn fyrir kjaft- brúkið og enga mótspyrnu veitt, hvorki þá né í lögreglubílnum. Hann sagðist hafa iðrast mjög fljótlega, beðist afsökunar og spurt hvort hann færi ekki örugglega upp á lög- reglustöð. Því hefðu lögreglumenn- irnir neitað og sagt of seint að biðj- ast fyrirgefningar auk þess að hreyta í hann frösum á við: „Þú ert ekki jafnmikill töffari núna og áðan“ og „Ætlar þú að rífa kjaft við lög- regluna aftur!“ Ungi maðurinn segir að sér hafi verið haldið niðri og lögreglumaður- inn ákærði hafi lagt þunga á höfuð sitt og háls til skiptis með hnjánum. Auk þess hafi lögreglukylfa verið sett undir handjárnin og lyft upp. Í áverkavottorði kemur fram að mað- urinn var með sár á enni hægra megin, glóðarauga, kúlur víðs vegar á höfði, mar á eyrum og hálsi, sár á höku og roða og bólgur á úlnliðum. Hann segir lögreglu hafa kastað sér út og skilið sig eftir úti á Granda. Hann hafi verið klæddur í gallabux- ur, skyrtu og jakkafatajakka. Og þar sem sími hans var rafmagnslaus þurfti hann að ganga niður í miðbæ og taka þaðan leigubíl heim til sín. Lögreglu- maður neitar harðræði Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn lögreglumanni fór fram í gærdag Lögreglumaðurinn vísaði m.a. í 15. grein lögreglulaga til að réttlæta handtöku unga mannsins. Í henni segir meðal annars: „Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu […] getur hún gripið til nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.“ Morgunblaðið/Júlíus Vísað í 15. grein HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karl- mann í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa viðhaft hótanir í garð annars manns og 10 ára gamallar dóttur hans í því skyni að reyna að fá manninn til að draga til baka kæru. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Austur- lands, sem hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hótaði stúlkunni því í símtali í desember árið 2008 að faðir hennar kæmi aftur blóð- ugur heim. Síðan hótaði hann föðurn- um því að honum yrði ekki líft á Ís- landi. Forsaga málsins er að maðurinn sem varð fyrir hótuninni lagði fram kæru á hendur tveimur mönnum vegna líkamsárásar og ólög- mætrar nauðungar frá því í febrúar 2008. Mennirnir voru sakfelldir fyrir líkamsárás með því að slá manninn hnefahögg í andlit, toga eyrnalokk úr eyra hans og sveigja aftur þrjá fingur. Dæmdur fyrir hótanir VILLA var í tilkynningu um verk- efnið Léttari æska fyrir barnið þitt, sem sagt var frá í Morgunblaðinu á miðvikudag. Í tilkynningunni og fréttinni sagði að 35% níu ára barna á Íslandi væru of þung eða feit, en rétt hlutfall er 21,7%. LEIÐRÉTT 21,7% barna of feit HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karl- mann á fimmtugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku þegar hún var á aldrinum 12 til 15 ára. Stúlkan býr við alvarlegar af- leiðingar kynferðisbrotsins og óvíst er hvort hún mun ná sér að fullu. Maðurinn hafði umgengist stúlk- una mikið en faðir stúlkunnar er æskuvinur hans. Hann var dæmdur fyrir að hafa í nokkur skipti á árunum 2004-2007 brotið gegn stúlkunni. Átti þetta sér stað á heimili mannsins en stúlkan gætti oft barna hans. Brot mannsins voru tilkynnt lög- reglu af barnaverndarnefnd í janúar 2008, en nefndin hafði fengið upplýs- ingar frá skólastjóra stúlkunnar um hugsanlegt kynferðisbrot gegn henni. Maðurinn staðfesti við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa átt nánar sam- ræður við stúlkuna um kynlíf þegar hún var að gæta barna hans. Þetta hefði gerst þegar hún var fimmtán ára. Að sögn stúlkunnar hafði áreitnin hins vegar byrjað mun fyrr eða þegar hún var 12 ára. Hann hefði byrjað að snerta kynfæri hennar utan klæða er hún var 12 til 13 ára en innan klæða er hún var 14 til 15 ára. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að stúlkan býr við skerta greind og að maðurinn hefði verið sem annar faðir hennar. Þar kom einnig fram að mað- urinn hefði með atferli sínu tælt unga stúlku, sem honum var trúað fyrir, til annarra kynferðismaka en samræðis, auk þess sem hann áreitti hana kyn- ferðislega. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur. Beitti dóttur vinar kynferðisofbeldi Afleiðingarnar alvarlegar og óvíst hvort stúlkan nær sér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.