SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Side 15

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Side 15
L andmannalaugar,“ segir Ragnar Ax- elsson eða RAX, er hann er spurður um sinn sælureit. „Þar er svo fallegt að maður þarf að klípa sig til að vita hvort maður er ekki dauður. Og ef það er svona þegar maður er dauður, þá er næstum því í lagi að drepast strax! En ég verð senni- lega að bíða í fimmtíu ár enn.“ Hann hefur unnið að bókaverkefni und- anfarin tuttugu ár, fylgst með smalamennsku á þessu svæði, og ætlar að ljúka við það í réttum í haust. „Ég hef verið þarna með góðu fólki í gegn- um tíðina og hlakka alltaf til,“ segir hann. „Mér finnst Ísland ein ríkasta þjóð í heimi að eiga þennan stað. Það er ótrúleg tilfinning að sitja í lauginni og horfa á stjörnurnar eftir að hafa smalað. Og líka í vondu veðri! Ég hef farið í öllum veðrum og það er alltaf fallegt. Fólkið hefur elst á þessum tuttugu árum og þetta er falleg saga, Ísland í hnotskurn – svona hefur lífið í landinu verið í gegnum aldirnar.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Landmannalaugar

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.