SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 38
38 11. september 2011 E in vinsælasta hljómsveit landsins lék og fáklæddar meyjar stigu dans á þaki Sjónvarpshússins í ágúst 1968. Var þar Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, þá húshljómsveit á Röðli, sem kom raunar oft fram í sjónvarpinu, við upptökur á skemmtiþættinum Litli-Sandur. „En líklegt er að fáir hafi öfundað fólkið þar uppi, sem var fáklætt, það er að segja í baðfötum, því að ekki var allt of heitt. Þuríður Sigurð- ardóttir söng með hljómsveitinni, þrjár dansmeyjar hlupu og hoppuðu og Bessi Bjarnason lagði sinn skerf til málanna en ekki eru þar með allir leikendur taldir því að myndarlegur krókódíll verður líka með í þætt- inum. Leiksviðið var baðströnd. Og hafði þurft að fá sanddælubíl fyrr um daginn til að dæla vænum skammti af sandi þarna upp svo að allt liti rétt út. Milli atriða börðu skemmtikraftarnir sér ákaft, líkt og um hávetur til að halda á sér hita,“ sagði í frétt Morgunblaðsins af upptök- unum sem fram fóru 7. ágúst 1968. Sá sjónvarpsþáttur sem hér er gerður að umtalsefni er sjálfsagt flest-Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, með söngvurunum Þuríði og Vilhjálmi, við upptökur á Litla-Sandi. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 8. ágúst 1968 Sungið á þaki Sjónvarpshúss J ason Segel er skemmtilegur leikari sem hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í gamanþáttaröðinni How I Met Your Mot- her en þar er hann í hlutverki hins við- kunnalega en stundum kjánalega Marshalls Er- iksen. Hann er líka öflugur á hvíta tjaldinu og hefur leikið í myndum á borð við Knocked Up, Forgetting Sarah Marshall, I Love You, Man og nú síðast Bad Teacher, þar sem hann lék á móti Cameron Diaz. Góður körfuboltamaður Segel er líkt og Diaz borinn og barnfæddur Kali- forníubúi. Hann fæddist 18. janúar 1980 í Los Angeles og er því 31 árs. Hann ólst hins vegar upp á stað sem heitir Pacific Palisedes og gekk í skól- ann Harvard-Westlake þar sem hann var í körfu- boltaliðinu enda er hann 193 cm á hæð. Liðið varð meira að segja ríkismeistari árið 1996. Segel dreymdi hins vegar ekki um feril í NBA heldur í leiklist og tók hann þátt í uppsetningum í leikhúsi í bænum þar sem hann ólst upp á menntaskólaárunum. Hann er þekktur fyrir hlutverk sitt í þættinum Freaks and Geeks, sem var sýndur um skeið á NBC-sjónvarpsstöðinni. Hann lék Nick Andopolis og samdi lag fyrir karakter sinn í þáttunum sem hann söng fyrir aðalkvenpersónuna. Segel er nefnilega líka hæfileikaríkur tónlistarmaður. Það kemur til dæmis glöggt í ljós í myndinni Get Him to the Greek, þar sem hann samdi með öðrum meirihluta tónlistarinar sem var flutt af tilbúnu Jason Segel úr How I Met Your Mother hefur nú slegið í gegn í gamanmyndum á hvíta tjald- inu. Næsta myndin sem hann leikur í og skrifar fjallar um prúðuleikarana. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Reuters Góður grínari og tónlistar- maður Frægð og furður Segel með samleikkonu sinni úr Bad Teacher, Cameron Diaz, en myndin er tekin á MTV-kvikmyndahátíðinni í Los Angeles í júní.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.