SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 37
11. september 2011 37
stýrir, mér er ekki leyft að koma fram í
ríkissjónvarpinu þótt ég hafi verið hluti af
byltingunni.“
Það er ekki bara reynslan í Egyptalandi
að þeim, sem leiða byltingar, verði síðan
ýtt til hliðar þegar valdhafarnir reyna að
halda sínu.
„Við vorum 20 milljónir manna, meðal
annars á Tahrir-torgi, og höfðum engin
völd nema samstöðuna,“ segir hún.
„Þannig sigruðum við, með því að 20
milljónir af 85 milljón íbúum sneru bök-
um saman. Þegar við stóðum saman los-
uðum við okkur við Mubarak. En nú er
verið að sundra okkur vegna þess að við
fórum heim.“
Saadawi telur hins vegar að ekki sé öll
nótt úti enn. „Það verður önnur bylting,“
segir hún. „Við ætlum ekki að fara að sofa
vegna þess að þá munu þeir drepa okkur.“
Saadawi lýsir því hvernig herinn hefur
dregið þúsundir manna, sem tóku þátt í
mótmælunum, fyrir dóm. „Mubarak er
frammi fyrir venjulegum dómstólum,
ekki herrétti. En uppreisnarmennirnir
voru dregnir fyrir herrétt og hann er
hræðilegur. Menn geta verið dæmdir
svikarar fyrir að fara á Tahrir-torg. Hægt
væri að saka mig um hvað sem er og taka
mig af lífi eða setja í fangelsi fyrir lífstíð.
Þess vegna var Mubarak ekki dreginn fyrir
herrétt. Hann yrði hengdur fyrir glæpi
sína.“
Mistök mótmælenda
Saadawi segir að mótmælendur hafi gert
reginmistök þegar Mubarak fór frá. „Þeg-
ar ég var á Tahrir-torgi var ég með þeim
elstu,“ segir hún. „En flestir voru á fer-
tugs- og fimmtugsaldri. Við ákváðum að
skipa byltingarráð til að stjórna landinu,
en lukum ekki verkinu vegna gleðinnar,
sem braust út þegar Mubarak sagði af sér.
Mubarak beitti einnig bragði þegar honum
var komið frá þegar hann skipaði að æðsta
ráð heraflans skyldi koma í sinn stað.
Hvernig getur sá, sem byltingin flæmir frá
völdum ákveðið hver eigi að stjórna land-
inu? Hvers vegna sættum við okkur við
það? Þetta voru okkar mistök. Bylting-
arráðið hefði átt að skipa bráðabirgða-
stjórnina, ekki ríkisstjórnin.“
Hún segir að nú sé verið að skapa
sundrungu með þjóðinni. „Fólk segir að
herinn sé góður og það er rétt. Herinn á
sér góða sögu. Hann studdi byltinguna
1952 gegn kónginum. Hann studdi okkur
gegn Mubarak. Sjáðu Líbíu og Sýrland,“
segir hún.
Í Líbíu hefur herinn varið Gaddafi og í
Sýrlandi hefur hernum verið óspart beitt
gegn mótmælendum. „Egyptaland líkist
hvorugu landinu vegna þess að herinn
studdi ekki Mubarak.“
Fyrir einni öld var mikill uppgangur í
Egyptalandi. Múslímaleiðtogar voru ekki
bókstafstrúar, horfðu til Evrópu og
reyndu að sætta trúarbrögðin við nýja
tíma. Hvernig sér hún þróunina fyrir sér í
Egyptalandi núna?
„Múslímska bræðralagið er mjög
hræsnisfullt,“ segir hún. „Ég þekki þá.
Þegar ég var í læknisfræði á sjötta áratug
tuttugustu aldar, rétt fyrir byltinguna í
júlí 1952 voru margir hópar í háskólanum,
múslímska bræðralagið, kommúnistar,
frjálslyndir. Múslímska bræðralagið var
verst og lék ljótan leik. Það gera þeir enn,
þeir eru að semja við bandarísk stjórnvöld
gegn fólkinu. Ég er ekki að segja að
kommúnistarnir séu betri, þeir eru líka að
leika sinn leik í Egyptalandi og vinna með
bræðralaginu gegn fólkinu. Hvað á ég að
segja, stjórnmál eru ekki fallegur leikur.“
Bakslag gegn konum
Konur voru áberandi á Tahrir-torgi í jan-
úar, en nú hefur staðan breyst.
