SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 43
11. september 2011 43 sem hafa náð langt í kvikmyndageir- anum. Tekur Jón Agnars fram að það sé ekkert launungarmál að það halli að ósekju á konur í kvikmyndabransanum, eins og víðast hvar annars staðar, alveg sama hversu vel þær standi sig. „Ef við getum lagt pínulítið lóð á vog- arskálarnar þannig að þær jafnist aðeins upp þá er okkur það jafn ljúft og það er skylt að sýna þá viðleitni,“ segir Jón Agnar. Bendir hann á þá ánægjulegu staðreynd að fjöldi kvenleikstjóra á RIFF 2011 sé óvenjumikill. „Það var hins vegar ekki meðvituð ákvörðun að velja fleiri myndir eftir kvenleikstjóra, enda þarf alltaf að velja myndir einvörðungu út frá gæðum þeirra. Dagskrárstjórinn okkar, Giorgio Gosetti, hefur haft á orði að greinilegt sé að þetta sé góður árgangur af bíómyndum sem leikstýrt er af kon- um,“ segir Jón Agnar og tekur fram að vonandi sé það eitthvað sem sé komið til að vera. Þess má geta að í ár voru alls um 900 myndir sendar á hátíðina í von um að þær yrðu sýndar og er það nýtt met. Í fyrra voru sýndar um 140 myndir á RIFF en í ár eru myndirnar ríflega 100. Spurður hvort það sé til marks um breyttar áherslur svarar Jón Agnar því neitandi. „Við leggjum sem fyrr áherslu á vandaða og óháða alþjóðlega kvik- myndagerð. Við höfum alltaf að leið- arljósi að við reynum að hampa ungum, efnilegum og upprennandi kvikmynda- gerðarmönnum og til marks um það ein- skorðum við keppnisflokkinn okkar við fyrstu og aðra mynd leikstjóra. Þannig að áherslurnar og sjónarmiðin við dag- skrárgerð hátíðarinnar breyttust ekki milli ára. En í fyrra vorum við með fleiri titla en nokkru sinni og komumst að því að meira er ekki endilega betra. Ekki af því að meðalgæði myndanna hafi fallið í öllum þessum fjölda, heldur kom fólk að máli við okkur og sagðist ekki hafa náð að sjá allt sem það vildi sjá. Það var ein- faldlega of oft sem valkreppa gerði vart við sig og bíóáhugafólk var að missa af myndum af því að það gat ekki verið á tveimur stöðum í einu. Við vildum því raða dagskránni þannig upp að fólk þyrfti ekki mikið að vera að velja og hafna. Með það fyrir augum drógum við eilítið saman milli ára sem um leið gerir reksturinn þeim mun auðveldari.“ Heimildamyndir vinsælastar Aðspurður segir Jón Agnar heim- ildamyndir alltaf hafa verið best sóttu myndirnar á RIFF, en í ár er helmingur mynda hátíðarinnar heimildamyndir. „Sökum þessa höfum við fjölgað flokk- unum þegar kemur að heimildamyndum og eru þeir núna orðnir alls fimm, hver með sitt þema,“ segir Jón Agnar. Í flokki náttúrumynda má sjá Force of Nature: The David Suzuki Movie eftir Sturlu Gunnarsson, í flokki mannréttinda- mynda eru m.a. Aung San Suu Kyi: Lady of No Fear eftir Ane Gyrithe Bonne og Bobby Fischer Against the World eftir Liz Garbus, í flokki tónlistarmynda má sjá LennoNYC eftir Michael Epstein, í flokki menningarmynda má sjá The Black Power Mixtape 1967-1975 eftir Göran Hugo Olsson og í flokki mat- armynda má sjá El Bulli: Cooking in pro- gress eftir Gereon Wetzel. ’ Við leggjum sem fyrr áherslu á vandaða og óháða alþjóðlega kvikmyndagerð. Við höfum alltaf að leiðarljósi að við reynum að hampa ungum, efnilegum og upprennandi kvikmyndagerðarmönnum og til marks um það ein- skorðum við keppnisflokk- inn okkar við fyrstu og aðra mynd leikstjóra.“ Faust eftir Aleksandr Sokurov er ekki hefðbundin aðlögun á harmleik Goethes, heldur túlkun á því sem má lesa milli línanna. Þetta er fjórða myndin í seríu Sokurovs um valdspillingu, en hinar voru um Hitler, Lenín og Hirohito keisara. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi. Hesturinn í Tórínó nefnist svanasöngur Béla Tarr. Þar eru rakin afdrif hestsins sem heimspekingurinn Friedrich Nietzsche bað griða þegar hann sá gamlan mann berja á hestinum í upphafi árs 1889. Atburðurinn markaði upphafið á tíu ára þögn Nietzsches sem varði til æviloka. Myndin 18 dagar, sem sýnd er í flokknum Arabískt vor, er safn tíu stuttra heimildarmynda sem fjalla um byltinguna í Egyptalandi í upphafi þessa árs sem leiddi til afsagnar Mubaraks.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.