SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 32
32 11. september 2011 Reykjalundi en fyrir ári lenti ég aftur í krísu. Þurfti að fara inn á deild og endur- skoða hug minn. Ég hafði verið í góðum bata en varð að átta mig á því hvers vegna ég fór aftur svona langt niður. Ég hafði farið aftur í skólann, gekk vel og gerði allt sem mér var sagt að gera.“ Þarna áttaði Elín sig á því að hún hafði einmitt gert allt sem henni var sagt að gera; ekki það sem hún væri sjálf ákveðin í að gera. Að lifa og gera það almennilega „Ég varð að taka þá ákvörðun að ég vildi lifa! Ég hafði ákveðið að taka ekki eigið líf en ekki ákveðið almennilega að lifa líf- inu. Ég gerði það en það kom mér á óvart hve það var erfitt. Ég talaði við sálfræð- inginn minn og þurfti að segja það upp- hátt við hana að ég ætlaði að lifa lífinu. Og þá hugsaði ég með mér að fyrst ég ætlaði að lifa lífinu ætti ég að gera það vel! Við það breyttist allt, ég var komin með framtíðarsýn og fór eiginlega að blómstra.“ Nú er Elín Ósk aftur komin á skóla- bekk, er í meistaranámi í umhverf- isverkfræði í Háskóla Íslands. Hún þakk- ar fyrir að hún skyldi þrátt fyrir allt ekki hætta alveg í skólanum á sínum tíma. „Ég fór niður í eitt fag á önn en var svo heppin að bæði fjölskyldan og þeir með- ferðaraðilar sem ég var hjá, þrýstu mjög á mig að detta ekki alveg út úr skólanum. Það var mér mikils virði að skynja að aðrir höfðu trú á mér þó að ég hefði það ekki sjálf og það að missa ekki alveg tengslin við skólann hjálpaði mér mjög. Jafnvel þótt ég mætti stundum ekki í marga daga var betra að minnka við mig en hætta alveg.“ E lín Ósk Reynisdóttir hefur nokkrum sinnum reynt að svipta sig lífi. Fyrst fyrir um það bil áratug, þegar hún var 18 ára og í kjölfar þess gerði hún fleiri til- raunir. Nú líður henni hins vegar vel; hún segist blómstra. „Ég hef alltaf verið feimin og lokuð. Eitthvað gerðist haustið þegar ég varð 18 ára en ég veit ekki almennilega hvað. Mér gekk samt alltaf mjög vel í skóla en svaf orðið lítið og illa. Þær nætur sem ég gat ekki sofið var ég mjög eirðarlaus, gekk þá stundum um Kópavoginn og hugsaði um leiðir til þess að ég gæti end- að þetta. Ég hætti að geta borðað, hvat- vísin jókst mjög og örvæntingin varð mikil.“ Móðir Elínar Óskar skynjaði að ekki var allt með felldu og fékk dóttur sína til þess að fara til geðlæknis. „Ég var sett á lyf en það reyndist ekki nóg því ég gat ekki opnað mig og talað við lækninn. Stuttu síðar reyndi ég aftur að taka líf mitt, með því að gleypa öll lyfin sem ég hafði fengið.“ Hafði enga framtíðarsýn Í þetta fyrsta skipti áttaði sig enginn á því hvers kyns var. Þunglyndislyfin höfðu engin áhrif. „Í næsta skipti komu for- eldrar mínir að mér, fóru með mig upp á bráðamóttöku og í kjölfarið var ég lögð inn á geðdeild.