SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 8
8 11. september 2011 Það er örstutt á milli stærstu eyju Ítalíu, Sikiley, og Afríku. Túnis og Líbía eru svo nálægt og saga þess- ara landa svo nátengd Ítalíu að varla er hægt að minnast á annað án þess að nefna hitt. Afríkumegin var Karþagó og veldi Púnverja þegar Rómverjar voru að rísa Ítalíumegin. Sikiley var aðalvígvöllurinn í fyrsta púnverska stríðinu sem fór fram á 3. öld fyrir krist. Á Rómartímanum varð Norður-Afríka hluti af Róm. Við sigur múslima í Norður-Afríku náðu þeir um tíma Sikiley og Möltu undir sig. Þeir réðu Sikiley í yfir tvö hundruð ár í kringum fyrsta árþúsundið. Allt fram á síðustu öld hafa mikil viðskipti í bland við átök ver- ið þarna yfir sundið. Ítalía réð allri Líbíu frá 1911- 1947. Á þeim tíma varð meira að segja til stór minni- hluti Ítala í landinu. Hann er afskaplega lítill í dag. En áhrif þeirra á byggingarsögu og bissness eru enn mikil. Viðskipti á milli landanna eru enn í dag mjög mikil. Sérstaklega hefur stærsta fyrirtæki Ítalíu, Fiat, haft sterk viðskiptatengsl við landið, en Fiat er einmitt eigandi knattspyrnufélagsins Juventus. Persónuleg vinátta hafði líka myndast milli Berlus- conis og Gaddafis. Í tíð Berlusconis stórjukust fjár- festingar Líbíu á Ítalíu. Á síðustu tveimur árum fjár- festi Líbýa fyrir yfir 40 milljarða dollara á Ítalíu. Þegar Gaddafi kom síðast í heimsókn til Ítalíu, í ágúst í fyrra, var honum fagnað eins og hetju. Hann var með hundrað úlfalda með sér og breytti Róm í sirkus í stuttri heimsókn sinni og sjónvarpsstöðv- arnar sýndu stanslaust myndir af fíflalátum einræð- isherrans. Tengsl Ítalíu og Líbíu Silvio Berlusconi átti erfitt með að gagnrýna mann- réttindabrot Gaddafis, enda mikið í húfi fyrir hann. Ý msar sögur eru að komast upp á yf- irborðið eftir fall einræðisherrans Gaddafis sem aðeins var pískrað um áður. John Foot hjá The New York Times gerði eina að umfjöllunarefni sínu í vik- unni, hina skemmtilegu sögu af syni Gaddafis, fótboltasnillingnum Al Saadi el-Gaddafi. Al Saadi var slíkt séní í knattspyrnu að hann spil- aði árum saman í A-deild ítölsku knattspyrn- unnar sem er ein sú allra sterkasta í heiminum. Hann var í heimsfrægum liðum eins og Juven- tus, Lazio og Perugia. Nú eru þær ásakanir að verða háværari að peningar einræðisstjórnarinnar í Líbíu hafi ver- ið notaðir til að búa til fótboltaferil hjá hæfi- leikalitlum syni Gaddafis. Líbía áhrifamikil á Ítalíu Tengslin á milli Ítalíu og Líbíu ná langt aftur en í áratugi á síðustu öld var Líbía nýlenda Ítalíu. Nú í seinni tíð hafa miklir peningar farið á milli landanna og þónokkuð af olíuauð Líbíu hefur verið notað í fjárfestingar á Ítalíu. Stærsta ítalska fyrirtækið, Fiat, hefur átt mikil viðskipti við Líbíu og fyrirtækið á einnig fótboltaliðið Ju- ventus. Gaddafi keypti á sínum tíma stóran hlut í fótboltaliðinu og er talið að hann eigi um 7% hlut í því. Vegna áhrifa Gaddafis í fótboltanum á Ítalíu var til dæmis ítalski meistaraleikurinn spilaður í Trípólí, höfuðborg Líbíu árið 2002. Meistaraleikur er þegar sigurvegarar bik- arkeppninnar keppa gegn sigurvegurum deild- arkeppninnar frá árinu áður. Fyndinn ferill Nú telja margir að aðalástæða fyrir súrreal- ískum ferli Al-Saadi Gaddafis í ítölsku