SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 29
11. september 2011 29 Skar og skarkali | 5 Þorgrímur Kári Snævarr ekki verið hlutverk rektors að segja að þar hafi einn rétt fyrir sér og annar ekki.“ En er ekki oft ætlast til þess að þú gerir það? „Stundum er ætlast til þess. Mitt svar við því er þetta: Fólk hefur tjáningarfrelsi. Há- skólamenn hafa verið hvattir til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni og gera það í eigin nafni. Ef einhver er ósammála er um að gera að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þannig geta farið fram eðlileg skoðanaskipti.“ Sterk bein og vinnuþrek Háskólinn útskrifar fjölda doktora á hverju ári. Er of auðvelt að verða doktor á Íslandi og er Háskólinn hugsanlega að fjöldaframleiða doktora? „Nei þvert á móti er það erfitt. Bæði inn- lendar og erlendar úttektir sýna að miðað við stærð skólans sem rannsóknarháskóla er fjöldi útskrifaðra doktorsnema lítill. Lönd í kringum okkur eru hlutfallslega að útskrifa miklu fleiri doktora vegna þess að atvinnulífið kallar eftir starfsfólki með slíka þjálfun. Af Norðurlandaþjóðunum útskrifa Svíþjóð og Finnland flesta doktora og Danmörk og Noregur hafa sett sér markmið um að ná hlutfallslega sama fjölda. Háskóli Íslands er ennþá langt á eft- ir en doktorsnemum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Við gerum strangar kröfur um það hvernig nemandi í dokt- orsnámi hefur staðið sig í fyrra námi, miklar kröfur til leiðbeinanda og til þess hverjir eru andmælendur við doktors- varnir. Mikið er í húfi að við stöndum vörð um gæði til að tryggja að doktorsgráða frá Háskóla Íslands njóti virðingar hvarvetna og standist alþjóðlegan samanburð um gæði.“ Heldurðu að það skipti máli að rektor Háskólans er kona? „Að konur séu kosnar til rektors, deild- arforseta eða annarra trúnaðarstarfa gefur til kynna að þær njóti virðingar fyrir störf sín, og er því ákveðinn mælikvarði á jafn- réttisviðhorf. Fyrir skólann sjálfan er mik- ilvægast að sá sem gegnir rektorsembætti sé víðsýnn, hafi skilning á mikilvægi ólíkra fræðigreina og haldi sig við skýr markmið, sem samþykkt hafa verið af há- skólasamfélaginu. Sterk bein og vinnu- þrek hafa líka mikið að segja. Þessa eig- inleika geta bæði konur og karlar haft, en það sem mestu skiptir er að bæði kyn komi að verkefnum og vinni vel saman.“ Er starf háskólarektors eins og þú bjóst við þegar þú tókst við því? „Þetta er miklu víðfeðmara starf en ég bjóst við, og í raun mun erfiðara, ekki síst eftir kreppuna. Skólinn hefur stækkað mikið á þessum árum og nemendum hefur fjölgað mikið. Við viljum styrkja tengsl við atvinnulífið, skólakerfið og almenning í landinu, auk þess sem við höfum styrkt alþjóðleg tengsl verulega. Ég hef lært mik- ið eftir að vera kosin í stjórn Samtaka evr- ópskra háskóla og það styrkir mig óneit- anlega í mínu starfi. Starfið er gífurlega áhugavert og lærdómsríkt en því fylgir mikil ábyrgð, því hér eru 14.000 nem- endur og 2.000 starfsmenn. Við finnum öll fyrir auknu álagi og ég er tilbúin að vinna eins og þarf meðan ég er í þessu starfi.“ Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu starfi? „Rektor má lengst sitja tvö kjörtímabil. Ég má því vera fjögur ár í viðbót.“ Ertu farin að hugsa um hvað þú ætlar svo að gera? „Já, ég hugsa oft um það. Ég á mér mörg hugðarefni og margt sem mig langar til að gera þegar þessu starfi lýkur. Ég vona að ég haldi þeirri starfsorku sem ég hef í dag því mig langar til að vinna að uppbygg- ingu á ýmsum sviðum. Mig langar líka til að skrifa um lyfjafræðileg málefni, menntamál og fleira og hef mikinn áhuga á að geta ræktað matjurtir og aðrar nytja- plöntur. Ég er sannfærð um að við Íslend- ingar getum ræktað miklu fleiri tegundir en við gerum í dag, bæði í gróðurhúsum og undir berum himni. Ég sé því framtíð- ina með plóg og penna í Þverárhlíð í Borg- arfirði.“ Kristín Ingólfsdóttir: Að konur séu kosnar til rektors, deildarforseta eða annarra trúnaðarstarfa, gefur til kynna að þær njóti virðingar fyrir störf sín, og er því ákveðinn mælikvarði á jafnréttisviðhorf. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.