“ Lengi vel gat Elín ekki slitið sig frá áð- urnefndum hugsunum og segist hafa átt erfitt með að fara í meðferð. „Ég stefndi allan tímann á dauðann en ekki á lífið. Hafði enga framtíðarsýn, hafði enga von. Svo breyttist það eftir að ég fékk mjög góða hjálp á bæði Landspítalanum og Hún segist gríðarlega ánægð með að vera komin aftur á fulla ferð í skólanum. „Það er rosalega mikilvægt að einangra sig ekki; að halda sambandi við fólk og hafa einhvern sem maður getur talað við. Og þó maður geti ekki alltaf talað er mikilvægt að vera innan um fólk eins mikið og maður getur. Það gefur von og það er mjög mikilvægt að halda í hana. Stundum þarf maður meira að segja að fá lánaða von hjá öðrum ef maður hefur hana ekki sjálfur. Hjá fjölskyldu- meðlimum eða vinum. Það er einmitt mjög mikilvægt að aðstandendur gefi von. Fólkið mitt hefði getað gefist upp á mér en gerði það ekki og fyrir það er ég þakklát í dag. Áður þurfti ég oft að fá vonina að láni en nú á ég hana sjálf.“ Elín rifjar upp að barn hafi hún oft óskað þess heitt að geta látið sig hverfa; að hún gæti farið eitthvert langt í burtu. Inn í einhvern draumaheim. „Síðar bjó ég mér til aðra heima í huganum og þeg- ar ég varð eldri breyttust þessar hugsanir þannig að ég vildi deyja.“ Nauðsynlegt að geta tjáð sig Hún svarar játandi þegar spurt er hvort hún hafi hugsað á þann veg að það yrði í raun gott fyrir ættingjana að losna við hana. „Ég vildi ekki að fjölskyldan hefði áhyggjur af mér og að lífið yrði betra fyr- ir hana ef ég færi. Stundum var ég í sæmilegu ástandi og hugsaði rökrétt og fékk staðist þessar hugsanir, en þegar ég var vansvefta jókst hvatvísin og þá kom fyrir að ég gat ekki staðist þær og reyndi að taka líf mitt.“ Elín Ósk hefur mikið starfað með fé- lagsskapnum Hugarafli, sem stofnaður var 2003 af fagfólki og notendum í bata, sem átt höfðu við geðræna erfiðleika að stríða. Hún hefur einnig tekið þátt í starfi Unghuga, hóps ungs fólks innan Hugar- Það verður að fá lánaða von ef maður á hana ekki sjálfur „Símtölin sem okkur berast eru misjafnlega alvarleg. Stundum hringir fólk með sjálfsvígshugsanir en stundum eru símtölin mun alvarlegri en það,“ segir Karen Theodórsdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. „Við hjá Hjálparsímanum veitum virka hlustun, sem er að mínu mati úr- ræði sem gagnast mörgum mjög vel; það að á fólk sé hlustað og að það fái upplýsingar um þau úrræði sem eru í boði. Að geta tjáð sig í svona símtali er mörgum mjög gagnlegt fyrsta skref.“ Karen segir að í sumum tilvikum geti starfsmenn Hjálparsímans fylgst með fólki sem þangað hefur hringt því það láti vita hvernig gengur. „Það er ofboðslega ánægjulegt. Við erum að segja fólki satt, að hlutirnir geti orðið betri og það styrkir okkur enn frekar þegar við fáum að heyra frá fyrstu hendi að fólk sé komið í góð mál.“ Svarað er í Hjálparsímann allan sólarhringinn, af starfsfólki Rauða kross- ins eða sjálfboðaliðum. Þangað hringdu alls 287 í fyrra og í ár hafa þegar 176 hringt í númerið 1717. „Við veltum því auðvitað fyrir okkur hvers vegna svo mikið er hringt og ósjálfrátt tengir maður fjölda hringinga við hrunið, sérstaklega í ljósi þess að flest símtölin árið 2008 fengum við á haustmánuðum. En við getum ekki fullyrt um slíka tengingu, á bak við hana er engin rannsókn. En manni dettur það helst í hug.“ Gagnlegt fyrsta skref fyrir marga Samanburður á sjálfsvígssímtölum Eigið sjálfsvíg Sjálfsvíg annarra 300 250 200 150 100 50 0 2010200920082007 2011 Alls 228 Alls 280 Alls 179 Alls 287 Alls 176 (janúar- ágúst) 67 161 79 201 45 134 77 210 26 150

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.