SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Síða 22

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Síða 22
22 17. apríl 2011 I cesave-málinu er lokið og menn anda létt- ara. Þetta er einungis stundarhlé heyrist þó sagt: Fjendur okkar í málinu eru ekki hætt- ir. Stóryrtar yfirlýsingar innan úr stjórn- arráðum kröfuþjóða segja allt sem segja þarf. Öll- um ráðum verður beitt til að kúga Íslendinga til undirgefni. Þetta var allt saman hluti af hræðslu- áróðrinum og ekki hægt að ætlast til að menn hlaupi frá honum strax. Reynt að koma máli í vondan farveg Og það má svo sem vera að ekki séu öll þessi sjón- armið algjörlega innistæðulaus. Við höfum séð hvernig fulltrúi Norðmanna í ESA hefur látið. Hann hefur tekið upp hjá sjálfum sér, án atbeina kröfuþjóðanna sjálfra, að sækja að Íslendingum og brotið allar þær reglur um hlutlausa nálgun á máli innan ESA sem hægt er að brjóta. Samt hafa hin liðónýtu íslensku yfirvöld ekki borið það við að krefjast þess að maðurinn víki sæti í málinu. Auð- vitað væri réttast að formaðurinn viki þegar í stað úr ESA-stjórninni varanlega. Hann hefur í raun sjálfur tekið af allan vafa um að hann uppfyllir ekki hæfisskilyrði. Markmiðið með því að halda deilumálinu innan EES-kerfisins byggist á því sjónarmiði að fyrir löngu er fram komið að evr- ópsk dómskerfi fara ekki endilega eftir því sem rétt lagafyrirmæli segja fyrir um. Þar er notast við framvirkar og „lifandi“ lögskýringar og mjög horft til þess hvað gæti komið þróun „Evrópu- hugsjónarinnar“ best, til lengri tíma horft. En sem betur fer eiga slíkir dómstólar ekki síðasta orðið í máli af þessu tagi. Reyndar er reynt að reka málið í öfugri röð. Vilji Bretar og Hollend- ingar, með sinn veika málatilbúnað, fá dómsnið- urstöðu um sínar kröfur þá ber þeim að stefna málinu fyrir varnarþing í Reykjavík. Þar gætu þeir óskað eftir því eða gert um það kröfu að leit- að yrði óbindandi álits EFTA-dómstólsins. En oddamaður ESA hefur með heiftrækinni fram- göngu sinni gagnvart Íslandi reynt að koma hugs- anlegu málaferli í annan farveg. Þar sem vitað er að fulltrúar Norðmanna í ESA lúta að jafnaði leið- sögn frá Osló hlýtur þessi framganga að vekja æ fleiri spurningar. Óvæntur stuðningur En á móti kemur að annað hefur komið þægilega á óvart. Fremstu skriffinnar þekktra blaða, austan hafs og vestan, taka hver af öðrum afstöðu með Íslandi og sjónarmiðum þess. Það hefur sjálf ís- lenska ríkisstjórnin á hinn bóginn ekki gert, svo furðulegt sem það er. Helsta vörnin fyrir ríkis- stjórnina í því máli hefur verið sú að hana vanti í raun ekki allan vilja til varna fyrir þjóðarhags- muni, en hún sé af alkunnum ástæðum með öllu ófær til slíks. Því er vissulega erfitt að andmæla. Forseti Íslands hefur hins vegar að undanförnu beitt sér í málinu og farist það vel úr hendi. Vissu- lega má með sterkum rökum halda því fram að forsetinn sé farinn langt út fyrir þann ramma sem stjórnskipunarreglur og venjur marka embætti hans. En tómarúmið, sem ríkisstjórnin hefur skapað með viljaleysi sínu eða getuleysi til að tala fyrir sjónarmiðum Íslands, færir forsetanum neyðarrétt í málinu. Einhver verður að tala máli þjóðarinnar út á við. Hinir erlendu lykilmenn á heimsblöðum hafa vissulega gert það óumbeðnir, en það fríar rík- isstjórnina ekki undan ábyrgð. Ritstjórnarskrifarar marktækustu blaða sem mikið eða einkum fjalla um efnahagsmál, Fin- ancial Times, Wall Street Journal og The Tele- graph, hafa allir tekið undir sjónarmið Íslendinga með mjög sannfærandi hætti. Það er ríkulegt þakkarefni. Og nú síðast víkur helsti fréttaskýr- andi New York Times á sviði fjármála, Floyd Norris, að Icesave-deilunni, þegar hann er að fjalla um vanda evrusvæðisins. Hann færir kröfur Breta og Hollendinga yfir á bandarískan veruleika og þá myndi krafan vera upp á 6,8 þúsund millj- arða dollara! Það þykir fréttaskýranda NYT að vonum ofboðsleg fjárhæð. En Bretar og Hollend- ingar hefðu aldrei sent slíkan reikning í þá áttina, þótt skilyrðin hefðu verið hin sömu. Þeir eru uppburðarlitlir þegar Bandaríkin eiga í hlut. Þeir treysta sér á hinn bóginn til að hóta fámennri þjóð á norðurhjara öllu illu ef hún lætur ekki svín- beygja sig undir óboðlegar og ólögmætar kröfur. Og þeir fundu því miður liðleskjur fyrir. En það voru einungis hin íslensku stjórnvöld sem skorti þrek og kjark. Það var enn nægjanlegur töggur í þjóðinni sjálfri. Hún sýndi að það var ekki til- viljun að hún vann óvinnandi landhelgisstríð á sínum tíma. Fyrirmennin segja ekki aukatekið orð Viðbrögðin í Bretlandi segja raunar mikla sögu. Þegar Íslendingar hafna óbilgjörnum kröfum í annað sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu, söguleg tíð- indi hér, er auðvitað hlustað eftir viðbrögðum Breta. Málið þykir þar ekki vera af þeirri vikt að forsætisráðherrann nefni það einu orði. Fjár- málaráðherranum, næsta manni í goggunarröð- inni í bresku ríkisstjórninni, þykir ekki taka því heldur að hann hafi opinberlega skoðun á úrslit- unum. Einn af aðstoðarráðherrunum í ráðuneyt- inu, sem enginn maður hér hafði áður heyrt nefndan, er þó látinn tjá sig um málið, sem ella hefði endað hjá blaðafulltrúanum. Þetta er allur áhuginn. Þó héldu einsöngvararnir Steingrímur og Jóhanna, Vilhjálmur, Gylfi og Már og auðvitað gjörvallur kórinn því á lofti að umheimurinn biði eftir niðurstöðunni um Icesave með öndina í hálsinum. Ef hið ógurlega nei kæmi myndi hel- frost umlykja hrellda þjóð um ómunatíð vegna skiljanlegrar heiftar og hefnigirni. En fáeinum dögum síðar fer fram vantraustsumræða á Al- þingi. Jóhanna flutti af því tilefni aftur ræðuna sína úr vantraustsumræðunni sem sneri að stjórn Geirs Haarde. En Steingrímur sagði sperrtur að nú væri loks farið að vora í efnahagsmálum. Það væri bókstaflega allt á uppleið. Miðað við aðeins viku- gamalt svartagallsraus sama manns var engu lík- ara en einhver í ráðuneytinu hefði sagt Steingrími að þjóðin hefði þrátt fyrir allt samþykkt Icesave. Reykjavíkurbréf 15.04.11 Nú anda menn léttara

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.