SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 19
11. september 2011 19 grafa í rústunum þó að vonin um að finna einhverja á lífi færi þverrandi með hverri klukkustundinni. Enginn okkar vildi gefast upp fyrr en í fulla hnefana en að lokum var okkur öllum skipað að yfirgefa svæðið þar sem talin var hætta á að önnur bygging myndi hrynja, og segja má að vonarneistinn hafi horfið á því augnabliki. Það var síðan mörgum vikum síðar að ég komst að því að einn vinur minn, slökkviliðsmaður hjá FDNY, hafði látist þeg- ar syðri turninn féll.“ Áhrifavaldur um ókomna tíð Lengi vel forðaðist Gunnlaugur þessa dagsetningu og hina árlegu umfjöllun um 11. september 2001, því í hvert sinn vakti umtalið hræðilegar minningar sem hann hélt að myndu dofna með tímanum en Gunnlaugur segir: „Að grafa í rústunum með slökkviliðsmönnunum, oft í gegn- um snúna stálbita og eitraða ösku, einungis til að finna lík saklausra einstaklinga og líkamsparta, var svo hrikaleg lífsreynsla að ég get enn í dag endurleikið í huga mínum næstum hvert andartak og handtak sem ég tók á Ground Zero. Enn sitja í mér allir björgunarmennirnir, gjör- eyðileggingin og sérstaklega nályktin sem ríkti yfir öllu svæðinu. Ef eitthvað er hefur þessi átakanlega lífsreynsla fest dýpri rætur hjá mér með hverju ári. Í ljósi þess að áratugur er nú liðinn ákvað ég að horfast beint í augu við þessa lífsreynslu til að reyna að loka þessum kafla í lífinu en ég sé nú að þetta var svo átakanleg lífsreynsla að hún mun hafa áhrif á mig um ókomna tíð. Á hinn bóginn, eft- ir því sem tíminn hefur liðið, sé ég einnig skýrar að þrátt fyrir þessa erfiðustu lífsreynslu mína þá komum við allir saman, ólíkir björgunarmenn, og neituðum að gefast upp þótt vonin væri af skornum skammti. Á meðan lítill von- arneisti var enn í brjósti okkar börðumst við áfram þrátt fyrir þreytu, streitu, líkamlega eða andlega uppgjöf. Af þessari lífsreynslu hef ég því dregið þann lærdóm að sama í hvaða ógöngum maður lendir þá verður maður ávallt að halda í vonina eins lengi og hægt er.“ gera en ég ætla bara að koma mér heim að ríða, ríða og ríða meira,“ og margir hlógu með henni,“ segir Páll Ásgeir. Hann segir að næstu daga hafi allir legið yfir fréttum og það var talað mikið saman á götunum og alls staðar þar sem fólk hittist og var saman. Páll segir að þótt það hafi verið óhugnanlegt að sjá flugvélarnar fljúga á turnana hafi honum fundist verst að sjá fólk kasta sér út úr turnunum. „Í fyrsta lagi höfðum við öll farið þarna upp og ég var þarna efst í turninum bara nokkrum vikum áður en árásin var gerð. Þarna voru líka voðalega flottar lögmannsstofur sem maður hafði horft löngunaraugum til og hafði hugsað sér að reyna að komast inn á þegar maður væri útskrifaður. Þann- ig að manneskjurnar sem maður sá hoppa út um gluggann voru hluti af þessu mengi sem maður var að tengjast inn í. Það gerði þetta enn sterkara,“ segir Páll Ásgeir. borkur@mbl.is 2 km 50 m LaGuardia- flugvöllur Central Park N.J. Ground Zero New York MANHATTAN Heimildir: Lower Manhattan Development Corp., Silverstein Properties Enduruppbygging á Ground Zero Reiknað er með að nýja byggingarsamstæðan sem kemur í staðinn fyrir World Trade Center sem eyðilagðist í árásunum 11. september 2001 verði opnuð í áföngum árið 2013. Frelsisturninn (Freedom Tower) Arkitektar: Skidmore, Owings og Merrill. Hinn skrautlegi og táknræni turn er sagður háreistur virðingarvottur við frelsið. Gjörninga- listasafn Turn 4 Arkitekt: Fumihiko Maki Reiknað er með að turnar tvö, þrjú og fjögur verði kláraðir árið 2015. Turn 2 Arkitekt: Norman Foster 541m 7 World Trade Centre Var opnaður í maí 2006 Frelsis- garðurinn No rðu r WEST STREET WTC 2 Fótspor WTC 1 Fótspor Sýningar- skáli WTC Samgöngu- miðja Turn 3 Arkitekt: Richard Rogers Mastrið á að minna á kyndil Frelsisstyttunnar og mun gefa frá sér ljós sem nýr kyndilberi frelsis. Útsýnispallur með málm- og glerhandriði. Þar má sjá merkingar hvar turninn er í 415 og 417 metra hæð, en það var hæð Tvíburaturnanna. Almenningsforsalur styrktur með ryðfríu stáli og títani til að auka öryggi. Gert er ráð fyrir verklokum 2013 WTC minnisvarði Á torginu verða 400 eikartré