SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 20
20 11. september 2011 Á rása hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. sept- ember 2001 verður minnst með margvíslegum hætti um helgina í tilefni af því að í dag eru lið- in tíu ár frá atburðinum. Árásin olli straum- hvörfum. Tveimur farþegavélum var flogið á Tvíbur- aturnana í New York, einni á varnarmálaráðneytið í Washington og þeirri fjórðu hefði sennilega verið flogið á þinghúsið í Washington hefði farþegum vélarinnar ekki tekist að yfirbuga flugræningjana með þeim afleiðingum að vélin hrapaði í Pennsylvaníu. Bandaríkjamenn voru í losti. Hvernig gátu 19 menn vopnaðir dúkahnífum gert atlögu að innsta valdakjarna Bandaríkjanna og eyðlagt þær byggingar í New York, sem helst voru tákn um við- skiptamátt Bandaríkjanna? Myndirnar af logandi turnunum brenndu sig inn í vit- und heimsins. Flestir tóku undir með leiðarahöfundi Le Monde, sem lagði út af orðum Kennedys með því að segja að nú væru „allir Bandaríkjamenn“. Stríð gegn hryðjuverkum Viðbrögðin létu ekki á sér standa. George W. Bush Banda- ríkjaforseti hét því að forsprakkar ódæðisverksins yrðu hundeltir. Bandaríkjamenn myndu leggja allt í sölurnar til að ná Osama bin Laden og brjóta samtök hans, al-Qaeda, á bak aftur. Bush hafði í kosningabaráttunni ári fyrr gagnrýnt þá- verandi forseta, Bill Clinton, fyrir að beita Bandaríkjaher til íhlutunar í átök á erlendri grund. Án 11. september hefðu Bandaríkjamenn sennilega hvorki ráðist inn í Afg- anistan né Írak. Fyrir 11. september hafði verið afgangur á bandarískum fjárlögum. Nú er hallinn meiri en nokkru sinni. Á hinn bóginn var bin Laden felldur í Pakistan fyrr á árinu og fyrir rúmri viku drápu Bandaríkjamenn næst- æðsta valdamann al-Qaeda. Samtökin eru veik fyrir, þótt ekki séu þau dauð úr öllum æðum, og ekki hefur verið framið hryðjuverk í Bandaríkjunum á þeim tíu árum, sem liðin eru frá árásinni. Dýrkeypt öryggi Öryggi Bandaríkjamanna heima fyrir hefur verið dýr- keypt. Í nýjasta tölublaði vikuritsins The Economist er vitnað í útreikninga fræðimanna við Brown-háskóla á stríðskostnaðinum. Sex þúsund bandarískir hermenn hafa týnt lífi sínu ásamt fjölda hermanna bandamanna í lýjandi stríðsrekstrinum í Afganistan og Írak. Varlega áætlað hafa 137 þúsund óbreyttir borgarar verið drepnir í Afganistan, Írak og Pakistan. Vegna átakanna eru 7,8 milljónir flóttamanna í þessum þremur löndum. Kostn- aður Bandaríkjamanna með vöxtum og heilsugæslu fyrir fyrrverandi hermenn er talinn nema 4.000 milljörðum dollara, sem samsvarar samanlögðum fjárlagahalla Bandaríkjanna á árunum 2005 til 2010. Innrásin í Afganistan í kjölfar hryðjuverkanna naut víðtæks stuðnings. Stjórn talibana þar í landi hafði skotið skjólshúsi yfir bin Laden og al-Qaeda. Afganistan hefur fengið nafngiftina grafreitur stór- velda. Breska heimsveldið hrökklaðist þaðan í burtu og Sovétmenn hurfu þaðan sigraðir á braut með herlið sitt. Bandaríkjamenn lögðu sitt af mörkum til að styðja and- spyrnuna við sovéska herinn og áttu sinn þátt í tilurð al- Qaeda. Þeir voru fljótir að steypa stjórn talibana og sátu lengi um liðsmenn al-Qaeda til fjalla þar sem heitir Tora Bora. Talibönum og al-Qaeda tókst hins vegar að ná vopnum sínum í löglausum héruðum Pakistans við landamæri Afganistans og hafa þaðan herjað á Bandaríkjamenn. Erfitt samband við Pakistan Sambandið við Pakistan er sérstakur kapítuli. Pakistanar finna til mikils óöryggis gagnvart Indverjum og hafa reynt að tryggja sig með ýmsum hætti. Samband þeirra við stjórn talibana á sínum tíma var mjög náið. Pakistanar reyndu án árangurs að fá stjórnvöld í Kabúl til að fram- selja bin Laden og liðsmenn hans til að afstýra innrásinni í Afganistan. Pakistanar hétu stuðningi við stríðið gegn hryðjuverkum og Bandaríkjamenn hafa dælt í þá millj- örðum dollara, en samband pakistanska hersins og leyni- þjónustunnar við hina gömlu bandamenn og vanmátt- urinn gagnvart uppgangi bókstafstrúarmanna, talibana og hryðjuverkahópa í áðurnefndum landamærahéruðum hefur skapað