SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Side 26
26 28. ágúst 2011 S íðasta laugardag var glerhjúpur Hörpunnar vígður með pompi og prakt, þarsem listamaðurinn Ólafur Elíasson mætti og hélt stutta tölu og talaði við blaðamenn. Það var auglýst sem nokkurskonar hápunkt- ur menningarnætur þegar ljósin í gler- hjúpnum voru kveikt. Að margra mati var búið að auglýsa það um of, þarsem lýsingin er frekar hógvær og þótti mörg- um sem höfðu beðið lengi eftir atburð- inum, sem hann hefði varla verið þess virði. Þegar Ólafur var fenginn til að hanna glerhjúpinn var í raun búið að ákveða lögun hans, því hann kom ekki að verkefninu fyrr en búið var að teikna salina. Hann hafði því ekki áhrif á lög- unina í grunninn, heldur að útfæra hann í smáatriðum. Hann sendi ljósatækni- mann til Íslands til að filma birtuna á staðnum í 24 klukkutíma á sumartíma og notaðist við þær upplýsingar til að útfæra hjúpinn. Form hjúpsins byggist á ís- lenska stuðlaberginu einsog hefð er fyrir að notast við í íslenskri byggingarlist. En sá þungi sem hefur fylgt þeirri hefð ís- lenskrar byggingalistar er brotinn upp með því að notast við gler inní form stuðlabergsins. En samt býr máttur stuðlabergsins í hjúpnum sem slútir yfir mann einsog berg þegar maður kemur gangandi að húsinu. Doktor Philip Ursprung, prófessor í Sviss, hefur fjallað mikið um verk Ólafs og kallar glerhjúpinn „quasi brick fa- cade.“ Hann gerir quasi að mikilvægu hugtaki í umfjöllun sinni um mörg verk Ólafs í skrifum sínum þarsem quasi merkir eins og, svipað og eða samasem. Hann meinar það ekki í neikvæðum skilningi, að verk Ólafs séu hálfgildings, heldur þvert á móti eins og mörg verka hans séu: bæði og. Séu eitthvað með inn- byggðri, örlítilli lygi. Einsog stuðlabergið hans Ólafs sem er án þyngsla raunveru- legs stuðlabergs. Ekkert sjálfsagt Ólafur er spenntur þegar hann talar um verk sitt enda segir hann þetta hafa verið lengi í undirbúningi og það sé mjög gam- an að sjá þetta verða að veruleika núna. Þónokkur fjöldi erlendra blaðamanna var mættur á blaðamannafundinn við vígsl- una og komu þeir í hollum inn til hans að spyrja hann og fékk Morgunblaðið síð- asta tímann með honum. „Það er svo magnað að erlendu blaðamönnunum finnst þetta bara sjálfsagt,“ segir Ólafur. „Þeir líta bara á Reykjavík eins og hverja aðra stórborg, ég fæ sömu spurningar hér eins og ég myndi fá ef ég hefði verið að gera þetta verk í París eða Berlín. París er með svona torg, Róm líka, því er sjálfsagt að Reykjavík sé að opna svona almenn- ingsrými. En það er ekkert sjálfsagt hjá svona lítilli þjóð. Við erum ekki nema 300.000 manns. Mér finnst það mjög gaman að enginn þeirra undrast yfir því hversu miklu þessi litla þjóð hefur komið í framkvæmd. Það þarf enginn að spyrja hversvegna lagðar eru þessar miklu raf- magnslagnir að stórborgum eins og París, en hversvegna við erum að leggja raf- magn að hverjum smábæ, það er magn- að. Þetta er vinnusöm þjóð og að sjá hvernig brúin sem fór í hamförunum núna í sumar var bara byggð strax upp aftur, nánast yfir eina nótt, það er magn- að. Mér finnst því áhugavert hvað er- lendu blaðamennirnir taka þessari bygg- ingu sem sjálfsagðri, en fyrir mig er þetta mjög tilfinningaríkt. Auðvitað er ég með tilfinningar mínar að einhverjum hluta í verkum mínum hvar sem er í heiminum, en hérna heima er það öðruvísi og dýpra. Það sem er sérstaklega áhugavert er að fá að vinna með almenningsrýmið. Við viljum að gildi okkar séu tjáð, við viljum að það sé hægt að sjá hvað við stöndum fyrir. Það er dýrt en við gerum það samt sem áður, við erum að tjá gildi okkar.