knatt- spyrnunni sé einmitt þessi auðmagnsáhrif Líbíu á Ítalíu. Hann þótti víst ekkert sérstakur knatt- spyrnumaður en æfði með stórliðum ítölsku deildarinnar. En þótt stjórnir félaga og pólitík- usa gætu þvingað Al-Saadi inn í æfingahópinn og jafnvel alla leið á varamannabekkinn var ekki hægt að koma honum á völlinn gegn vilja þjálfaranna. En enginn af þjálfurum hans taldi hann eiga erindi í aðalliðið. Þrýstingurinn á þjálfara hans gekk svo langt að forsætisráðherra Ítalíu, Berlusconi, hringdi í þjálfara eins liðsins hans til að þrýsta á hann að setja son Gaddafis í aðalliðið. Aðferð Gaddafis var einföld, borga fótbolta- liðum pening til að hafa Al-Saadi í æfingaliðinu. En aðferðin gekk samt ágætlega upp enda náði þessi hæfileikalitli knattspyrnumaður að vera í æfingaliði með stærstu liðum Ítalíu. Líklega hefur hinn skapmikli eigandi Perugia, Luciano Gaucci, fengið stórar fúlgur frá Gaddafi því á meðan Al-Saadi var að æfa hjá þeim setti Gaucci mikla pressu á þjálfara liðsins að taka son Gad- dafis í liðið. Þjálfarinn, Serse Cosmi, barðist hart gegn því. Eigandinn fór jafnvel að ýta á það á opinberum vettvangi og Cosmi lét undan að hluta þegar hann hleypti honum inn á vara- mannabekkinn. En strax eftir þennan stórsigur Al-Saadi í knattspyrnunni, þegar hann komst með pólitískum þrýstingi á varamannabekkinn hjá Perugia fannst ólöglegt efni í blóði hans. Þá var hann, Cosmi til mikils léttis, dæmdur í leik- bann í þrjá mánuði án þess að hafa nokkurn tímann spilað eina einustu mínútu. Hápunktar ferilsins Menn töldu að þar með væri súrrealískum ferli þessa knattspyrnumanns lokið, en hann átti sínar stærstu stundir eftir. Topparnir á ferlinum hans voru tveir, annarsvegar árið 2003 og hins- vegar árið 2006. Fyrri toppnum var náð þegar hann var loksins settur inn á í leik Perugia gegn Juventus í heilar 15 mínútur. Þremur árum seinna fékk hann sitt annað tækifæri og var settur inn á í 11 mínútur í leik Udinese gegn Cagliari í síðasta leik ítölsku deildarinnar. Leik sem skipti engu máli fyrir hvorugt liðið. John Foot, sem er prófessor í ítalskri nútíma- sögu við háskóla í London, segir að ferill þessa sonar Gaddafís segi ekki aðeins mikið um Gad- dafi-fjölskylduna og Líbýu í stjórnartíð hennar heldur segi þetta ekki minna um spillinguna á Ítalíu. Það er með ólíkindum að ein besta deild heimsins í fótbolta láti undan pólitískum og peningalegum þrýstingi til að hjálpa við þann farsa að gera son Gaddafis að einhverjum knatt- spyrnumanni. Fótbolta- séní frá Líbíu Súrrealískur ferill Al Saadi Gaddafi Eftir stórsigra Al-Saadi Gaddafís í ítölsku knattspyrnunni var auðvelt fyrir hann að ná öruggu sæti í líbýska landsliðinu. EPA Vikuspegill Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er ekki nema eitt ár síðan einræð- isherrann Gaddafi kom til Rómar með hundrað úlfalda og bedúína. Honum var fagnað svo vel og innilega af Berlusconi að hann sendi 500 sætar fyrirsætur til að taka á móti ein- ræðisherranum, en það gerir Berlusconi aðeins fyrir þá vini sína sem hann metur mest. Í lok heimsókn- arinnar kyssti Berlus- coni hönd Gaddafis. Vinasam- bandið Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Leikhúshópur strákanna í Hagaskóla

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.