SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 4
4 11. september 2011 „Ég fagna hverju litlu skrefi og vona að þau verði fleiri,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samtakanna 78, um vatnaskilin í Bretlandi en sem kunnugt er mega samkynhneigðir karlar ekki gefa blóð á Íslandi. „Bretland er eitt af fyrstu löndunum til að milda þetta bann og vonandi hefur það keðjuverkandi áhrif. Ein helstu rök blóð- bankans hér heima hafa til dæmis verið að um al- þjóðlegar reglur sé að ræða.“ Að áliti Árna Grétars hefðu Bretar þó mátt stíga skrefið til fulls, tólf mánaða ákvæðið sé með öllu óþarft. „Auðvitað er eðlilegt að blóðbankar vilji halda uppi ströngu eftirliti en að líta á homma sem sérstakan áhættuhóp er eldgömul og úrelt vitleysa. Það er sjálfsagt að strangari reglur gildi um blóð- gjafa sem stunda áhættuhegðun í kynlífi en kyn- hneigð kemur því máli ekkert við.“ Ungur maður lagði fyrr á þessu ári fram stjórn- sýslukæru vegna þess að honum var meinað að gefa blóð og bíður Árni Grétar spenntur eftir niðurstöðu dómstóla. „Draumastaðan er samt að blóðbankinn breyti þessum úreltu reglum áður en til þess kemur.“ Vonandi hefur þetta keðjuverkandi áhrif Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtak- anna 78, segir tímabært að breyta úreltum reglum. F rá og með 7. nóvember næstkomandi mega samkynhneigðir karlmenn gefa blóð í Bretlandi – að því tilskildu að þeir hafi ekki haft mök við annan karlmann næstu tólf mánuði á undan. Gildir þá einu hvort smokkurinn var notaður eður ei. Viðbrögð við tíðindunum eru blendin, mannréttindasamtök fagna stefnubreytingu stjórnvalda en harma að ekki sé gengið lengra. Fráleitt sé að krefjast þess að samkynhneigðir karlmenn þurfi að neita sér um kynlíf í heilt ár til þess að geta gefið blóð. Samkynhneigðum karlmönnum var stranglega bannað að gefa blóð í Bretlandi fyrir lífstíð með lögum sem sett voru á níunda áratug síðustu ald- ar í kjölfar þess að HIV-faraldurinn breiddist út eins og eldur í sinu. Harmar tólf mánaða bannið Mannréttindafrömuðurinn Peter Tatchell, sem barist hefur fyrir lagabreytingunni í tvo áratugi, fagnaði tíðindunum í vikunni en lagði þunga áherslu á, að ekki væri búið að girða fyrir alla mismunun. „Þessi nýja stefna er til mikilla bóta. Gamla löggjöfin var afar óréttlát. Ég harma hins vegar tólf mánaða bannið, þetta er alltof langur tími,“ segir Tatchell í samtali við breska dag- blaðið The Guardian. Hann vill að banninu sé al- farið lyft af samkynhneigðum karlmönnum að því gefnu að þeir noti ávallt verjur þegar þeir njóta ásta. „Fæstir sam- og tvíkynhneigðir menn eru með HIV og munu aldrei verða með HIV. Stundi þeir alltaf öruggt kynlíf með smokk, eigi bara einn ástmann og mælist HIV-neikvæðir er ekkert því til fyrirstöðu að þeir gefi blóð. Það ber að leyfa þeim að bjarga mannslífum með blóðgjöf,“ segir Tatchell. Sérstök nefnd um blóðöryggi á vegum breskra stjórnvalda fór nýlega yfir löggjöfina og komst að téðri niðurstöðu og nú hafa heilbrigðisráðherrar Englands, Skotlands og Wales fallist á hana. Nefndin ráðfærði sig við ýmsa sérfræðinga og sá í hendi sér að ekki væri lengur grundvöllur fyrir því að banna körlum sem notið hafa annarra karla að gefa blóð. Meðal þátta sem hafðir voru til hliðsjónar við ákvörðunina var ný og áreiðanlegri tækni við blóðskimun og líkurnar á því að smit geti borist milli manna við blóðgjöf. Samkynhneigðir karlar eru ekki eini þjóð- félagshópurinn sem lúta þarf tólf mánaða bann- inu en samkvæmt núgildandi lögum á þetta líka við um konur sem sængað hafa hjá karlmanni sem haft hefur mök við annan karlmann, fólk sem leitað hefur á náðir vændiskvenna og fólk sem haft hefur samfarir við sprautufíkla. Blóðgjöf er líflína Anne Milton, heilbrigðisráðherra Breta, lagði í vikunni áherslu á, að fólk færi af kostgæfni eftir lögum og reglum varðandi blóðgjöf, það væri bæði blóðgjöfum og blóðþegum fyrir bestu. „Blóðgjöf er líflína,“ sagði hún. „Án hennar mundu mörg okkar ekki hafa ástvini sína sér við hlið í dag. Eðli málsins samkvæmt þarf hins vegar að gæta fyllsta öryggis.“ Þetta par má senn gefa blóð í Bretlandi. Bara engin rekkjubrögð fyrst. Reuters Kynsveltir blóðgjafar Samkynhneigðir karlmenn í Bretlandi mega gefa blóð á ný Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Blóðgjöf hefur bjargað ófáum mannslífum. Samkynhneigðir karlar eru ekki eina fólkið sem ekki hef- ur mátt gefa blóð í Bretlandi. Fólki sem smitast hefur af sárasótt, HTLV, lifrarbólgu B og C verður áfram bannað að gefa þar blóð. Eins vænd- iskonum og fólki sem ein- hverju sinni hefur sprautað sig með fíkniefnum. Nei takk, væna, ekki blóð úr þér! Reuters Vilja ekki vændiskonur Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið mitt Ragna Árnadóttir, lögfræðingur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.