SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Page 32

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Page 32
32 21. ágúst 2011 S tundum eru unnin afrek án þess að stór orð séu höfð um. Slík af- rek hafa starfsmenn og stjórn- endur Landspítala unnið á síð- ustu árum. Á tveimur árum hafa þeir skorið útgjöld spítalans niður um 6,6 milljarða og fækkað starfsmönnum um 667 frá janúar 2009 til janúar 2011. Þeir, sem komið hafa nálægt slíkum aðgerðum gera sér glögga grein fyrir því hvers kon- ar átak þetta hefur verið. Það eru ekki orðin tóm að starfsmenn spítalans hafi tekið þátt í þessum aðgerð- um. Þeir lögðu fram 3.400 tillögur um sparnað í rekstri og settu fram 800 hug- myndir, sem tengdust þessum aðgerð- um. Svona árangri er ekki hægt að ná nema með beinni þátttöku og samstöðu starfsmanna. Landspítali er einn stærsti vinnustaður á Íslandi. Það er áreiðanlegt margt flókið í rekstri hans. Þar að auki eru verkefni spítalans mjög viðkvæm. Það skipti máli að þessi aðlögun spítalans að breyttum aðstæðum tækist án þess að það kæmi niður á sjúklingum. Það hefur tekizt. Það er lengi hægt að skera niður ef annarra kosta er ekki völ en það er rétt sem Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að undanförnu að það kemur að því að ekki er hægt að draga úr út- gjöldum nema með því að leggja alveg niður einhverjar starfseiningar. Og ekki ólíklegt miðað við þann árangur, sem náðst hefur í niðurskurði á Landspítala að spítalinn sé kominn að þeim vegamótum í rekstri sínum. Sérstaka athygli vekur, að þessi mikla fækkun starfsfólks, sem að sjálfsögðu hefur ekki verið sársaukalaus hefur verið framkvæmd án þess að mikið uppnám hafi orðið innan spítalans. Þetta skiptir máli og sýnir að vel hefur verið haldið á þessum erfiðu og viðkvæmu málum inn á við gagnvart starfsmönnum. Við skulum ekki gleyma því að á undanförnum árum og kannski áratugum hafa verið marg- víslegir árekstrar og átök innan spítalans eins og gjarnan vill verða á fjölmennum vinnustöðum Það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að svo mikill árangur náist og það án meiri háttar árekstra. Björn Zoëga segir í ársskýrslu spítalans að þetta hafi tekizt vegna „ótrúlegs framlags starfs- fólks“. Það hlýtur að vera. Um allt þjóðfélagið er unnið að svip- uðum aðgerðum. Það er gert á heimilum, í litlum fyrirtækjum, meðalstórum fyr- irtækjum, stofnunum og ráðuneytum. Árangurinn er með ýmsum hætti. Sums staðar hefur þetta gengið vel og annars staðar síður. Spurning er hvort samfélagið getur kannski nýtt sér það fordæmi, sem Land- spítalinn, starfsmenn hans og stjórn- endur hafa sýnt, með því að læra af þeirri reynzlu, sem þar hefur fengizt í nið- urskurði útgjalda í viðamiklum og flókn- um rekstri á íslenzkan mælikvarða. Er hugsanlegt að þau vinnubrögð og starfsaðferðir sem notaðar hafa verið á Landspítala geti verið efni í námskeið innan háskóla um hvernig standa eigi að breytingum í umfangsmiklum rekstri? Fyrir mörgum áratugum varð við- skiptadeild Harvard-háskóla þekkt fyrir að taka upp svokölluð „case studies“, þar sem fjallað var um raunveruleg verkefni í raunverulegum fyrirtækjum. Ég þekki ekki til kennslu í viðskiptadeildum há- skóla, hvorki hér né annars staðar en ímynda mér að þetta sé ein af þeim kennsluaðferðum, sem notaðar eru. Frægar bækur um viðskiptalífið, sem