SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 15
11. september 2011 15
G
uð minn góður! Þetta er hryðjuverkaárás!“
Ég var að heyra að önnur flugvél hefði
stungið sér inn í World Trade Center í New
York. Hálftíma síðar átti ég eftir að komast
að því að enn ein vélin hefði rekist á Pentagon.
„Þú þarft að fara í byrgið núna!“ æpti leyniþjón-
ustumaðurinn á mig. „Það eru vélar að fljúga á bygg-
ingar út um alla Washington-borg. Hvíta húsið hlýtur
að vera næst.“
Ég var hér um bil hrifin á loft og ýtt í átt að neyð-
armiðstöð forsetaembættisins, ég nam staðar til að
hringja í Bush forseta.
„Þú getur ekki komið aftur hingað,“ sagði ég.
„Ég er að koma,“ svaraði hann.
„Vertu kyrr þar sem þú ert,“ sagði ég og hækkaði
röddina með þeim hætti sem ég hafði aldrei áður gert
við forseta Bandaríkjanna og myndi aldrei gera aftur.
„Ráðist hefur verið á okkur, ég meina Bandaríkin.“
Fyrir okkur embættismennina var eins og tíminn
hefði stöðvast þennan dag. Fyrir okkur og fjölskyldur
fórnarlambanna hafa allir dagar síðan verið 12. sept-
ember.
Hugmyndir okkar um öryggi og hvað þarf til að
verja landið hafði breyst fyrir lífstíð. Bandaríkin,
mesta her- og efnahagsveldi í heimi, hafði orðið fyrir
voðalegri árás. Og hún hafði verið framkvæmd af
landlausum hópi öfgamanna sem gerði út frá svæði
sem var á þeim tíma brostið ríki, Afganistan.
Mánuðina eftir árásina veltum við dýpstu rót orsak-
anna aftur og aftur fyrir okkur. Hverjir gátu verið
haldnir svo djúpstæðu hatri að þeir fengust til að
fljúga flugvél inn í byggingar á þessum bjarta sept-
emberdegi?
Tíu árum síðar liggur fyrir að 11. september gerði
það að verkum að nauðsynlegt er að efla lýðræðið á
heimsvísu og styðja dyggilega við bakið á pólitískum
stofnunum.
Árið 2002 kom hópur arabískra fræðimanna saman
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og sendi frá sér þró-
unarskýrslu, þar sem bent var á þrjú atriði – virðingu
fyrir frelsi mannsins, valdleysi kvenna og aðgang að
þekkingu – sem standa framförum milljóna manna
fyrir þrifum. Þessi atriði gera meiri miska: Þau valda
vonleysinu sem aftur skapar tómarúmið sem öfgar og
hatur streyma inn í.
Þetta er tengingin milli þess sem átti sér stað 11.
september og þarfarinnar fyrir lýðræðislegar umbætur
í Mið-Austurlöndum. Í sextíu ár sóttust Bandaríkin
eftir stöðugleika á kostnað lýðræðis með því að styðja
ógnarstjórnir. Við hefðum átt að vita betur.
Hafi fólk engar leiðir til að láta stjórnvöld sæta
ábyrgð með friðsamlegum breytingum mun það grípa
til ofbeldis. Það er engin tilviljun að best skipulögðu
pólitísku öflin í Mið-Austurlöndum í dag eru öfga-
hópar. Einræðisherrarnir bönnuðu stjórnmál á al-
menningstorgum og fyrir vikið hörfuðu „stjórnmálin“
inn í róttækar moskur og madrössur.
Nú þurfa sönn pólitísk öfl – sem munu verja kven-
réttindi og hafa umburðarlyndi gagnvart trú og þjóð-
erni – tíma til að skipuleggja sig og fylla í tómið. Ein-
ræði verður einfaldlega ekki liðið. Eins erfitt og
ferðalagið í átt að lýðræði gæti orðið er það eina leiðin
sem færir okkur raunverulegan stöðugleika.
Víg Osamas bin Ladens einungis fáeinum mánuðum
áður en áratugur er liðinn frá árásunum 11. september
og sprengingin sem arabíska vorið hefur haft í för
með sér á umliðnum mánuðum draga saman lærdóm-
inn af þessum hörmulega degi. Ofstæki mun láta und-
an um leið og almenningur finnur lögmætar leiðir til
að hafa áhrif á sína eigin framtíð. Ég hef enga trú á því
að ofstækið verði ofan á þegar opnar rökræður verða
leyfðar á torgum.