„Konum hefur ekki bara verið ýtt til
hliðar,“ segir Saadawi. „Það er komið
bakslag gegn konum. Því er eins farið með
ungt fólk í hernum og ungu fólki í músl-
ímska bræðralaginu að það er betra en
foringjar þeirra. Leiðtogarnir eru slæmir
þannig að ég skil á milli ungra yfirmanna í
hernum og æðsta ráðsins og Tantawis.“
Hún segir að þáttaskil hafi orðið þegar
fagna átti kvennadeginum áttunda mars.
„Við skipulögðum fund á Tahrir-torgi
og það var ráðist á okkur,“ segir hún. „Þar
fóru fyrir lögreglan, bullur Mubaraks og
herinn. Það var ráðist á konur og veist að
þeim á Tahrir-torgi. Æðsta ráðið lét taka
konur, sem voru á torginu, og athuga
hvort þær væru hreinar meyjar. Þú getur
ekki ímyndað þér niðurlæginguna fyrir
konurnar. Svo var okkur skipað að fara
heim. Áttunda mars hófst bakslagið gegn
konum og stendur nú yfir.“
Öxull Bandaríkjamanna, Ísraela og Sáda
Saadawi segist hafa skrifað grein um þetta
mál þar sem hún fjallar um hvað hafi búið
að baki. „Sádi-Arabía borgaði meira en
fimm milljarða dollara til mesta bókstafs-
trúarhópsins, salafistanna. Þeir eru hlið-
stæðir við wahabistana í Sádi-Arabíu og
Sádar ekkert annað en framlenging
Bandaríkjanna. Við köllum Saudi-Arabíu
51. ríkið. Þessir hópar eru á móti konum.
Nú vilja þeir ræna okkur því sem við höf-
um áorkað, taka það litla sem við höfum
sótt. Og nú erum við að endurreisa
Egypska kvennasambandið, sem Suzanne
Mubarak, eiginkona Hosnis Mubaraks,
bannaði á sínum tíma vegna þess að hún
vildi vera drottning, og þess vegna ætti ég
ekki að vera hér, heldur í Egyptalandi.“
Ritskoðuð vegna gagnrýni
Saadawi hefur gagnrýnt bandarísk stjórn-
völd eftir byltinguna í Egyptalandi og
einnig farið hörðum orðum um fjölmiðla á
Vesturlöndum.
„Ég skipti heiminum ekki í austur og
vestur,“ segir hún. „Ég hef kennt við
marga háskóla í Bandaríkjunum og þar
eru margir prófessorar og námsmenn sem
styðja okkur. Við skulum tala um Banda-
ríkjastjórn. Það eru einnig bylting-
arkenndir fjölmiðlar í Bandaríkjunum, en
hinir „opinberu“ fjölmiðlar eru á móti
okkur, til dæmis The New York Times og
CNN.“
Hún segir að þessir fjölmiðlar hafi rit-
skoðað hana. „Þeir ritskoða alla and-
ófshöfunda, sérstaklega þá sem hafa verið
gagnrýnir í garð ísraelskra og bandarískra
stjórnvalda. Ýmist sleppa þeir öllu sem ég
hef að segja eða þeir taka ummæli úr sam-
hengi þannig að það kemur út eins og hið
gagnstæða við það sem ég vildi sagt hafa.“
Hún tekur fréttakonuna Christiane
Amanpour hjá bandarísku sjónvarpsstöð-
inni ABC sem dæmi. „Hún bauð mér til
Washington og aflýsti síðan fyrirlestr-
inum,“ segir hún. „Ástæðan var sú að ég
sagði að George Bush og Osama bin Laden
væru tvíburar.“ Hún þagnar, bíður eitt
augnablik eftir viðbrögðum, en spyr svo
sjálf: „Hvernig þá? Hver studdi bin Laden?
Hver bjó al-Qaeda til? Bandarísk stjórn-
völd vegna þess að þau vildu berjast við
Sovétríkin og kommúnista í Afganistan.
Þau studdu bin Laden og hann bjó al-
Qaeda til í því skyni að berjast gegn Sov-
étríkjunum. Þá unnu þeir saman. Sama á
við um Anwar Sadat og Hosni Mubarak.
Þeir unnu með múslímska bræðralaginu
og salafistum gegn okkur. Múslímska
bræðralagið er nú að semja við Obama og
Hillary Clinton. Við getum ekki talað um
vestrið gegn íslam, það stenst ekki.