haft hafa mikil áhrif hafa verið skrifaðar með sérstakri tilvísun í slík raunveruleg dæmi. Má þar nefna bók, sem vakti gíf- urlega athygli fyrir þremur áratugum og heitir In Search of Excellence. Sú bók fjallaði um rekstur fyrirtækja, sem þóttu til fyrirmyndar og varð stjórnendum um allan heim hvatning til að gera betur. Fá dæmi eru um að slíkar fyrirmyndir hafi orðið til á Íslandi. Þó er ljóst að Eim- skipafélag Íslands varð slíkt fyrirtæki undir stjórn Harðar Sigurgestssonar. Ungir menn sögðu við mig að það væri ígildi háskólanáms í viðskiptafræðum að starfa hjá Eimskipafélaginu undir stjórn Harðar enda hafa samstarfsmenn hans þar dreifzt út um atvinnulífið og komið víða við. Í því mikla átaki, sem nú stendur yfir í íslenzku samfélagi við að laga rekstur þess að gjörbreyttum aðstæðum, sem ekki eru tímabundnar heldur varanlegar skipta fyrirmyndir af þessu tagi máli. Og það er óneitanlega athyglisvert að slík fyrirmynd skuli verða til í Landspítala með víðtækri samstöðu starfsmanna og stjórnenda og undir forystu læknis en ekki manns með sérmenntun í stjórnun og rekstri án þess að lítið sé gert úr slíkri menntun. Þær fjölskyldur eru fáar á Íslandi, sem ekki þurfa að leita til Landspítala ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra kemur þaðan fullur af þakklæti fyrir þá aðstoð og meðferð, sem þar er veitt. Þetta sýna kannanir og þetta vita landsmenn af eigin reynzlu. Þess vegna má telja líklegt að fáar stofnanir í samfélagi okkar njóti jafn mikils stuðn- ings meðal fólks og Landspítali. Það er engin spurning að þjóðin vill eiga aðgang að heilbrigðiskerfi, sem er í fremstu röð. Landspítalinn er kjarni þess kerfis. Það er spurning, hvort stjórnvöld geri sér nægilega vel grein fyrir því afreki, sem unnið hefur verið á Landspítala á síðustu árum. Auðvitað verða ráðherrar og ráðuneyti að líta til margra átta. En sömu aðilar þurfa líka að geta lagt mat á hvar vel hefur verið að verki staðið og hvar má gera betur. Þess vegna er ástæða til að hvetja fólk til að sýna Landspítalanum, starfs- mönnum hans og stjórnendum samstöðu um þessar mundir. Hefur yfirstjórn ríkisins náð sambæri- legum árangri í niðurskurði á sínum vettvangi? Starfsfólk og stjórnendur Landspítala hafa unnið afrek Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi, þann 21. ágúst, árið 1810 gerðist undarlegur atburður sem sagnfræðingar eru enn í dag að klóra sér í hausnum útaf. Æðsta yfirvald Svíþjóðar í fjarveru konungs, Stånds- riksdagen, kaus franskan herforingja sem hafði aldrei stigið á sænska grund sem konung sinn. Það sem meira var, franski herforinginn í her Napóleons, Jean-Baptiste Bernadotte, sem varð fyrir valinu, var herforingi and- stæðinga Svíþjóðar. Merkilegast af þessu öllu er þó að allt gekk þetta eftir og Bernadotte varð konungur Svíþjóðar og ríkti sem Karl XIV til æviloka og þótti ekkert standa sig illa. Bernadotte gekk í franska herinn 17 ára gamall árið 1780. Níu árum seinna varð bylting í Frakklandi með stanslausum erjum og stríðum. Valdakerfi innan hersins riðlaðist. Áður höfðu aðalsmenn haft forréttindi á for- ingjastöðum innan hersins en í kjölfar byltingarinnar varð meira um það að menn kæmust til metorða út á hæfileika sína. Bernadotte naut skjóts frama og var orðinn ofursti árið 1792 og herforingi árið 1794. Hann tók þátt í mörgum orrustum