SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 28
28 11. september 2011
stjórnvöldum og þingmönnum ólíkra
flokka á að við verðum að forgangsraða í
þágu menntunar. Við erum svo langt á
eftir öðrum þjóðum í fjármögnun háskóla.
Það þyrfti að tvö- til þrefalda fjárveitingar
til Háskóla Íslands til að hann stæðist
samanburð við fjármögnun norrænna há-
skóla. Þetta tekur augljóslega tíma, en það
er nauðsynlegt að byrja strax. Við verðum
að temja okkur að hugsa til langs tíma,
setja skýr markmið og fylgja þeim eftir.“
Viljum miða við það besta
Hver eru helstu vandamálin sem Háskól-
inn glímir nú við?
„Við erum með of fáa starfsmenn miðað
við fjölda nemenda. Í kreppu og nið-
urskurði höfum við ekki getað staðið að
fjölgun og nýliðun starfsfólks eins og við
hefðum þurft. Eftir kreppu jókst mjög
ásókn í skólann. Við vorum hvött af
stjórnvöldum til að taka við fleiri nem-
endum og álagið á starfsfólk hefur aukist
verulega. Þetta er stærsta vandamálið.“
Sérðu fram á einhverja lausn á því?
„Maður verður að vera bjartsýnn. Við
vitum að næsta ár verður erfitt en ég
treysti því að upp úr því fari okkur að
miða verulega áfram.“
Hvaða framtíðarmarkmið hefur þú
fyrir hönd háskólans?
„Við viljum halda áfram að miða við það
besta í vísindum og kennslu og leggja
áherslu á að þjóna íslensku samfélagi sem
best. Hér á landi verða að vera atvinnu-
tækifæri fyrir vel menntað fólk, þannig að
það vilji búa á Íslandi. Ungt fólk í dag hefur
skýra sýn á hvernig það vill lifa lífinu. Það
ætlar ekki að fórna fjölskyldulífi, frí-
stundum og áhugamálum fyrir vinnuna. Ís-
land er þátttakandi í alþjóðlegu opnu hag-
kerfi og hæfileikaríkt fólk á margra kosta
völ. Fólk flytur til þeirra landa þar sem best
er boðið, þangað sem kjörin eru best og þar
sem aðbúnaðurinn er bestur. Þess vegna er
mikilvægt að huga að uppbyggingu sem
mun gera að verkum að fólk sækist eftir að
búa hér og vilji leggja sitt af mörkum til að
skapa gott samfélag. Þegar fólk flytur úr
landi, eða kemur ekki heim að loknu námi,
gerist tvennt. Við missum af sérþekkingu
og hæfileikum þessa fólks og sú fjárfesting
sem sett var í menntun þeirra hér heima á
öllum skólastigum er okkur glötuð.“
Konur eru tveir þriðju af nemendum
skólans. Er ekki best að hlutfall kynjanna
sé sem jafnast?
„Það er ástæða til að hafa verulegar
áhyggjur af karlmönnunum. Svo virðist
sem strákar hafi í ríkara mæli flosnað úr
framhaldsskóla. Eitthvað virðist gera að
verkum að of mörgum þeirra líður ekki vel.
Margir úr þessum hópi eru atvinnulausir
eftir kreppu. Þess vegna fagna ég verkefni
velferðarráðherra, menntamálaráðherra og
Vinnumálastofnunar að opna framhalds-
skólana fyrir þessum hópi, og hvetja þá sem
eru án atvinnu en með stúdentspróf að fara
í háskólanám. Við bjóðum þá 184 ein-
staklinga sem þannig eru að hefja nám í
Háskóla Íslands hjartanlega velkomna og
munum gera allt sem við getum til að taka
vel á móti þeim.“
Ummæli háskólakennara og greinaskrif
þeirra hafa stundum orðið umdeild og
kvörtunarmál vegna þessa hljóta að koma
inn á þitt borð. Er ekkert erfitt að taka á
svona málum sem pólitík blandast oft inn
í?
„Háskólakennarar hafa sama tjáning-
arfrelsi og aðrir og þeir setja skoðanir sínar
fram undir eigin nafni. Það getur í sjálfu sér
frest eftir hrunið, sem var gríðarlega mik-
ið áfall.
Við höfum mótað stefnu til næstu fimm
ára þar sem við ítrekum sama markmið.
Tvennt gerir að verkum að við göngum
þarna óhikað fram. Annars vegar sá ár-
angur sem hefur þegar náðst og staðfestur
er með viðurkenndum mælikvörðum.
Hins vegar hefur aldrei verið meiri þörf á
því en nú að eiga sterkan háskóla sem set-
ur háleit en raunhæf markmið.
Háskólinn og samfélagið allt þarf að
vera vel meðvitað um að það eru að verða
gríðarlega miklar breytingar um allan
heim. Í flestum löndum, þar á meðal
Norðurlöndum, er verið að setja skýr
markmið um árangur í menntakerfum til
að mæta breytingunum. Forsætisráðherra
Danmerkur setti markmið um að Dan-
mörk eignaðist háskóla á topp 10-
listanum fyrir árið 2020, og fylgdi mark-
miðasetningunni eftir með verulega
auknum fjárveitingum og stuðningi. Lönd
á borð við Singapúr, Kóreu, Kína, Brasilíu
og Indland setja gífurlega mikla peninga í
menntakerfið. Þetta þýðir að innan fárra
ára munu nemendur okkar sem fara í
framhaldsnám í útlöndum lenda í sam-
keppni við fólk sem hefur búið við afar
öflugt menntakerfi víða um heim.
