SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 44
44 11. september 2011 Bradley Sands – RICO SLADE WILL FUCKING KILL YOU bbbnn Rico Slade er heljarmenni að burðum, ofursnjall og öflugur. Hann berst við illmenni og gerir það betur en aðrir, rífur af þeim handleggina og lem- ur til bana með þeim, töffari dauðans, ósigrandi og óstöðvandi. Þá gerist það að maðurinn á bak við Rico Slade, Chip Johnston, sem lítur út alveg eins og hann, sköllóttur, dauðþreyttur af sífelldu þrælaríi og allt í rugli í einkalífinu, fær taugaáfall og persónurnar renna saman í eina; hvenær er það Rico Slade sem er að berjast við tæknivædd illmenni og hvenær er það Chip Johnston sem er að ráðast á fólk í símabúð og getur verið að elskhugi Chips sé líka stórhættulegur fjandi Rico Slade? Þetta er býsna harkaleg saga af því þegar raun- veruleikinn rekst á ímyndaðan heim hasarmynda og getur ekki farið nema illa. Fáránlega ofbeldisfull og fyndin. Jonathan Kellerman – Mystery bmnnn Bókaröð Jonathan Kellerman um sálfræðinginn Alex Delaware er orðin býsna löng, Mystery er 25. bókin þar sem Delaware er í aðalhlutverki. Í einni bók er það svo lögregluforinginn Milo Sturgis sem ræður ferðinni, en hann er annars næstráðandi í hinum bókunum öllum. Þeir sem lesið hafa flestar eða jafnvel allar hinar Delaw- are-bækurnar verða ekki sviknir af þessari bók og ættu að hætta að lesa þessa umsögn núna. Málið er nefnilega það að Kellerman er einkar óáhugaverður spennusagnahöfundur. Líkt og vill verða með form- úlupersónur hafa þeir Delaware og Sturgis ekkert breyst í þau fimmtán ár sem þeir hafa starfað saman, samskipti þeirra gervileg og verða ótrúverðugri eftir því sem maður les fleiri reyfara þar sem þeir koma við sögu. Ég áttaði mig á því þegar komið var inn í miðja bók að ég er orðinn dauðleiður á Delaware. Lee Child – Second Son bbnnn Það segir sitt um vinsældir Lee Child víða um heim að næsta bók hans siglir óðfluga upp vin- sældalista mánuði áður en hún kemur út og eins að á toppnum í rafbókabúð Amazon sé smásagan sem hér er gerð að umtalsefni, Second Son. Sú segir frá því er hetjan Jack Reacher er þrettán ára og nýkominn til Okinava með foreldrum sínum, en faðir hans er háttsettur í bandaríska hernum og sífellt á ferðinni með fjölskylduna. Flutning- arnir til Okinava eru fertugustu flutningar fjöl- skyldunnar. Sagan gefur ekki svo mikið upp um hinn unga Reacher og hvernig hann varð eins og hann er, en er skemmtileg sem slík, ágætis upphitun fyrir væntanlega bók. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Clash of Kings - George R.R. Martin 2. Game Of Thrones - George R.R. Martin 3. Storm of Swords - George R.R. Martin 4. Port Mortuary - Patricia Cornwell 5. Family Ties - Danielle Steel 6. Helĺs Corner - David Bal- dacci 7. The Cobra - Frederick For- syth 8. The Stonecutter - Camilla Läckberg 9. The Search - Nora Roberts 10. I Shall Wear Midnight - Terry Pratchett New York Times 1. The Help - Kathryn Stoc- kett 2. Blind Faith - CJ Lyons 3. Second Son - Lee Child 4. Water for Elephants - Sara Gruen 5. Flash and Bones - Kathy Reichs 6. One Day - David Nicholls 7. The Abbey - Chris Culver 8. The Mill River Recluse - Darcie Chan 9. Sarah’s Key - Tatiana de Rosnay 10. A Game Of Thrones - George R.R. Martin Waterstone’s 1. Inheritance - Christopher Paolini 2. One Day - David Nicholls 3. One Day - David Nicholls 4. Death Bringer - Derek Landy 5. Snuff - Discworld Novel 39 - Terry Pratchett 6. Starter for Ten - David Nic- holls 7. The Affair - Lee Child 8. Bloodlines - Richelle Mead 9. Death of Kings - Bernard Cornwell 10. Last Breath - Rachel Caine Bóksölulisti Lesbókbækur Eins og sjá má á bóksölulistanum hér til hliðar þá er bandaríski rit- höfundurinn George R.R. Martin sannkallaður metsöluhöfundur nú um stundir ef litið er til bóka á ensku og við það má bæta að sjónvarpsþættir sem byggðir eru á verkum hans ganga nú í ís- lensku sjónvarpi. Martin er þó ekki bara vinsæll hér á landi, heldur er hann nú með vinsælustu rithöfundum í heimalandi sínu og bækur hans fljúga á topp met- sölulista þar í landi, nú síðast A Dance with Dra- gons, fimmta bókin í A Song of Ice and Fire- röðinni, sem kom út í júlí og fór beint á toppinn vestan hafs og austan. Upphaflega áttu bækurnar að vera þrjár, eru nú fimm, eins og getið er, og að minnsta kosti tvær koma til viðbótar. Fyrsta bókin kom út 1996 og svo komið að fimmtán milljónir eintaka hafa selst af bókunum. Fyrsta bókin í sagnabálknum A Song of Ice and Fire var einmitt Game of Thrones, sem kom út 1996 og varð svo að umræddri sjónvarps- þáttaröð sem frumsýnd var í vor ytra, en í haust hér heima og menn eru þegar byrjaðir að taka upp framhald vestan hafs. Í sem skemmstu máli segir bálkurinn A Song of Ice and Fire frá mannfólki sem býr í tilbúnum miðaldaheimi, aðallega á heimsálfunni Westeros, en einhverjir líka á álfunni Essos. Þótt aðal- persónur séu mennskar er líka nokkuð um önnur kvikindi í bókunum, þar á meðal óræðar ógn- arverur frá norðurslóðum og eldspúandi dreka. Á Westeros glíma ættir um völd og áhrif, en þurfa líta að bregðast við hættu frá óvættum að norðan og eins að takast á við landflótta konungsdóttur sem hyggst snúa aftur til Westeros með óvígan her til að heimta hásætið. Töfrar eru snar þátur í lífi manna, en í sjónvarpsþáttunum er mjög dregið úr þeim og úr orðið einskonar miðaldadrama á óræð- um stað. Það getur nærri að svo mikilli sögu, fimm bækur með 4.223 síðum komnar og að minnsta kosti tvær eftir, sé mikið um persónur; ef marka má Wikipedia eru aðalpersónur, þ.e. persónur sem rekja fleiri en einn kafla, komnar á þriðja tug og reytingur á bara einn kafla hver. Það er líka sú gagnrýni sem helst er beint að Martin, að hann sé of gefinn fyrir að búa til persónur til að blása lífi í söguna, en að sama skapi er það einmitt það sem margir kunna helst að meta við bækurnar, að heimurinn sem Martin býr til sé fullur af lifandi persónum, en ekki af einni eða tveimur hetjum og kippu af andlitslausum aukapersónum. Þeir sem svo fá ekki nóg af persónugrúanum í bókunum og ekki heldur í sjónvarpsþáttunum geta unað við hasarblöð og tölvuleiki, aukinheldur sem hægt er að kaupa af þeim styttur og myndir, ýmsa muni og minjagripi, til að mynda vopn og verjur í fullri stærð svo fátt eitt sé talið. Sagan endalausa Bandaríski rithöfundurinn George R.R. Martin er gefinn fyrir langlokur sem sumir sýta en aðrir fagna. Hann nýtur mikilla vinsælda hér á landi eins og sjá má á bóksölulistum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is George R.R. Martin Sean Bean í hlutverki Eddards Starks sem er ein helsta sögu- persóna Game of Thrones, í það minnsta framan af.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.