SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 19

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 19
Skal því byrja uppeldið mjög snemma, helzt undir eins frá fæðingunni og er naumast til of mikils ætlast, þegar svo er látið um mælt, að aðalatriðum þess skuli vera lokið áður en barnið er orðið fullra þriggja ára. (Mæðrabókin: 1925) Þekking manna á afbrigðum í þróun einstaklingsins og viðeigandi uppeldisaðferðum hefur aukizt, svo að nú eru tök á því að gera nýtan og sjálfbjarga þjóðfélags- þegn úr nærfellt hverju barni og létta þannig þunga framfærslubyrði þjóðfélagsins.“ (Erfið börn – Sálarlíf þeirra og uppeldi: 1959) „Uppeldi er á margan hátt erfitt og vanþakklátt verk á okkar tíð, ekki sízt á Íslandi.“ (Uppeldishandbókin 1970) „Við göngum gjarnan út frá því að gott barn geti og vilji bíða rólegt, standa í röð og segja fyrirgefðu“. (Barnið mitt er gleðigjafi 2008) „Ég held að það sé minna um það núna, en áður fyrr, að það megi ekki banna börnum neitt. Ég man eftir því þegar ég átti fyrri strákinn 1987 og hvað mér fannst þetta vera fáránlegt. Áður fyrr var mikil ánægja með hvað strákar leituðu mikið í tölvur, því það var svo fræðandi. En í dag er verið að reyna að takmarka tölvunotkun. Eins held ég að fasisminn varðandi brjóstagjöf hafi ekki verið eins mikill fyrir tveimur áratugum. Þá voru flest- ar konur með börn á brjósti því það var gott fyrir börn- in. En núna liggur við að mæður sem geta ekki haft barn á brjósti mæti rosalegum fordómum, þetta er orðið eins og skylda. (Foreldri sem átti börn með tæplega 20 ára millibili). 17. apríl 2011 19 hafi hugmyndir fólks farið að breytast og nú séu refsingar helst fólgnar í því að taka af börnum ýmis réttindi og afnot af tækjum eins og farsímum eða tölvum. Enda varða lík- amlegar refsingar gegn börnum við lög. Þrátt fyrir samfélagsgerð fyrri tíma, þar sem meginþorri landsmanna mátti hafa sig allan við að hafa í sig og á og hafði takmarkaðan tíma til annarra verka, virðist kærleik- urinn ekki hafa verið langt undan. Bríet Bjarnhéðinsdóttir skrifar árið 1895 að „kær- leiksrík nærgætni og umsjá er sama lífsskilyrðið fyrir börnin og dögg og sólskin er fyrir blómin“. Í sama streng tekur Ólafur Ólafsson, en hann skrifar árið 1894 að barnið sé eins og „blómhnappurinn, sem vjer veitum il og dögg, lopt og birtu til þess að hann geti sprungið út eptir eðli sínu“. Áhersla er þó lögð á að gæta meðalhófs í þessu sem öðru og að ekki megi ausa barnið of miklum kærleika, því þá spillist það. Gjörbreyttar áherslur í uppeldi „Þær breytingar sem ég hef séð á uppeldisháttum undanfarna áratugi eru gríðarlegar og felast helst í því að áhrif foreldra hafa minnkað. Gjarnan er sagt að áður fyrr hafi börn mátt sjást, en helst ekki heyrast,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefn- unnar, sem hefur starfað að uppeldismálum í 35 ár og að eigin sögn marga fjöruna sopið. „Þannig er það ekki í dag. Þetta hefur breyst og hið „ideal“ barn í dag er allt öðruvísi. Það sem margir kjósa að sjá er barn, sem trúir á sjálft sig, hefur kjark til að fylgja sannfæringu sinni eftir, ber virðingu fyrir samferðafólki sínu í lífinu, hefur góða stjórn á sér og getur unnið vel með öðrum á jákvæðan og kærleiksríkan hátt.“ Ólöf Garðarsdóttir er prófessor í félagssögu við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur rannsakað samfélagslega stöðu barna og ungmenna frá lokum 18. aldar fram til nú- tímans. „Ég held það sé óhætt að segja að áherslur í uppeldi hafi breyst heilmikið. En viðhorf til barna hafa líka breyst, segir Ólöf og segir þessa þróun hafa átt sér stað yfir langt tímabil. „Skóladagurinn hefur lengst og skólaárið sömuleiðis, þannig að frítími barna er miklu minni en áður var. Foreldrar skipuleggja tíma barnanna sinna í miklu meira mæli nú en nokkurn tímann áður, mörg börn hafa takmarkað frelsi eftir að skóla lýkur og það er miklu meira passað upp á börnin fram eftir öllum aldri. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en til ársins 1980 til að sjá mikinn mun að þessu leyti. Það hlýtur að hafa áhrif á börn, að vera minna sjálfra sín en áður.