SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 34
34 11. september 2011 Bókmenntahátíð Þ egar Maó ferðaðist um sveitir Kína baðaði hann sig í stórfljót- unum. Lífverðirnir urðu að fylgja honum í djúpan ólgandi strauminn. Þeir voru hræddari um að Maó myndi drukkna en þeir sjálfir. Því drukknun hans hefði þýtt pyntingar og aftöku. Eigin drukknun hefði nánast ver- ið mannúðlegur dauðdagi í þeim sam- anburði. Þegar Erich Honecker hélt til veiða studdi hann riffilskeftinu ávallt við öxl sama lífvarðar. Þegar lífvörðurinn var orðinn heyrnarlaus af völdum skothvella gaf Honecker honum vestrænt heyrn- artæki og notaði síðan öxl hans áfram. Margot, ekkja Honeckers, er ellilífeyr- isþegi og amma í dag. Hún býr í Síle og tók nýverið þátt í byltingarfagnaði á Kúbu, í boði Kastróbræðra. Á sviðinu steytti hún máttlausan hnefann. Viss í sinni sök mun hún sigra, allt til dauða- dags. Hún ber ábyrgð á þvinguðum ætt- leiðingum barna sem áttu foreldra sem töldust óvinir ríkisins og sátu í fangelsum Austur-Þýskalands. Meira að segja tutt- ugu árum eftir fall ógnarstjórnarinnar sér hún eilífan sigur í glæpum sínum. Fyrir skemmstu sá ég ljósmynd af Mub- arak. Hann klæddist teinóttum jakkaföt- um. En teinarnir voru örsmáir hvítir bók- stafir: hans eigið nafn. Mörg þúsund sinnum hafði nafnið Hosni Mubarak verið ofið í efnið. Það eitt fær mann til að hugsa: Það klæðist enginn eigin nafni þúsundfalt frá hálsi að hælum nema dvergur með mikilmennskubrjálæði. Við kjörkassana í Hvíta-Rússlandi ýtti Lúkasjenkó syni sínum á undan sér. Augnaráðið stingandi, yfirvaraskeggið eins og svört gólftuska, stóru hvítu hend- ur hans hvíldu á öxlum sonarins. Maður herpist saman, veit að þessar hvítu hend- ur eru blóði drifnar. Hvernig segir hann syni sínum frá þessu kosningasvindli? Frá þeim sem ekki kusu hann, frá barsmíðum og handtökum kosninganæturinnar? Maður spyr sig hvort ekki sé betra að hafa aldrei kynnst föður sínum en að hafa þessar hvítu hendur á öxlunum. Á slíkt barn, í sínu daglega forréttindalífi með blíðlegum heilaþvotti, möguleika á því nokkurn tíma að verða mannúðleg manneskja? Við þekkjum jú syni Ceauses- cus, Saddam Husseins, Mubaraks, Gad- dafis, Assads, Kim Il Sungs og nú son Kim Jong Ils – Kim Jong Un, þennan unga mann með bollukinnar og augnaráð hamsturs. Hver eru þeir öðrum líkir og allir eru þeir óvægnir og vanþroska. Þeir hafa hlotið sama uppeldi: Blöndu af for- réttindalífi og blíðlegum heilaþvotti. En hvað gerir útslagið um hvort mann- eskja ákveður að segja skilið við mynstur uppeldisins? Bókmenntirnar leita einnig aftur til bernskunnar þegar þær reyna að útskýra lífshlaup manna. En getur bernska manna raunverulega skýrt hvers vegna þeir fara út af sporinu síðar á lífs- leiðinni? Er ekki hinn valkosturinn við að hjakka í fari uppeldisins, að beygja af leið af því að maður vill ekki enda eins og for- eldrarnir? Slíkt stökk þarfnast þó sjálf- stæðra hugsana, hinnar óþægilegu ein- veru. Börn einræðisherra eru hins vegar skilyrt af forréttindalífi og blíðlegum heilaþvotti. Hinni óþægilegu einveru kynnast þau aldrei því þau þurfa aldrei að lifa venjulegu lífi, laga sig að reglum eða bera sig saman við aðra. Forréttindalífið er gyllt gildra, gjaldþrot mannlegrar til- vistar. Það er skelfilegt en rökrétt að einræð- isherrar í öllum heimshornum bregðist við með sama hætti þegar þjóðin rís gegn þeim. Líkt og þeir þekkist allir, óháð tíma, stað og menningu. Líkt og þeir hafi komist að samkomulagi sín á milli, sem heldur gildi sínu og endurnýjast reglulega af sjálfu sér. Hvort sem litið er til Kína, Sýrlands, Hvíta-Rússlands, Norður- Kóreu eða Írans – alls staðar er mynstur einræðisins hið sama: Einræðisherrann er þögull fyrstu dagana, síðan heldur hann því fram að um vestrænt samsæri sé að ræða og úthúðar þjóð sinni sem meindýr- um. Því næst lætur hann nokkra tagl- hnýtinga sína fjúka, ef þeir hafa ekki þeg- ar flúið land, til að komast réttum megin átakalínunnar sem fyrst. Í stað þess að láta sjálfir af völdum bregðast þeir við af blindri heift. Þeir eru vanir því að geta misnotað líf annarra sem eigin ránsfeng og farið með hvern hlut í landinu sem sína einkaeign. Mannfyrirlitning og þjófnaður eru daglegt brauð fyrir