SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 26
26 11. september 2011 U pphaflega hugmyndin hjá Sigríði Víðis Jónsdóttur var að semja greinaflokk um flóttakonurnar og Al Wa- leed-flóttamannabúðirnar en fljótlega varð henni ljóst að efninu yrðu aðeins gerð góð skil með bók. Flótta- mannabúðirnar hafa verið kallaður versti staður á jörðinni og þar á spurn- ingin: „Hvort er betra að kafna úr hita eða frjósa úr kulda?“ vel við. Hún hitti konurnar fyrst í janúar 2009. „ Þeim fannst mjög undarlegt en jafnframt áhugavert að þarna væri kona sem langaði að fara í búðirnar sem þær voru nýbúnar að sleppa úr,“ segir Sig- ríður en í mars 2009 fór hún út í vett- vangsferð í flóttamannabúðirnar. Fólkið, konurnar átta og 21 barn, á allt rætur að rekja til Palestínu en hafði alið allan sinn aldur í Írak. „Strax og ég hitti þær komst ég að því að þær ættu ættingja í búðunum. Ég byrjaði að klóra í yfirborðið og fann að það var mikið þarna undir,“ segir Sig- ríður sem kynntist konunum vel og segir að þær hafi tekið henni opnum örmum en viðtölin fóru fram með túlki enda konurnar nýkomnar til Íslands þegar höfundurinn hitti þær fyrst. „Ég fann að þær vildu sannarlega segja þessa sögu,“ segir hún. Það sem ýtti undir sterk tengsl Sig- ríðar við konurnar var heimsókn henn- ar í flóttamannabúðirnar þar sem hún hitti ástvini þeirra. „Þetta var mjög til- finningaþrungið. Ég fór með bréf og ljósmyndir frá þeim og þegar ég fór heim vildu ættingjarnir allir senda hluti til baka. Þegar ég kom heim aftur úr þessari heimsókn var samband okkar orðið mjög sérstakt. Það var sumarið 2009 og síðan þá erum við búnar að vera í miklu sambandi.“ Ári síðar fór hún í annað ferðalag sem var ekki síður tilfinningaþrungið fyrir margar kvennanna. „Ég fór til Ísrael til að hafa uppi á stöðunum sem þær eru upprunalega frá. Þær hafa aldrei komið þangað. Foreldrar þeirra, ömmur og af- ar, flúðu þegar Ísraelsríki var stofnað og gátu aldrei snúið til baka. Ég var þarna að leita að rústum af palestínskum þorpum í Ísrael og átti nokkur símtöl við þær, sem ég mun aldrei gleyma.“ Að halda á palestínskri jörð Sigríður sótti minjagripi í heimsókn- inni, blóm, vatn og mold, eins og hún segir frá í bókinni: „Ég beygi mig niður og hefst handa við það sem Ayda bað mig um áður en ég hélt af stað. Dreg fram tvö filmubox, róta jarðveginum upp og fylli þau af mold. Ætla að taka þetta með heim á Skaga. „Mig langar bara svo að geta haldið á palestínskri jörð …“ hafði Ayda sagt feimnislega. Augun snögglega full af tárum. „Hef aldrei farið þangað … Langar að … snerta Palestínu … þó ekki sé nema eitt andartak …“ Síðan rétti hún úr bakinu og örlítið bros færðist yfir andlitið. „Ég veit þetta hljómar einkennilega en viltu gera þetta fyrir mig?““ Eftir ferðalagið fór hún til allra kvennanna og lét þær fá eitthvað til minja en til viðbótar tók hún margar myndir og myndbönd í heimsókninni. Frásögn í sögulegu samhengi Fyrir bókina tók hún viðtöl við allar konurnar en tvær þeirra, Ayda og Lína eru í forgrunni. „Framlag hinna var samt afar mikilvægt. Þannig sá ég stærri mynd, eitthvert mynstur í því sem gerðist í Írak. Þegar ég fór uppá Akra- nes fyrir tveimur árum og níu mán- uðum átti ég ekki von á því annars veg- ar að það kæmi út úr þessu bók og hins vegar að ég myndi eignast þarna átta vinkonur. Það hætti líka aldrei að koma mér á óvart hvað það var mikið á bak við þetta og hvað saga þeirra end- urspeglaði mikla sögu.