SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 40
40 17. apríl 2011
Lífsstíll
N
ei, ég bara get ekki meira,“ styn ég þungan
og næ að klifra upp í rúmið mitt þar sem
ég leggst og læt fara vel um mig. Stuttu
síðar er ég komin með hvítvín í hönd og
kælandi fótakrem á lappirnar. Mikið sem ellikelling er
nú farin að segja til sín hugsa ég í léttum en þó dálítið
ábúðarfullum dúr þar sem ég nudda
aumt mjóbakið. Fæturnir eru ekki
jafnaumir en þreyttir þó og ég velti
því fyrir mér hvað ég geti pínt þá
áfram lengi. Þetta hljómar dálítið
eins og upphafið á mjög langri
sjúkrasögu. En svo er reyndar alls
ekki. Í raun og veru er ég stödd í af-
ar indælli verslunarferð með familí-
unni þar sem inn á milli er stoppað
til að fá sér gott að borða. Veðrið er
gott, maturinn enn betri og fé-
lagsskapurinn skemmtilegur. Þá er vissulega
skemmtilegt að kaupa sér ný föt, skó og fylgihluti en
mikið sem það getur tekið á. Ég hlýt að geta borðað á
mig gat því eftir þramm dagsins, þar sem borgin hef-
ur verið gengin þver og endilöng, og ótal klæði mátuð
í svitaboga í þröngum mátunarklefum hlýt ég að vera
búin að brenna því sama og í tveimur leikfimistímum.
Það tekur á að troða sér í föt, sérstaklega of lítil föt,
og buxur eru þar verstar. Enda ákvað ég að eyðileggja
ekki ferðina fyrir öllum hinum og sleppa því að setja
þær á innkaupalistann. Glingur, skór og alls konar
fallegir hlutir eru mun auðveldari viðfangs. Slíkt þarf
ekki að máta með jafnmiklu erfiði þótt vissulega geti
verið erfitt að finna réttu hælahæðina. Það er sér-
staklega skemmtilegt að versla þeg-
ar maður fellur fyrir einhverju.
Fyrsta kvöldið sé ég bleikan og
svartan kjól sem hangir bara þarna
einn og yfirgefinn. Mér sýnist hann
brosa til mín og segja „ég passa þér,
ég passa þér“! Það gerir hann líka og
daginn eftir heimsæki ég hann aftur.
Við smellpössum saman og ég brosi
breitt fyrir framan spegilinn þegar
ég sný mér í hring. Svona uppsker
maður nú stundum vel og þá gleym-
ir maður fljótt öllum verkjum, svitaköstum og harð-
sperrum eftir pokahlaup. Ekkert verður eftir nema
sælan og tilhlökkunin að skarta þeim nýja við gott
tækifæri. Kynna hann fyrir fólkinu í kringum sig og
njóta samverunnar. Já og stundum vill líka rjúka úr
vísakortinu eftir svona verslunarbrjálæði. En þau eru
jú úr plasti og bráðna því auðveldlega eins og smjör …
best að hafa bara áhyggjur af því síðar …
Púl í
poka-
hlaupi
Eins og það er gaman að kaupa
sér ný föt þá geta verslunar-
ferðir tekið verulega á. Þá
er gott að hafa fótakrem og
svalandi drykk við höndina.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Oftast er auðveldara að máta skó en buxur, þó getur verið erfitt að finna nákvæmlega rétta hælahæð.
Reuters
’
Mér sýnist hann
brosa til mín og
segja „ég passa
þér, ég passa þér“! Það
gerir hann líka og dag-
inn eftir heimsæki ég
hann aftur.
Það fylgir því notaleg tilfinning að kaupa sér nýja flík.
Máta hana og finnast maður vera fínn og sætur í
henni. Þetta getur þó farið út í öfgar og sumir gera of
mikið af því að kaupa sér hluti til að líða betur eða fylla
upp í tómarúm innra með sér. Í þeim tilvikum er talað
um verslunarista eða shopaholics. Kaup þeirra og
eyðsla fara úr böndunum og fylgifiskur þess er oftast
miklar skuldir. Þá þarf fólk að leita sér hjálpar en smá-
verslunaræði við og við er allt í lagi. Svo lengi sem það
er gert á réttum forsendum. Hlutir veita nefnilega oft-
ast bara tímabundna sælu.
Hófleg eyðsla
Sumir bara ráða ekki við sig á útsölum.
Reuters
Góður innkaupalisti
er algjör nauðsyn í
öllum innkaupa-
ferðum. Alveg sama
hvort þú ert á leið-
inni að kaupa í mat-
inn eða ætlar að
kaupa þér nýtt dress
fyrir sérstakt tilefni.
Það vill nefnilega oft
henda að þegar búið
er að fara í nokkrar
búðir vill hálfgert meðvitundarleysi gera vart við sig. Þér
er orðið heitt og úrvalið er hálfringlandi. Þá er auðvelt að
gleyma því að þig vantaði líka nýjar sokkabuxur með nýja
kjólnum. Eða bara glært naglalakk ef það kæmi nú
lykkjufall á nýju sokkabuxurnar. Það er svekkjandi að
koma heim og uppgötva þá að maður hafi gleymt einum
litlum hlut. Vertu því vel undirbúin/n og veltu vel fyrir þér
hvað þig vantar. Það er líka sniðugt að rúnta niður
Laugaveginn eða kíkja í verslunarmiðstöðvarnar fyrst
svona til að kíkja í gluggana og sjá aðeins hvað er til. Þá
þarftu ekki að byrja alveg frá grunni og veist nokkurn veg-
inn í hvaða búðir best er að fara.
Skipulögð búðaferð
Verslunarmiðstöðvar má finna víða um
heim en segja má að uppruna þeirra
megi rekja til Bandaríkjanna. Þar
spruttu upp slíkir kjarnar verslana eftir
seinni heimsstyrjöldina en það þótti af-
ar hentugt að geta keyrt í verslanirnar
og verslað síðan innandyra.
Sú stærsta er í Kína
Í dag er stærsta verslunarmiðstöð
heims þó ekki í Bandaríkjunum heldur í
Suður-Kína. Hana er að finna í borginni
Dongguan og er 892.000 fermetrar að
flatarmáli. Þá næststærstu má líka
finna í Kína, hið svokallaða Golden
Resources Mall í Peking. Flatarmál
hennar er þó mun minna eða 680.000
fermetrar. Kanada stóð sig þó vel í
þessum málum til ársins 2004 en
missti þá titililinn um stærstu versl-
unarmiðstöðina til Kína. Í Dúbaí er að
finna stærstu miðstöð Mið-Austur-
landa en sú stærsta í Evrópu er Dolce
Vita Tejo í Lissabon. Hvað sem öllum
tölum líður um fjölda gesta og aðsókn
að verslunarmiðstöðvum víða um heim
er þó vinsælasti áfangastaðurinn í
þessum hópi Mall of America í Minne-
sota. Þar er að finna yfir 500 verslanir
á fjórum hæðum og örugglega enginn
vandi að eyða öllum peningunum sín-
um þar á einum degi ef sá gállinn væri
á manni.
Ófáir verslunar-
fermetrar
Það er allt í Mall of America, meira að segja skemmtigarður með öllu tilheyrandi.