þeim. Þeir tryggja eigin völd og velsæld ættingja sinna. Eftir því sem ótti þeirra við valda- missinn eykst telja þeir æ ómögulegra að hann geti átt sér stað. Og því ómögulegri sem hann virðist, þeim mun verra verður ofbeldið sem þeir grípa til. Þeir bera ekk- ert skynbragð á að fólkið hafi fengið sig fullsatt. Í sjálfselsku sinni ruglast þeir á áralöngum hyllingum þjóðarinnar, sem þvingaðar hafa verið fram með hræðslu, og ást. Kúgun rugla þeir saman við um- hyggju. Öll fólskuverk telja þeir bera vott um föðurlandsást. Valdagræðgi þeirra verður sjúkleg. Sérhvern dag er brjál- æðinu í höfðum þeirra hrint í framkvæmd í landinu. Sá sem ekki gefur sig brjál- æðinu skilyrðislaust á vald er ofsóttur, fangelsaður eða komið undir græna torfu. Og ef einræðisherrarnir eru ekki teknir af lífi strax í kjölfar valdatökunnar, en þurfa þess í stað að svara til saka fyrir dómi, verða þeir undantekningarlaust mjög veikir. Einræðisherrar kljúfa sérhverja þjóð. Annars vegar eru þeir sem þjóna þeim gegn umbun. Hins vegar eru þeir sem of- sóttir eru vegna þess að þeir láta ekki sjálfræðissviptingu yfir sig ganga líkt og um náttúrulögmál væri að ræða. Þessi tvískipting helst eftir að einræðisherr- unum hefur verið steypt af stóli. Hún lifir áratugum saman, því koma verður á hreint hvernig þeir sem voru í náðinni brutu á hinum ofsóttu. Kínverskur mannréttindafrömuður lýsir því hvernig leyniþjónustumennirnir töluðu til hans við handtökuna: „Hvers vegna í ósköpunum eigum við að ræða við þig? Við getum, orðalaust, grafið holu í jörðina og urðað þig.“ Frá Kína berast æ oftar fregnir af manneskjum sem teknar eru höndum af leyniþjónustunni og kom- ið fyrir í svörtum fangelsum, á óþekktum stöðum. Ai Wei Wei var ekki fyrsta dæm- ið um slík mannrán ríkivaldsins. Að sama skapi hefur lengi ekkert spurst til Liu Xi- aobo, friðarverðlaunahafa Nóbels, sem afplánar ellefu ára fangelsisdóm. Eftir að rúmenskum vini mínum, sem setið hafði eitt ár í fangelsi, var sleppt úr haldi, sagði hann frá súpunni sem honum var gefin alla daga. Í dallinum var glært soð og í soðinu syntu stundum þrjú- fjögur kýraugu. Uxaaugu var orðið sem hann notaði. Mér varð um leið hugsað til drottningarfífils, garðblóms, sem heitir Uxaauga (Ochsenauge) á Banatschwabia- mállýsku. Mér hefur alltaf líkað það nafn af því að það lýsir blóminu nákvæmlega í einu orði. Í miðju drottningarfífilsins er hár knappur, sem er svartur eins og auga- steinn. Litróf drottningarfífilsins nær frá hvítu til eggaldinblás. Mér hefur alltaf þótt þetta fallegt blóm, hvort heldur í görðum borgarinnar eða í blómvendi. Allt til þess dags þegar mér var sagt frá fang- elsissúpunni. Eftir þetta hef ég ekki getað litið á þessi blóm án þess jafnframt að verða hugsað til dallsins með glæra soð- inu og svamlandi uxaaugunum. Hin sak- lausa fegurð er horfin. Hlutleysið á aldrei afturkvæmt þegar manneskjan hefur einu sinni meðtekið eitthvað á djöfullegan hátt. Maður rogast um með óteljandi hluti í tvíriti: Eitt af hlutunum eins og þeir eru. Annað af því sem þeir verða, því sem þvingar fram hræðslu þegar maður virðir þá fyrir sér. Þetta síðara er skaði, sem einhver ótti veldur, og hann situr eftir í huga manns. Skilningurinn lendir á mörkum hins eðlilega og hins brenglaða. Annars vegar sér maður hlutina áfram nákvæmlega og raunverulega. Hins vegar leggst þar ofan á hin brenglaða mynd. Skynjunin sogast, gegn vilja mínum, að röngum segli. Þetta er sjálfspíslahvöt og stefnuleysi, en orsökin er utanaðkom- andi. Hún er sjálfstæð eins og klukka, jafnvel þótt óttinn stafi frá löngu liðinni tíð. Því enn þann dag í dag veit ég að stundum gat ég ekki hamið óttann. Ég var knúin áfram af stefnulausum léttleika, þreytan breyttist í sælu. Slíkir dagar voru hættulegir, af því að ég tók ógnina ekki lengur alvarlega. Nálin á innri áttavita mínum titraði líkt og í vindi. Ég var lokk- Hinum hljóð- láta farangri komið í orð Rúmenski rithöfundurinn og Nóbelsverðlauna- hafinn Herta Müller hélt opnunarræðu Bók- menntahátíðar í Reykjavík. Hún ræddi meðal annars um einræðisherra fyrri tíma og síðari, syni þeirra og sjúkleika valdagræðginnar, en einnig andófið og mátt orðsins.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.