Obama vinnur með Saudi-Arabíu. Ég get
ekki lýst því þannig að vestrið standi gegn
austri.“
Saadawi segir að annað búi að baki
valdatafli alþjóðastjórnmála en árekstrar
menningarheima.
„Valdataflið snýst um peninga, kapítal-
ismann, hinn svokallaða frjálsa markað,“
segir hún. „Það er olían, gróðinn, landið í
Palestínu. Þetta kemur trú ekkert við,
hvorki kristni, íslam né gyðingdómi. Þeir
nota gyðingdóm og íslam til að taka land
og olíu og ná í fjárhagslegan ávinning. Það
er vandinn.“
Hræsni sem snýst um að deila og drottna
Saadawi segist líta á heiminn í heild sinni.
Hún sé fyrst og fremst rithöfundur, en
geti ekki skilið í sundur listina og vísindin,
bókmenntirnar og læknisfræðina, stjórn-
málin og trúna.
„Það er deigla sköpunarinnar,“ segir
hún. „Þegar ég skrifa skáldsögu er þetta
allt í skrokknum á mér. Ég hef hitt rithöf-
unda sem segjast vera ópólitískir og skrifa
bara skáldskap. Ég skil ekki á milli skáld-
skapar og staðreynda eða á milli hugans
og sálarinnar og líkamans. Ég er skurð-
læknir, þannig byrjaði ég og ég skar upp.
Ég veit að menn greina að líkamann, heil-
ann og sálina. Það er hræsni, sem snýst
um að deila og drottna og þar með veikja
þig. Mitt verk snýst um að gera menn
heila og gera samfélagið heilt. Um það
snýst starf mitt, að vinda ofan af sundr-
ungu, og trúin er mjög gott vopn til að
deila, til að sundra fólki. Um þessar
mundir þjáumst við vegna trúarlegs
ágreinings og deilna í Egyptalandi.“
Saadawi segir að nú eigi sér stað sama
barátta í arabaheiminum og þegar barist
var gegn valdi kirkjunnar í Evrópu.
„Kirkjan stjórnaði Evrópu, þegar ég
kom hingað til Reykjavíkur sá ég þessa
stóru kirkju,“ segir hún. „Þið náðuð ykk-
ar ætlunarverki í Evrópu, en það kostaði
blóð. En stjórnvaldið er þó ekki með öllu
veraldlegt í Evrópu. Kristni er enn í
stjórnmálum í Evrópu, en í miklu minna
mæli en okkar trú í arabalöndunum og
það mun kosta blóð.“
Uppgjör við íslam
Hún nefnir Saudi-Arabíu. „Saudi-Arabía
er enn valdamikil,“ segir hún. „Fólkið í
Saudi-Arabíu er í uppreisn, en það kemur
ekki fram í fjölmiðlum. Það er falið. En
fólk í öllum arabalöndunum mun meira
eða minna ýta á að það fari eins og í Evr-
ópu – ég er ekki að segja að sagan end-
urtaki sig í einu og öllu – og skilið verði á
milli guðs, peninga og valda, skilið milli
trúarbragða og stjórnmála og ríksins. Um
það snúast átökin og þau eru erfið. Í Evr-
ópu voru til dæmis ekki nýlenduveldi að
reyna að hafa áhrif á baráttuna. Hver
reynir nú að stöðva okkur? Bandaríska
heimsveldið, Evrópusambandið og Ísrael
ásamt Saudi-Arabíu. Utanaðkomandi öfl
berjast gegn arabíska vorinu.“
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egypta-
lands, var fluttur á börum til réttarhalda
sinna á miðvikudag.
Mohamed Tantawi (t.h.), marskálkur og yfirmaður æðsta ráðs heraflans, á fundi með
Mahmoud Jibril, leiðtoga bráðabirgðaráðs uppreisnarmanna í Líbíu, í lok ágúst. Tantawi fer
nú með völdin í Egyptalandi. Hann var í tuttugu ár náinn samstarfsmaður Hosnis Mubaraks.
’
Það er olían,
gróðinn, landið
í Palestínu. Þetta
kemur trú ekkert við,
hvorki kristni, íslam
né gyðingdómi.
Egypskur klifrari, Ahmed al-Shahat, veifar egypska fánanum ofan á ljósastaur á mótmæla-
fundi á Tahrir-torgi í lok júlí. Reiði almennings í garð stjórnar Hosnis Mubaraks braust út á
torginu í janúar og hraktist hann frá völdum. Nawal Al Saadawi mótmælti daglega á torginu.
Reuters