SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 47

SunnudagsMogginn - 17.04.2011, Qupperneq 47
17. apríl 2011 47 Þ að er pennastokkur á skrifborðinu sem Ólafur Jóhann Ólafsson hefur átt í þrjátíu ár. „Maður breytir ekki neinu,“ segir hann. „Þorir það ekki. Maður er hjátrúarfullur.“ Tilvera Ólafs Jóhanns hverfist um Central Park í New York, þó að ræturnar liggi á Íslandi. Það liggur því beint við að heimsækja hann stuttlega á skrifstofuna í Time Warner-byggingunni að morgni dags, en Ólafur Jóhann er yfir stefnumótun samsteypunnar. „Ég reyni að sjá breiðu línurnar fram í tímann,“ segir hann. „Að öðru leyti snýst þetta um daglegt streð. Ef stefnumótunin leiðir ekki til daglegra ákvarðana er hún lítils virði. Þetta er ekki ólíkt því að skrifa bók. Útlín- urnar liggja fyrir og bókin verður til jafnt og þétt með endalausu puði, það tekur nokkur ár að púsla henni saman.“ Á skrifstofunni er lítill íburður og helst að þar glampi á heila röð af verðlaunabikurum sem Ólafur Jóhann hefur stillt uppi við vegg undir bókahillum. „Þetta eru bikarar frá knattspyrnumótum innanhúss í borginni,“ segir hann. „Ég hef einmitt nefnt að ég vilji fá meiri lýs- ingu á þá svo að hégóminn fari ekki leynt! Yfirleitt spila ég fótbolta í hádeginu. Þá verður eftirmiðdagurinn eins og annar morgunn – ég hef gott þrek fram á kvöld. Mér finnst fátt eins leiðinlegt og að borða hádegismat. Ég læt mér yfirleitt nægja 5-10 mínútur.“ Næsti áfangastaður á Manhattan er fótboltasalur við breiðgötuna Columbus, þar sem átta karlmenn kljást um leðurtuðru á fjórðu hæð, tvö lítil mörk við sitt hvorn endann, og Ólafur Jóhann merkilega slunginn við að finna netmöskvana – ljóst að hann hefur áunnið sér virðingu félaga sinna fyrir bragðið. Á meðal þeirra sem taka þátt í átökunum er fréttamaður ABC- sjónvarpsstöðvarinnar, Bob Woodruff, sem hlaut alvar- lega höfuðáverka á vettvangi stríðsins í Írak, en gefur þó ekkert eftir í tæklingum á Manhattan. Svo liggur leiðin heim til Ólafs Jóhanns, upp í gegn- um íbúðina, sem er á fjórum hæðum, en þó ekkert gím- ald. Á þriðju hæð eldhús, þar sem við fáum kaffi og með því. – Ertu kaffisvelgur eins og margir höfundar? „Nei, ég drekk ekki mikið kaffi. Ég byrja alltaf með kaffibolla á morgnana og hjónabandssælubita. Það er morgunmaturinn ásamt lýsi, appelsínusafa og jógúrt. Ég þarf þennan eina bolla til að hrökkva í gang, svo kannski hálfan í viðbót klukkutíma seinna. Ég er mikill matmaður en ég borða létt í hádeginu því mér finnst það hægja á mér seinnipartinn ef ég borða mikið. Gríp kannski samloku eða salat eða fiskbita. En kvöldmat- urinn skiptir máli, því við hjónin höfum bæði gaman af því að elda. Ég fæ mér þá vínglas með.“ – Ég var ekki viss um að þú bragðaðir áfengi. Ekki eftir lestur á Aldingarðinum þar sem áfengi er stund- um þúfan sem veltir hlassinu og setur hversdagslífið úr skorðum. „Mér þykir gott vín mjög gott, svo gott að ég passa mig að misnota það ekki. Það kemur niður á manni daginn eftir og ég tími ekki að sólunda tím- anum sem er manni fjandi naumt skor- inn. Ég er ekki hrifinn af fylliríi þó að ég sé enginn góðtemplari. Pabbi bragð- aði ekki vín, við erum ólíkir að því leyti. En það var allt öðruvísi, á þeim tíma var ekkert úrval af góðum vínum á Íslandi. Ann- aðhvort drukku menn koníak, viskí eða vodka – eða ekki neitt. Yfirleitt fæ ég mér vín með kvöldmat. En mér finnst vonlaust að fá mér vín í hádeginu þá get ég afskrifað það sem eftir er af deginum.“ – En þegar þú skrifar? „Nei, aldrei. Mig minnir að ég hafi prófað einhverjar fingraæfingar endur fyrir löngu eftir að hafa fengið mér í glas. Auðvitað var það ónýtt. Ég held að ég hafi meira að segja séð það strax. Ef menn ætla að reyna að leysa erfiða stærðfræðijöfnu eftir að hafa fengið sér vín, þá kann það að bögglast fyrir þeim. Það sama á við um skriftir. Hausinn þarf að vera í lagi.“ Loks höldum við áfram upp á kontór rithöfundarins á fjórðu hæð. Þar eru svalir á þakinu með ómótstæðilegu útsýni yfir Central Park og til bygginganna handan garðsins. En kontórinn er lítill, bókahillurnar margar fyrir lítið herbergi, og þar hanga myndir af fiðrildum og fuglum. „Ég fór bara í búð og keypti gamlar eftirprent- anir. En tússmyndirnar eru eftir Hörð Ágústsson sem var mikill fjölskylduvinur þegar ég var strákur.“ – Einn af forstjórum Time Warner, rithöfundur og þriggja barna faðir. Hvernig ferðu að því að finna tíma í sólarhringnum fyrir þetta allt? „Maður finnur alltaf tíma fyrir það sem skiptir mann máli og manni finnst maður verða að gera. Ég skrifa að- allega á morgnana, byrja nokkuð snemma, stundum klukkan sex, stundum sjö, um helgar kannski átta. Ég skrifa fjóra til fimm tíma á dag um helgar, ekki eins lengi á virkum dögum. En ég skrifa ekkert á kvöldin og einhvern veginn tekst þetta. Ég bý að því að vera skipulagður og er náttúrlega galinn að því leyti að ég er alltaf að – ég kann ekki að gera ekki neitt. Það er nokkuð sem mig langar að læra og öfunda fólk sem tekst það en ég þarf alltaf vera að, hvort sem það er að skrifa, sinna vinnunni, stússa með fjölskyldunni eða spila fótbolta. Ég þarf stímúlasjón en svo er auðvitað ansi margt sem freistar mín ekki. Ég sinni til dæmis samkvæmislífi illa. Í mínu starfi gæti ég verið í endalausum dinnerum en ég forð- ast þá. Þá vil ég frekar vera með familíunni. Menn finna tíma í það sem skiptir þá máli og þá fellur hitt útbyrð- is.“ – „Sjálfur skil ég þá vel sem dreymir um að sameina borgaralega tilveru innra lífi listamannsins …“ Þannig skrifarðu í Sakleysingjunum. Þetta eru ólíkir heimar. „Þeir eru það að mörgu leyti. En það skiptir líka máli hvernig menn haga sér. Í formúlunni eru þetta ólíkir heimar en það er hægt að flakka á milli. Þeir sem gera það eru kannski ekki eins og allir aðrir í hvorugum þeirra, en það verður bara að hafa það. Maður verður að feta sína eigin slóð.“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Ólafur Jóhann Ólafsson Hausinn þarf að vera í lagi ’ Ungir menn læra mikið af því þegar þeir eru minntir á að þeir eru ekki ódauðlegir.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.