“ Bókin er skrifuð sem frásögn en ekki viðtöl og er reynsla kvennanna jafn- framt sett í sögulegt samhengi. „Hvernig er að vera í Íraksstríði? Hvernig er að búa í flóttamannabúðum? Mér fannst áhugavert að taka mjög framandi reynslu og reyna að færa hana eins nálægt lesendunum ég gat.“ Hún útskýrir að saga Palestínumanna í Írak hafi ekki farið hátt. „Þetta er ekki stór hópur, nokkrir tugir þúsunda. Þær tilheyra því sérstökum hópi sem lenti í óvenjulegum aðstæðum í Íraksstríðinu. Þær vilja að saga þessa hóps komi fram og eru að miðla henni í gegnum sögu sína,“ segir hún en eftir að Íraksstríðið hófst varð þessi hópur utangarðs í land- inu og sætti ofsóknum. Við skrifin þurfti Sigríður að reyna að setja sig í spor kvennanna. „Hvernig leið þeim í þessum aðstæðum og hvern- ig get ég miðlað því? Þær voru tilbúnar til að svara öllum spurningum þannig að við ræddum hlutina í þaula og mjög persónulega. Það var mjög lærdómsríkt og maður fór að sjá hlutina í öðru ljósi.“ Annað sjónarhorn á fréttirnar Hún segir líka að sögur kvennanna hafi sett kreppuna á Íslandi í annað sam- hengi. „Þetta var að mörgu leyti góð leið fyrir mig til að komast í gegnum þessa kreppu,“ segir hún og meinar að hún hafi fengið annað sjónarhorn á fréttirnar hér á landi eftir að hafa heyrt persónulegar sögur kvennanna af hörmungum í Íraksstríðinu. En hafa Íslendingar kannski meiri áhuga á svona sögum eftir hrun? „Ég held það geti vel verið. Við sjáum til dæmis hjá UNICEF að almennt er mikil meðvitund hjá fólki um að leggja sitt af mörkum til hjálparstarfs,“ segir Sigríður sem gegnir núna starfi upplýs- ingafulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi. „Þegar fólk hér hefur það ekki gott veit það líka hvernig það er að hafa það slæmt og getur þannig ef til vill sett sig betur í spor þeirra sem eru enn verr staddir.“ Eins og að vera nafnlaus Skyldi höfundinn langa að koma bók- inni út á erlendri grundu? „Fyrst er að koma henni út hér! En efnið er auðvitað alþjóðlegt,“ segir hún og útskýrir að þetta séu tvöfaldir flóttamenn og í of- análag ríkisfangslaust fólk. Það vakti athygli á alþjóðavísu þegar hópurinn kom til Íslands. Sjálf skrifaði hún grein sem birtist hjá New York Times eftir „Þegar ég fór uppá Akranes fyrir tveim- ur árum og níu mánuðum átti ég ekki von á því annars vegar að það kæmi úr þessu bók og hins vegar að ég myndi eignast þarna átta vinkonur,“ segir Sig- ríður meðal annars í viðtalinu. Tilfinninga- þrungið ferða- lag með átta vinkonum „Ég vildi að ég gæti sagt að þessi bók væri skáld- saga. Því miður. Allir atburðir í bókinni gerðust í raun og veru,“ skrifar Sigríður Víðis Jónsdóttir í bókinni Ríkisfang: Ekkert, sem kemur út á veg- um Forlagsins á þriðjudaginn. Undirtitillinn er Flóttinn frá Írak á Akranes en bókin segir sögu flóttakvennanna átta sem komu til landsins fyrir þremur árum, þann 8. september 2008. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Mynd: Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.