SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 26
26 21. ágúst 2011 Veitingastaðurinn sem var í Boeing 377 en maturinn var víst ekkert slor, að sögn Gunn- ars Eyjólfssonar, og pantaður af bestu veitingahúsum þess tíma. G unnar Eyjólfsson þjónaði mörgu frægu fólki þegar hann vann sem flugþjónn hjá flugfélaginu Pan Am á sjötta ára- tugnum. Hann þjónaði aðalsfólki margra landa, keisaraynjunni af Íran, heims- frægum leikurum einsog Gary Cooper, velflestum mógúlum viðskiptalífsins og kvikmyndaheimsins í Bandaríkjunum og forsætisráðherrum margra landa. Hann minnist sérstaklega þess þegar stór hluti afgönsku ríkisstjórnarinnar var um borð og einn ráðherrann kom til hans á þriggja klukkustunda fresti til að spyrja í hvaða átt austur væri. „Þeir þurftu að vita í hvaða átt þeir áttu að snúa við bænir sínar,“ segir Gunnar til útskýringar, en múslimar verða að snúa í átt að Mekka þegar þeir fara með þær. Þrátt fyrir að hafa gengið vel í leiklistinni heima á Íslandi eftir tveggja ára nám í Royal Academy of Dramatic Arts í London að þá ákvað hann snögglega að fara til Bandaríkjanna og vinna fyrir sér þar og koma aldrei aftur. Rómantík og ástarævintýri hans á Íslandi hafði snúist upp í andstæðu sína þegar hon- um var sagt frá því að konan sem hann var ást- fangin af væri hálfsystir hans. Hann kom sér af landi brott og langaði aldrei að koma aftur til Ís- lands. Hann fór að vinna sem barþjónn í New York en vinur hans benti honum síðan á að sækja um hjá Pan Am-flugfélaginu því þar var óskað eftir flugþjónum sem kynnu ensku, íslensku, dönsku, sænsku, norsku, þýsku og fleiri tungumál. En um þessi lönd flaug flugfélagið meðal annars. Gunnar var ráðinn eftir að hafa talað við íslenskt fisk- útflutningsfyrirtæki og fengið með þeirra leyfi að skrifa um sig stórkostlegt meðmælabréf í þeirra nafni. Rómantík Með stór- stjörnum Á gullaldarárum flugsins gistu flugfreyjurnar alltaf margar nætur í hverri borg á milli fluga. Karlmaður í ein- kennisbúningi var nokkuð sem enginn kvenmaður gat staðist á gullald- arárum flugsins. Flugmenn og flugfreyjur voru eftirsótt við makaval á Vesturlöndum á þessum tíma.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.