“ Ekki svo mikið af ferðalögum Aðspurður hvort hann verði ekki upp- gefinn á öllum þessum blaðaviðtölum enda búinn að vera í viðtölum í yfir tvo klukkutíma þegar ég fæ stund með hon- um í einrúmi segir hann svo ekki vera. „Þetta er ekki eins og hjá leikurunum þarsem þeir gefa svo mikið af sjálfum sér og það er farið mikið í þeirra einkalíf. Leikarar eru spurðir út í alla sína per- sónulegu hluti, en þegar blaðamenn hitta mig spyrja þeir sjaldnast eitthvað út í mig, maður þarf ekki að gefa svo mikið af sjálfum sér. Ég upplifi þetta ekki sem viðtal við mig, heldur sem tækifæri til að taka þátt í umræðu um almenningsrými. Ég hef bara verið að tala um það í allan morgun og mér finnst svo gaman að velta vöngum um það hugtak,“ segir Ólafur. Eins og við manninn mælt snýr blaða- maður umræðuefninu frá almannarými og að hans persónu sem fjölskylduföður og alþjóðlegs listamanns. „Jú, það getur óneitanlega verið erfitt að samræma það. Ég er með vinnustofuna í Berlín og fjöl- skylduna í Danmörku, konu og tvö börn. Ég fer oftast einu sinni í viku á milli en í raun er þetta eins og ferð á milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur, ferðalagið tekur ekki mikið á og er ekki langt. En svo er ég með þónokkuð af alþjóðlegum verk- efnum í gangi, eins og í Hong Kong, Ta- ívan og Kóreu en ég reyni að fara sem minnst þangað, það er svo langt ferðalag. Næsta sýning mín er reyndar í Brasilíu en ég er núna að þróa verk fyrir BBC í tilefni Ólympíuleikanna sem verða haldnir þar á næsta ári. Það fangar hug minn um þessar mundir því hugmyndin er að gera listaverk sem sé hluti af BBC, sé ein- hvernveginn hluti af útsendingu þeirra en ég er ekki búinn að klára það, það hefur eiginlega ekki gengið upp ennþá. En ég er nýbyrjaður á þessu. Þetta útheimtir svolítið af ferðalögum en ef þú lítur á venjulegt fyrirtæki eins og Orkuveituna þá eru þeir stanslaust á ferðinni en öfugt við þá vinn ég við list. Listin er líka lókal, þótt hún sé glóbal. Ég reyni að vera í samræmi við umhverfi mitt hvar sem ég er í heiminum. Til dæmis á sýningu minni núna í Sao Paulo, í Brasilíu, sem opnar í september þá reyni ég að draga fram það sem er sér- stakt þar. Ég hef oft komið þangað og reyni að vinna með bæinn og upplif- anirnar, þetta er tilraun til að líta ekki á lókal og glóbal sem andstæður. Þetta lít- ur út fyrir að vera voða mikið af ferða- lögum, en yfirleitt er ég ekki með nema eina til tvær sýningar á ári. Þetta er ekki eins og líf tónlistarmanna sem fara í margra mánaða tónleikatúra, ég er bara dúlla mér á einhverju hóteli og fer síðan heim til fjölskyldunnar.“ Fjölbreytnin aðlaðandi Ólafur er sonur íslenskra foreldra en uppalinn í Danmörku. Hann var fulltrúi Dana á Biennalnum í Feneyjum árið 2003 og seinna sama ár hélt hann hina frægu sýningu í The Turbine Hall í Tate Mod- ern-listasafninu í London. Eftir það hef- ur verið óhætt að kalla hann heims- frægan listamann. Aðspurður hvernig það sé að koma til Íslands og eiga svona stóran hlut í þessu listaverki við höfnina, hvort það veiti honum einhverskonar tilfinningu að hann sé meiri Íslendingur eftir það? Hann segist hafa haft tilfinn- ingu Íslendings fyrir þetta verk og hafi það áfram eftir það. „En auðvitað er gaman að hafa fengið þetta tækifæri hér á Íslandi. Mér finnst líka gaman að sjá að húsið verður ekki elítuhús. Það finnst mér íslenskt að það sé opið öllum. Núna er einhver 1200 manna læknaráðstefna