og skildir með nöfnum fórnarlamba árásarinnar 11. september. WTC-safnið Opnað í september árið 2012. Hryðjuverkaárásirnar á New York og Washington 11. september 2001 snertu alla og ekki einvörðungu okkur, velunnara þessara góðu borga. Þá var forsíðuyfirskriftin í Le Monde: „Nous sommes tous Américains“ – Við erum öll Ameríkumenn. Árásirnar urðu tilefni fullrar samstöðu og samúðar gagnvart Bandaríkjunum af félagsríkjum þeirra í NATO, með vísan til sjálfrar V. greinar Atlantshafssáttmálans um að árás á einn sé árás á alla. En síðan tekur við umdeildur stríðsrekstur í Írak og Afganistan og hætta á að leiðir skilji þótt hryðjuverkaógninni linni ekki. Á þeim tímum sem fara í hönd er brýn þörf á náinni samvinnu Evrópu og Bandaríkjanna í öryggis- og varnarmálum þótt ekki sé um að ræða hina fyrri ógn, vopn- aða innrás. Hættan á hryðjuverkum kallar sem aldrei fyrr á samvinnu. Sameiginlegar varnir, sérstaklega á vegum NATO, sem reynst hafa vel, eiga fyrir höndum breytt hlutverk. Stækkun NATO ætti ekki að vara lokið og nauðsyn ber til að auka samvinn- una við Rússland. Staðan áratug eftir árásina á tvíburaturnana er vissulega ekki sú að ríkin ein síns liðs beiti hernaðarmætti sínum í varnarskyni. Einar Benediktsson „Nous sommes tous Américains“ É g minnist þess vel hvar ég var staddur þegar ég heyrði um árásina á New York og Washington 11. september 2001. Ég sat í bíl í Lækj- argötunni á leið frá Alþingishúsinu í menntamálaráðuneytið. Mér varð strax hugsað til dóttur minnar og fjölskyldu hennar sem bjó þá á miðri Manhattan-eyju. Fljótlega tókst að ná símasambandi og sann- reyna að ekkert amaði að henni, ungum syni hennar og eiginmanni. Nokkrum árum síðar, vorið 2004, fór ég til Wash- ington sem dómsmálaráðherra og heimsótti þá ýmsar bandarískar öryggisstofnanir, meðal annars heima- varnaráðuneytið sem stofnað var til að skapa umgjörð um allt borgaralegt öryggiskerfi Bandaríkjanna. Í ljós hafði komið að með betri samhæfingu og miðlun upp- lýsinga milli stofnana hefði mátt álykta á skarpari hátt en gert var að hætta stafaði af þeim sem síðan réðust á Tvíburaturnana í New York og varnarmálaráðuneytið í Washington. Sem dómsmálaráðherra heimsótti ég einnig örygg- isstofnanir í Noregi, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi auk þess að kynna mér Europol í Hol- landi og öryggismiðstöð ESB í Brussel. Er með ólík- indum hvílík áhrif árásin 11. september 2001 hafði á allt skipulag borgaralegra öryggismála á Vesturlöndum og eflingu öryggis- og leyniþjónustu af öllu tagi. Hvar- vetna þar sem ég kom sögðu menn frá dæmum um að þessar forvarnir hefðu skilað árangri. Samhliða þessu hafa verið háðar mannskæðar styrjaldir í Afganistan og Írak sem má rekja til 11. september 2001, þó sérstaklega átökin við talibana og al-Kaída í Afganistan. Talibanar stjórna ekki lengur Afganistan og al-Kaída er svipur hjá sjón. Hér á landi hefur fjölmörgum lögum verið breytt til að bregðast við nýjum alþjóðlegum kröfum sem miða að því að halda hryðjuverkamönnum í skefjum. Örygg- isgæsla á flugvöllum og við hafnir er meiri en áður. Því miður hefur lögregla ekki fengið forvirkar rannsókn- arheimildir. Skortur á þeim stangast á við öll viðbrögð í nágrannalöndunum og kann að skapa hættulegum öfl- um skjól í heimi án landamæra. Eftir árásina 2001 spáðu ýmsir að í kjölfarið sigldi spenna og óvild í samskiptum Vesturlanda og ríkja múslíma. Þróunin hefur sem betur fer orðið önnur þótt enginn viti enn hvert „arabavorið“ sem nú ríkir í Norð- ur-Afríku leiðir. Til þess er að minnsta kosti ekki stofn- að af óvild í garð Vesturlanda heldur í þágu lýðræðis gegn einræði. Löngum hefur verið sagt að lýðræðisríki ráðist ekki hvert gegn öðru. Þess vegna ætti að vera ástæða til bjartsýni um friðsamlegra andrúmsloft í okkar heims- hluta og þar með minna leynilegt eftirlit og örygg- isráðstafanir. Hin varanlega arfleifð árásanna 11. sept- ember 2001 í frjálsum og opnum þjóðfélögum kann þó að verða minna persónulegt svigrúm og þar með skerð- ing mannréttinda vegna hvers kyns opinbers eftirlits. Varanleg áhrif árásanna 11. september Björn Bjarnason

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.