með Napóleon á Ítalíu en árið 1799 þegar Napóleon framdi valdarán í Frakklandi, neitaði Berna- dotte að liðsinna honum. Eftir að valdaránið heppnaðist fékk Bernadotte engu að síður stöðu hjá hinu nýja yf- irvaldi. Hann var heiðraður fyrir stjórn sína í sigri Frakka í orrustunni við Austerlitz árið 1805 en Napóleón átti eftir að snupra hann fyrir að koma ekki til liðs við sig í orrust- unum við Jena og Auerstadt. Samband þeirra Napóleons var alla tíð sviptingasamt. Hann var síðan settur yfir borgir Norður-Þýskalands og stjórnaði leiðangri árið 1808 til hjálpar Dönum sem voru bandamenn Frakka. En and- stæðingar þeirra voru Bretar og Svíar. En þess ber að geta að lítið varð um bardaga í þessum leiðangri hans og hann hefur örugglega lítið hugsað aftur um Svíana. Hann var einn af foringjunum í orrustunni við Wagram við Dóná árið 1809 þarsem Austurríkismenn voru brotnir á bak aftur, en lenti í ónáð hjá Napóleón eftir þá orrustu, aðallega vegna frekju Bernadottes sem hafði eignað sinni herdeild fullmikið af heiðrinum. Hann var samt látinn sjá um varnir Niðurlanda en árið 1810 var hann settur yfir Róm og var á leiðinni þangað þegar honum berast þau undarlegu tíðindi að sænska rík- ið vilji hann sem konung yfir sér. Svíþjóð var ekkert valdalítið sósíaldemókratískt smáríki á þeim tíma. Ekki voru nema tæp hundrað ár síðan það var valdamesta ríki Norður-Evrópu, stórveldi sem bæði réð beint stórum hluta Norður-Þýskalands, Eystrasaltsríkjanna og Pól- lands og hafði sterk ítök í hinum löndunum. Ósigur Svía í orrustunni við Poltava gegn Pétri mikla leiddi á nokkrum árum til hruns stórveldisins. En Svíar voru engu að síður sterkir á alþjóðavettvangi og eftir að Nelson hafði brotið á bak aftur flotaveldi Dana var sænski flotinn sá sterkasti á Eystrasaltinu. Við óvænt fráfall krónprinsins Karls Ágústs, hafði skap- ast mikill ótti um óróa í Svíþjóð ef ekki yrði fljótt ákveðið hver myndi hljóta konungstignina. Þegar komið er skila- boðum til Bernadotte um að Svíar vilji fá hann sem kon- ung virðist þetta ennþá hafa verið einkafantasía barónsins Karl Otto Möner. En hugmyndin fékk fljótt mikinn stuðning í Svíþjóð og telja menn helst að mikill stuðn- ingur sænska hersins við hugmyndina hafi verið mik- ilvægur. Forystumenn innan hersins vildu fá konung sem hefði vit á hermennsku enda sáu þeir fram á erfið ár í ná- býli við sterkt Rússland og töldu mikilvægt að Danmörku væri haldið niðri. Undir stjórn Bernadotte náði Svíþjóð að innlima Noreg inn í ríki sitt og þótti hann standa sig al- mennt ágætlega sem konungur. Einhverntímann las ég að Bernadotte hefði látist með orðin Lifi byltingin, uppá frönsku, flúruð á handlegg sinn. Óneitanlega fallegt hjá sænskum konungi og æðsta yf- irmanni ríkisins, ef satt væri. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Varð óvænt kóngur í Svíþjóð Franska byltingin árið 1789 setti allt á hvolf í Evrópu og þannig var það fram til 1815 að ró Metternichs komst á. ’ Á þessum degi árið 1810 gerðist atburður sem sagnfræðingar eru enn í dag að klóra sér í hausnum útaf. Æðsta yfirvald Svíþjóðar í fjarveru konungs kaus franskan herforingja sem konung sinn. Frakkinn Bernadotte ætlaði að skella sér til Rómar en end- aði óvænt í Svíþjóð og varð þar konungur. Á þessum degi 21. ágúst 1810

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.