SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 23
11. september 2011 23 11. september. Dagsetningin ein segir sögu heils áratugar, hrottalegs hryðjuverks og breyttrar heimsmyndar. Þegar útsendarar Osamas bin Ladens og hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda gerðu árás á Bandaríkin 11. september 2001 nam heimurinn staðar. Hryðjuverkamönnum hafði tek- ist að fella Tvíburaturnana í New York, sem voru meðal hæstu bygginga heims og táknrænir fyrir efnahagsmátt Bandaríkjanna, og ráðast á varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna. Banda- ríska þjóðin var í losti og átti samúð heimsbyggðarinnar. Leikarinn Robert De Niro lýsir því svo í grein í Sunnudagsmogganum í dag að eftir árásina hafi sér liðið eins og ekkert af því, sem hann hafi gert um ævina, skipti máli. Það hefur örugglega átt við um fleiri. Yfirlýst markmið al-Qaeda var að koma höggi á Bandaríkin og knésetja þau. Eftir tíu ára hernað eru Bandaríkjamenn nálægt því að knésetja al-Qaeda og bin Laden er allur. En her- kostnaðurinn af baráttunni gegn hryðjuverkum hefur verið slíkur að færa má rök að því að bin Laden hafi að minnsta kosti að hluta tekist ætlunarverk sitt. Hernaðurinn í Afganistan og Írak hefur kostað Bandaríkin fjögur þúsund milljarða doll- ara samkvæmt úttekt, sem gerð hefur verið við Brown-háskóla. Það er um fjórðungur af ört vaxandi þjóðarskuldum Bandaríkjamanna, sem ört nálgast að verða jafnmiklar og þjóð- arframleiðsla þeirra. Ekkert hryðjuverk hefur verið framið í Bandaríkjunum síðan 11. september 2001. Al- Qaeda á í vök að verjast og á erfitt með að skipuleggja starfsemi sína. Sjálfstæðar einingar fremja hryðjuverk í nafni samtakanna, en vefur þeirra er ekki þéttriðinn. Málstaður þeirra, heilagt stríð gegn Bandaríkjunum og stofnun kalifats, veitir ungu fólki í arabaheiminum ekki innblástur. Þeim tekst ef til vill enn að laða til sín fólk, en þegar mótmælin, sem kölluð hafa verið arabíska vorið, hófust í byrjun árs mátti einu gilda um al-Qaeda. Fólk krafðist frelsis og mannréttinda og vildi vera laust undan oki einræðisherra, ekki skipta á þeim og hugmyndunum að baki hryðjuverkasamtaka bin Ladens. Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði einhvern tímann að frekar myndi hann kjósa óréttlæti og reglu, en réttlæti og glundroða. Í grein í Sunnu- dagsmogganum í dag segir Condoleezza Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að í sextíu ár hafi Bandaríkin sóst eftir stöðugleika á kostnað lýðræðis með því að styðja ógnarstjórnir og bætir við: „Við hefðum átt að vita betur.“ Þetta er kannski sá lærdómur, sem á að draga af hryðjuverkunum 11. september og at- burðunum í kjölfarið. Fórnarlömb hryðjuverkanna 11. september voru óbreyttir borgarar. Sama á við um þau hryðjuverk, sem síðan hafa verið framin um allan heim. Stríðin í Afgan- istan og Írak bitna einkum á saklausu fólki og líkurnar á því að uppskeran verði lýðræði verða að teljast litlar eins og staðan er nú. Condoleezza Rice segir að Bandaríkjamenn eigi ekki að unna sér hvíldar fyrr en fólk njóti frelsis um heim allan. Það mun ekki gerast án gagngerrar endurskoðunar á forsendum bandarískrar utanríkisstefnu, að hún taki málstað almennings, en ekki einræðisherra og harðstjóra og verði mótuð í anda þeirra hugsjóna sem hafðar voru að leiðarljósi við stofnun Bandaríkjanna. Þannig yrði minningu fórnarlambanna 11. september 2001 gert hátt undir höfði. „Við hefðum átt að vita betur“ „Ég myndi helst vilja hafa það sjálfan mig.“ Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu, spurður hvern hann vildi sem næsta þjálfara liðsins. „Ég held að Ólafur Ragnar Grímsson ætti bara að stíga skrefið til fulls og fara bara í framboð til þings.“ Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG vegna nýjustu ummæla forsetans um Ice- save-málið. „Góðir dómar eru alltaf vel þegnir, það er mun skemmtilegra en að fá lélega dóma. Um það get ég vitnað.“ Sigurjón Kjartansson liðs- maður hljómsveitarinnar HAM. „Elsku mamma, í vinnunni í dag var ég með punginn á ein- hverjum í andlitinu.“ Partur af svari leikkonunnar Kate Winslet þegar hún var spurð hvernig það væri að leika í nektaratriðum. „Ég lít svo á að búið sé að snúa sönnunarbyrð- inni við og hann eigi að sanna sakleysi sitt.“ Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde fyrir Landsdómi. „Í lýðræðisríkjum rata bókmenntir sínar eigin leiðir.“ Þýski rithöfundurinn Herta Müller við opnun Bókmenntahátíðar í Reykjavík. „Okkur finnst ekki gaman þegar fólk blót- ar.“ Vigdís Birna Grétarsdóttir, sem tók upp á því ásamt Andra Sveini bróður sínum að sekta fólk fyrir að blóta. „Haustið er æska vetr- arins.“ Bubbi Morthens á Snjáldrunni. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal svonefnda, það er samstarfsvettvang evru- ríkjanna með þátttöku leiðtoga þeirra. „Þessi þró- un vekur óhug hjá litlu aðildarríkjunum. Þetta snýst ekki aðeins um valdapólitík einstakra aðild- arlanda heldur allt samstarfið innan ESB. Því fleiri ákvarðanir sem eru teknar án þess að vísað sé til laga og sáttmála ESB því óskýrara verður ástand- ið,“ sagði Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finn- lands, á málþingi um framtíð Evrópu fyrr í vikunni en frá orðum hans er sagt á vefsíðunni hbl.fi 7. september. Forsætisráðherrann hélt uppi vörnum fyrir málflutning og málstað Finna á vettvangi ESB undanfarnar vikur þar sem þeir hafa barist fyrir sérstökum lánatryggingum gagnvart Grikkjum vegna nýs neyðarláns til þeirra og til bjargar evr- unni. Katainen gagnrýnir þá sem telja að ESB þróist í átt til sambandsríkis til varnar evrunni. Hann segir að þróunin sé í hina áttina. „Efasemdir hafa vakn- að um stöðu framkvæmdastjórnarinnar og sam- skiptaaðferðum hefur verið ýtt til hliðar,“ sagði hann. Forsætisráðherrann segir að ekki eigi að veita vandræða-ríkjum aðstoð nema í ýtrustu neyð. Hann sagðist ekki átta sig á málflutningi þeirra sem teldu að vandræði evrunnar þrýstu á breyt- ingar á ESB í átt til sambandsríkis. „Þeir sem styðja ekki neyðaraðstoð ESB ættu raunar að styðja Bandaríkin. Þau eru sambandsríki en seðlabanki Bandaríkjanna hefur ekki heimild til að veita einstökum ríkjum innan sambandsríkisins aðstoð,“ sagði Katainen á málþinginu.“ Síðustu orð forsætisráðherra Finna, sem þarna er vitnað til, eru dálítið sérstök, og raunar mjög eftirtektarverð vegna þess að sjálfur forseti Þýska- lands taldi sig ekki komast hjá því að minna á í ræðu að samkvæmt sáttmálum ESB (ígildi stjórn- arskrár) væri sambandinu beinlínis bannað að veita einstökum ríkjum fjárhagsaðstoð. Með öðr- um orðum jafn bannað og í Bandaríkjunum. Mun- urinn er sá að ESB virti bannið að vettugi, þegar því hentaði. Sólarlag við Gróttu. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.