tortryggni í samskiptum ríkjanna, sem minnkaði ekki þegar í ljós kom að bin Laden hafði dvalið undir nefinu á pakistönskum yfirvöldum í borginni Quetta svo árum skipti. Stjórnvöld í Pakistan eru hins vegar ekki öfundsverð. Samstarfið við Bandaríkjamenn fellur í grýttan jarðveg hjá almenningi í landinu. Stjórn Pakistans stendur veikum fótum og falli völdin þar í hendur bókstafstrúarmönnum er það ekki síst áhyggju- efni vegna þess að landið er kjarnorkuveldi. Óstöðugleik- ann í Pakistan má ekki bara rekja til atburðarásarinnar eftir 11. september, en hún á sinn þátt í því hvernig komið er. Innrásin í Írak Innrásin í Írak var allt annað en eðlileg afleiðing af hryðjuverkunum fyrir tíu árum. Saddam Hussein var vissulega harðstjóri, en þegar hryðjuverkin voru framin var þónokkuð síðan hann hafði framið sín verstu ódæð- isverk óáreittur af bandarískum stjórnvöldum, sem þá töldu að hann væri nytsamlegur bandamaður til að halda aftur af Írönum. Í bókum blaðamannsins Bobs Woodwards um stjórn- artíð Bush kemur fram að eldarnir voru vart slokknaðir eftir 11. september þegar Dick Cheney varaforseti og Do- nald Rumsfeld varnarmálaráðherra byrjuðu að róa að því á stjórnarfundum að ráðist yrði inn í Írak. Réttlætingin var fundin í kjölfarið. Sagan af því hvernig reynt var að láta sögusagnir og óljósar vísbendingar líta út fyrir að vera beinharðar sannanir fyrir því að Írakar byggju yfir stór- hættulegum gjöreyðingarvopnum og væru aðeins hárs- breidd frá því að geta beitt þeim gegn Vesturlöndum hef- ur verið margsögð. Bandaríkjamönnum og Bretum var svo mikið í mun að trúa eigin málflutningi um gereyðing- arvopnin að þeir gáfu sér ekki tíma til að hlusta á þá, sem héldu fram hinu gagnstæða. Tengsl Saddams við hryðju- verkin 11. september voru engin, þótt tilraun hefði verið gerð til að sýna fram á hið gagnstæða. Gert er ráð fyrir því að bandaríski herinn fari frá Írak í lok þessa árs. Þar hefur margt breyst til hins betra frá þeim miklu átökum, sem brutust út eftir innrásina í mars 2002. Olíuframleiðsla fer vaxandi og það hefur sín áhrif á efnahagslífið, en stöðnun ríkir í stjórnmálum og spurning hvort stjórn Nuris al-Malikis sé ekki frekar höll undir Ír- ana en Bandaríkjamenn, deilur við Kúrda eru óleystar og þótt dregið hafi úr spillingu í Írak segja Sameinuðu þjóð- irnar að hún sé mikill dragbítur á fjárfestingu, vöxt og at- vinnusköpun. Samkvæmt samtökunum Transparency International er Írak fjórða spilltasta land í heimi. Pyntingar í nafni mannréttinda Bush boðaði stríðið gegn hryðjuverkum meðal annars í nafni frelsis. Bandaríkjamenn hafa ávallt verið talsmenn mannréttinda og bandaríska utanríkisráðuneytið gerir reglulega skýrslu um það hvernig ríki heims standa sig í mannréttindamálum. Bandaríkjamenn hafa þó ekki alltaf verið með óflekkaðar hendur í þeim efnum og má þar nefna þjálfun bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, á bull- um suður-amerískra harðstjóra. Pyntingar urðu snar þáttur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Myndir af pyntingum og niðurlægingu bandarískra hermanna á föngum í Abu Ghraib í Írak vöktu óhug um allan heim. Í ljós kom að slík meðferð á föngum var ekki einsdæmi. Fangar, sem margir höfðu ekkert til saka unn- ið, voru beittir harðræði í fangelsi Bandaríkjamanna í Gu- antanamo á Kúbu þar sem þeir fengu að dúsa án dóms og Holundin grær. Bletturinn þar sem tvíburaturnarnir stóðu hefur tekið miklum breytingum frá því að hryðjuverkin voru framin 11. september fyrir tíu árum. Í dag, sunnudag, verður afjhúpaður minnisvarði og safn á staðnum að viðstöddum Barack Obama Bandaríkjaforseta og George W. Bush, sem var forseti þegar árásin var gerð.Áratugur í skugga ódæðis Hrottaleg árás hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda á Bandaríkin 11. september 2001 hratt af stað atburðarás, sem hefur kostað Bandaríkjamenn 4.000 milljarða dollara og jafnvel sess þeirra sem öflugasta heimsveldið. Tekist hefur að hemja samtökin, en ekki uppræta þau. Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.