í húsinu og síðan verður einhver lista- mannaráðstefna, það er þessi fjölbreytni sem mér finnst aðlaðandi. Og þótt mér sé umhugað um hjúpinn og sé glaður yfir því hversu vel hann lítur út í mismun- andi lýsingu þá verður það samt tónlistin sem hér verður leikin sem mun móta skoðanir fólks á húsinu og vegna hennar mun fólk aðallega koma. Ég er glaður að heyra að hún verði líka ýmiskonar, hér verði allt frá experimental tónlist til klassíkur. Ef það hefði ekki verið tónlist- arhöll í miðju hússins, þá hefði fólk ekki getað samsamað sig húsinu. Þegar fólkið upplifir tónlistina hér þá mun það skilja betur afhverju við vorum að þessu. Það eru allir sammála því hvað það er gott hljóð í húsinu og það gleður. Það er aðal- málið hjá fólkinu og þessvegna mun það koma í húsið, ekki vegna litarins, steyp- unnar eða hjúpsins. Það kannski hjálpar en hitt er aðalmálið. Þetta var annars mikil vinna og maður hafði aldrei tíma til að stíga eitt skref til baka og horfa yfir þetta í rólegheitum. Það er fyrst núna sem maður getur gert það og fer að skilja hvað hefur verið að gerast.“ Aðspurður um samstarfið við Henning Larsen-arkitektaskrifstofuna segir hann það hafa verið ánægjulegt. Stofan er mjög áhugaverð og vinnusamstarfið er ekki á þann veg að þar sé einn leiðtogi sem stýri þessu heldur sé allt ferlið mjög lýðræð- islegt og einkennist af mikilli þátttöku allra. Henning Larsen sjálfur er löngu hættur að vera á staðnum til að leiða, það sé frekar andi hans sem enn hafi áhrif sem einhverskonar rammi. Þetta lýð- ræðislega skipulag gerði mér kleift að hafa áhrif á þau og draga þau í áttina að mér rétt eins og það gerði þeim kleift að draga mig nær þeirra hugmyndum. Þetta var mjög áhugavert samstarf.“ Þakklátur Aðspurður hvað honum finnist um um- sagnir sumra bloggara að það hafi ekki verið biðarinnar virði að sjá kveikt á ljós- unum í Hörpunni, þarsem það hafi ekki verið jafn mikilfenglegt og lofað hafi ver- ið, segir hann erfitt að svara því. „Ég hef fullan skilning á því að almannatenglar hafi lagt í mikla kynningu á þessum at- burði og ég fetti enga fingur út í það. Ég vinn oft með stofnunum sem eru með ýmiskonar hugmyndir að kynningu á verkunum og þær samræmast ekki alltaf því sem ég myndi vilja. En ef búið var að búa til væntingar hjá einhverjum um að þetta yrði einhvernveginn allt öðruvísi er það leitt. En þegar svona margir koma saman þá er viðbúið að væntingar fólks séu mjög mismunandi. En í öllu falli átti þetta aldrei að vera nein Las Vegas-ljósa- sýning. Ég var mjög ánægður með þetta og þeir sem töluðu við mig lýstu bara ánægju. Ljósin áttu aldrei að vera list í sjálfum sér, heldur aðeins sem hluti af hjúpnum þegar ljós kristallast í gleri. Ljósið, sem var notað á laugardaginn, verður ekki aftur. Nú á aðeins hvítt ljós að vera á hjúpnum á kvöldin og nátt- úrulegt yfir daginn. Ég mun leyfa bygg- ingunni að venjast í umhverfinu áður en ég kem aftur að henni og kem þá hugs- anlega með einhverjar lagfæringar. Ég er mjög ánægður með hana eins og hún er og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu,“ segir Ólafur. Heimsmaðurinn Ólafur segir að það hafi verið mjög gaman að vinna með arkitektastofu Hennings Larsen sem hann segir vinna eftir ákaflega lýðræðislegum reglum. ’ En þegar svona margir koma saman þá er viðbúið að væntingar fólks séu mjög mismunandi. En í öllu falli átti þetta aldrei að vera nein Las Vegas-ljósa- sýning þegar kveikt var á ljósunum í Hörpunni.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.