“ Ólöf segir að hugsanlega sé þessi mikla skipulagning á tíma barnanna mótvægi við það frjálsræði sem þau njóta á öðrum sviðum, t.d. í netheimum og í símasamskiptum, þar sem þau virðist, mörg hver, leika tiltölulega lausum hala. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Ís- lands, hefur rannsakað áhrif mismunandi uppeldishátta á þroska ungmenna. Hún tekur fram að þótt engin ein uppskrift sé til að uppeldi barna komi skýrt fram í rannsóknum að svokallaðar leiðandi uppeldisaðferðir ýti undir velferð og vellíðan barna og efli þroska þeirra á ýmsum sviðum. „Leiðandi uppeldisaðferðir einkennast af því að foreldrar krefj- ast þroskaðrar hegðunar af börnunum sínum, hvetja þau og styðja,“ segir Sigrún. „Þeir setja skýr mörk um hvað sé tilhlýðilegt og hvað ekki og útskýra fyrir börnunum sínum hvers vegna. Þeir hvetja jafnframt börnin til að skýra út sjónarmið sín og taka vel á móti hugmyndum þeirra. Einnig sýna þeir börnunum mikla hlýju og uppörvun.“ Niðurstöður rannsókna Sigrúnar og samstarfsfólks hennar sýna að ungmenni sem búa við leiðandi uppeldisaðferðir eru líklegri til að sýna meiri samskiptahæfni og sjálfstraust en önnur ungmenni. Þau eru einnig ólíklegri til að reykja og neyta áfengis í óhófi og til að hafa prófað ólögleg vímuefni. Jafnframt sýna þau betri námsárangur á samræmdum prófum og eru líklegri til að ljúka framhaldsskólaprófi. „Niðurstöður þessara rannsókna veita okkur dýrmætar upplýsingar um þau áhrif sem uppeldisaðferðir foreldra geta haft á líf barna og unglinga,“ segir Sigrún. Foreldrahlutverkið er flókið í dag En hvað með hina sígildu fullyrðingu um að börn hafi „verið svo mikið betur alin upp áður fyrr“. Er eitthvað til í því, eða er þetta dæmigerð „heimur versnandi fer“-klisja? Ólöf segir að frá örófi alda hafi verið amast við agaleysi ungdómsins. „Það hefur alltaf verið talað um hvað ungdómurinn væri illa agaður. Það er alltaf þessi viðleitni til að reyna að breyta og bæta og þessi vanþóknun á uppeldisaðferðum samanborið við það sem tíðkaðist á undan. „Ég trúi því ekki að það sé til eitthvað sem heitir rétt uppeldi. Aftur á móti er einlæg ást á barninu og djúp virðing fyrir því heillavænlegt til árangurs. Þegar við ætlum að skoða uppeldi, þá er fyrsta spurningin: hverjir koma að uppeldinu?“ segir Margrét Pála. „Það eru foreldrar, sem samkvæmt lögum bera mesta ábyrgð á uppeldinu, formlegar uppeldisstofnanir, stórfjölskyldan, við erum með fjölmiðla sem hafa gríðarleg áhrif á uppvöxt barna í dag og við erum með markaðinn sem hefur líka margfaldað áhrif sín. Áður fluttist uppeldisþekkingin á milli kynslóða, fyrst og fremst meðal kvenna því feður komu miklu minna að uppeldi. Mæður lærðu af mæðrum sínum það sem þær höfðu lært af sínum mæðrum, þetta gekk mann fram af manni. Þannig varð hinn íslenski uppeldis- arfur til. Fólk var sammála um uppeldi Nanna Kristín Christiansen, M.Ed í uppeldisfræði og höfundur bókarinnar Skóli og skólaforeldrar, segir að áður fyrr hafi samfélagið verið miklu einsleitara hvað uppeldis- aðferðir varðar. „Það var til sameiginleg hugsun um hvað þótti gott uppeldi,“ segir Nanna Kristín. „Fólk var nokkuð sammála um það hvernig gott og æskilegt væri að ala börn upp á sem bestan hátt og hvernig góð börn ættu að vera. En samfélagsþróunin hef- ur verið svo hröð og ég held að foreldrahlutverkið hafi aldrei verið flóknara en einmitt núna. Þetta getur verið virkilega erfitt fyrir þá foreldra sem hafa lítið sjálfstraust í upp- eldishlutverkinu.“ Margrét Pála segir að mikilvægur þáttur í þessu sambandi sé að uppeldi er orðið að markaðsvöru. „Það er hægt að selja fólki alls konar uppeldisaðferðir á ýmsan hátt. Með því er ég ekki að segja að það sé neikvætt að leita sér þekkingar og ég held að það sé gott að fólk geti valið á milli ólíkra kosta. Til þess að geta það þarf maður að hafa þekkingu á því sem er í boði. En við eigum öll okkar uppeldismenningu og megum ekki glata henni. Fólk má ekki missa trúna á sjálft sig í þessari sérfræðingavæðingu.“ vera foreldri

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.