SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 21
11. september 2011 21 laga. Barack Obama hét því að loka Guantanamo, en hef- ur ekki enn tekist að efna það kosningaloforð. Bandaríkjamenn handtóku menn víða um heim, fluttu þá á laun til landa á borð við Egyptaland þar sem þeir voru yfirheyrðir með „óhefðbundnum“ aðferðum, þar á meðal með því að reyra þá á bretti og kaffæra þannig að þeim liði eins og þeir væru að drukkna, til þess að knýja þá til sagna. Flugvélar, sem notaðar voru til fangaflutn- inga, lentu á Íslandi, en ekkert hefur komið fram í þá veru að þær hafi þá verið í fangaflugi. Í rökstuðningnum fyrir slíkum aðferðum var ávallt dregin upp mynd af tifandi tímasprengju, sem hægt yrði að finna og aftengja með pyntingum og bjarga þar með ótöldum mannslífum. Slík- ar aðstæður voru hins vegar sjaldnast fyrir hendi þegar harðræði var beitt. Ugglaust er hægt að finna tilfelli þar sem pyntingar skiluðu nytsamlegum upplýsingum, en hinir pyntuðu hafa örugglega líka leitt kvalara sína á villi- götur með því að segja hvað sem er til að kaupa sér grið. Að baki hugmyndinni um Bandaríkin eru háleitar hug- sjónir, sem hampað hefur verið í ræðum, en erfiðara hef- ur reynst að framfylgja. Eftir situr að með aðferðum sín- um brutu Bandaríkjamenn þau gildi, sem þeir hafa haldið hvað mest að öðrum. Pyntingarnar voru vatn á myllu öfgaafla í röðum músl- íma. Stríðin í Afganistan og Írak hafa valdið mikilli ólgu. Hundeltir liðsmenn al-Qaeda eiga hins vegar erfitt með að skipuleggja sig. Umfang aðgerða Bandaríkjamanna er slíkt að þeir geta ekki notað samskiptatækni nútímans af ótta við að eftir þeim verði tekið. Al-Qaeda hefur ítök í Jemen, fremur hryðjuverk í Nígeríu og er enn að finna í Írak. Helstu bækistöðvar herskárra íslamista eru á landa- mærum Pakistans og Afganistans. Gríðarlegt eftirlit hefur bitnað á ferðalöngum um allan heim, en það hefur líka skilað auknu öryggi. Arabíska vorið helsti ósigur al-Qaeda? Kalífatið, sem bin Laden boðaði, er og verður fjar- stæðukennd sýn. Liðsmenn Bush vonuðust til þess að innrásirnar í Afganistan og Írak yrðu upphafið að lýðræð- isbylgju í arabalöndunum. Sú varð ekki raunin, en í byrj- un þessa árs hófust mótmæli í Túnis, sem hafa breiðst út og hlotið nafngiftina arabíska vorið. Fólkið hefur fengið sig fullsatt af einræðinu, hefur kastað frá sér óttanum og vill harðstjórana burt. Það mótmælir ekki í nafni bin Lad- ens, heldur frelsis. Í hugum þess skiptir al-Qaeda ekki máli og það er kannski mesti ósigur samtakanna. Ris og fall heimsvelda Þar með er þó ekki sagt að arabíska vorið sé undanfari frelsis og lýðræðis um allan hinn arabíska heim. Eins og Davíð Stefánsson orti: Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Baráttan gegn hryðjuverkum og herskáum íslamistum setti mark sitt á liðinn áratug. Ólíklegt er að hún muni móta komandi ár með sama hætti. Baráttan hefur hins vegar haft sín áhrif á samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Kostnaðurinn af stríðsrekstrinum er samkvæmt áð- urnefndum rannsóknum við Brown-háskóla um fjórð- ungur af þjóðarskuldum Bandaríkjamanna og þær eru farnar að nálgast 100% af þjóðarframleiðslu þeirra. Á meðan baráttan gegn hryðjuverkum hefur staðið yfir hafa Kínverjar siglt hraðbyri upp að hlið Bandaríkjamanna og haldi fram sem horfir mun Kína brátt taka sess helsta við- skiptaveldis heims af Bandaríkjunum, jafnvel innan ára- tugar. Sú þróun mun þegar upp er staðið hafa meiri áhrif á heimsmyndina en 11. september 2001. Um helgina verður hugur manna hins vegar við hina hrottalegu og óverjandi árás á Bandaríkin, sem kostaði líf næstum því þrjú þúsund manna. Um leið og fórnarlamb- anna verður minnst og hetjuleg afrek á raunastund rifjuð upp er rétt að hugsa einnig til fórnarlamba hryðjuverk- anna í Madríd, London, Balí og víðar um heiminn, fall- inna hermanna og óbreyttra, saklausra borgara, sem látið hafa lífið í átökunum í Afganistan, Írak og Pakistan í skugga hryðjuverkanna 11. september 2001. Sá málstaður, sem lætur sig mannslíf engu varða, dæmir sig sjálfur. Reuters ’ Um leið og fórnarlambanna verður minnst og hetjuleg afrek á raunastund rifjuð upp er rétt að hugsa einnig til fórnar- lamba hryðjuverkanna í Madríd, London, Balí og víðar um heiminn, fallinna hermanna og óbreyttra, saklausra borgara, sem látið hafa lífið í átökunum í Afganistan, Írak og Pakistan í skugga hryðjuverkanna 11. september 2001. Sá málstaður, sem lætur sig mannslíf engu varða, dæmir sig sjálfur.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.