Tækninni fleygir fram og kröfur um að-
stöðu til kennslu og rannsókna og tækni-
búnað verða sífellt meiri. Þannig að þótt
við stöndum ágætlega núna er staða okkar
í mikilli hættu. Verkefnið er því brýnna en
áður. Við verðum að hafa heildarmyndina
í huga, sjá hvað er að gerast í kringum
okkur og horfa fram á við til að geta lagað
okkur að breytingunum og nýtt tækifærin
sem þær leiða af sér. Ef það gerist ekki
glötum við því sem við höfum byggt upp.
Við getum ekki bara horft til næsta árs
hvað varðar fjármögnun skólans, við
verðum að horfa á hlutina í miklu stærra
samhengi.“
Er ekki erfitt að fá stjórnmálamenn til
að horfa á menntamál í þessu stóra sam-
hengi?
„Reynsla mín af stjórnmálamönnum
sýnir að þeir gera sér almennt grein fyrir
því að velferð í framtíðinni veltur á því að
skapa hér framtíðarhagvöxt og nýjar
tekjur, og að til þess þurfi að byggja upp
fyrsta flokks menntakerfi og styrkja vís-
indi og nýsköpun. Þetta kom fram í þeim
samningi sem við gerðum við stjórnvöld
fyrir fimm árum, og kemur fram í núver-
andi stefnu Vísinda- og tækniráðs. Nú eru
aðstæður erfiðar, en ég finn skilning hjá
H
áskóli Íslands fagnar hundrað
ára afmæli í ár. Kristín Ing-
ólfsdóttir hefur verið rektor í
sex ár. Hún segir skólann hafa
verið í mikilli sókn hvað varðar gæði náms
og vísindastarfs, þrátt fyrir erfiða tíma.
„Fyrir sex árum gerðum við fimm ára
áætlun og það hefur skipt miklu fyrir
skólann að setja skýra mælikvarða sem
miða við það besta í hverri fræðigrein.
Markmiðasetningin hefur hvatt til dáða og
árangursmælikvarðar gera okkur kleift að
meta hvernig miðar og staðfesta gagnvart
stjórnvöldum að fjárfesting í Háskóla Ís-
lands er arðbær. Við sjáum til að mynda að
fjöldi birtinga rannsóknaniðurstaðna í
kröfuhörðustu vísindatímaritum hefur
meira en tvöfaldast á fimm árum. Það er
ekki lítið. Á síðasta ári fjölgaði í hópi
kennara sem birta í slíkum öndveg-
istímaritum um 10 prósent. Einn mæli-
kvarði á gæði námsins er hversu vel nem-
endum tekst að komast í framhaldsnám í
kröfuhörðum háskólum erlendis. Þar hafa
nemendur fengið inngöngu í mjög harðri
samkeppni.
Það er í raun kraftaverk hversu vel hef-
ur tekist að halda sjó og raunar stunda
sókn á þessum erfiðu tímum. Það hefur
tekist vegna þess að starfsfólk hefur verið
tilbúið til að leggja nótt við dag. Nú er hins
vegar komið að þolmörkum og ljóst að
ekki verður komist lengra nema með
sameiginlegu átaki stjórnvalda, skóla og
samfélags.“
Staða okkar í mikilli hættu
Það var markmið að gera Háskóla Ís-
lands að einum af 100 bestu háskólum í
heimi sem var háleitt markmið. En svo
kom hrunið og breytti þeim áformum.
Var þetta kannski aldrei raunhæft mark-
mið?
„Jú, það var sannarlega raunhæft og
nauðsynlegt að marka framtíðarsýn með
þessum hætti. Allar Norðurlandaþjóðirnar
utan Íslands eiga skóla á þessum lista og
þær leggja mikið upp úr að styrkja stöðu
sína þar. En það er mikilvægt að muna að
þetta var langtímamarkmið, ekki mark-
mið sem átti að ná á fimm árum. Þegar við
settum okkur þetta markmið höfðum við
skoðað starf þeirra átta norrænu háskóla
sem eru á þeim lista. Við töldum að með
aukinni fjárfestingu hins opinbera í
menntakerfinu gætum við komist vel á
leið með að komast í sama hóp. Við gerð-
um samning við ríkisvaldið til að ná því
markmiði en þeim samningi var slegið á
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Komið að
þolmörkum
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands,
segir að sameiginlegt átak stjórnvalda, skóla
og samfélags þurfi til að efla háskólann sem
sé kominn að þolmörkum.
’
Þegar fólk flytur úr
landi, eða kemur ekki
heim að loknu námi,
gerist tvennt. Við missum
af sérþekkingu og hæfi-
leikum þessa fólks og sú
fjárfesting sem sett var í
menntun þeirra hér heima
á öllum skólastigum er
okkur glötuð.