Pólitískar stofnanir munu líta dagsins ljós – veik-
burða í fyrstu en á endanum verða þær nauðsynlegar
til að skilgreina sambandið milli ríkisvaldsins og rétt-
inda einstaklingsins.
Í Bagdad og Kabúl er almenningur að reyna að nota
hinar nýju lýðræðislegu stofnanir til að tryggja frjáls-
um konum og körlum betra líf. Leiðin er löng en
menn eru í það minnsta á réttri braut með stjórn-
arskrám sem skilgreina sambandið milli þeirra sem
stjórna og þeirra sem fallast á að vera stjórnað.
Fólkið sem upplifir nú leiftur af frelsi í Egyptalandi,
Líbíu, Sýrlandi, Túnis og þvert yfir Mið-Austurlönd er
rétt að byrja að byggja upp stofnanir sem munu
tryggja því frelsi. Sumstaðar eru einræðisherrar að
reyna að fresta falli sínu. Hægt er að tefja frelsið en
ekki hafna því.
Eftir 11. september höfum við gert okkur grein fyrir
því að ekkert ríki getur verið öruggt í einangrun og að
hjálpa brostnum ríkjum að gróa sára sinna er ekki
lengur bara spurning um örlæti – nú er það nauðsyn.
Fyrir vikið hafa Bandaríkin fylgt utanríkisstefnu
sem er jafn praktísk og hún er samúðarfull og um-
myndandi: Við hvetjum til efnahagslegrar og fé-
lagslegrar þróunar, við beitum okkur fyrir því að hin-
um auðsærðu verði færð aukin völd og veitum þeim
skjól og berjumst fyrir siðmenntuðum og á endanum
friðsamlegri heimi.
Þessi hugsjón gengur þvert á stjórnmálaflokka og er
í raun hornsteinn bandarísks samfélags og þeirra, sem
við Bandaríkjamenn erum fulltrúar fyrir.
Á næstu dögum verður fólks sem týndi lífi 11. sept-
ember minnst af fjölskyldum, vinum, samborgurum
og samúðarfullu fólki um heim allan. Enginn verður
vakinn aftur til lífsins – eftir standa syrgjandi for-
eldrar og börn, eiginmenn og -konur, bræður og
systur, sem verða aldrei að fullu heil á ný.
En mögulega er einhver huggun í því fólgin fyrir
þetta fólk – okkur öll – að hörmungarnar sem dundu
yfir þennan dag höfðu djúpstæða merkingu. Vegna
þolgæða Bandaríkjanna er 11. september hvorki dag-
setning sem minnir okkur á ósigur eða vanmátt né
meinta hnignun stórveldis. Það er dagsetning sem
hvetur okkur, í sorg og sigri, til að lýsa því yfir að
frelsið muni verða ofan á. Mörg okkar njóta þeirrar
guðsblessunar að vera frjáls. Það er hlutverk okkar og
skylda að unna okkur ekki hvíldar fyrr en það á við
um heim allan.
Condoleezza Rice var utanríkisráðherra Bandaríkjanna
frá 2005 til 2008. Hún var öryggisráðgjafi forsetans
frá 2001 til 2005. Hún er prófessor í stjórnmálahagfræði
við Stanford-háskóla í Kaliforníu; yfirmaður á sviði
stefnumótunar við Hoover-stofnunina þar; og prófessor
í stjórnmálafræði við háskólann. Ný bók hennar,
No Higher Honor, kemur út 1. nóvember næstkomandi.
11. september 2001 var Rice á skrifstofu sinni í vest-
urhluta Hvíta hússins þegar aðstoðarmaður hennar upp-
lýsti hana um árásirnar á World Trade Center.
Lýðræðið mun sigra
Í sextíu ár sóttust Bandaríkin
eftir stöðugleika á kostnað
lýðræðis með því að styðja
ógnarstjórnir. Við hefðum
átt að vita betur.
Condoleezza Rice
Condoleezza Rice
ásamt George W.
Bush þáverandi for-
seta Bandaríkj-
anna. Rice var ör-
yggisráðgjafi Bush
þegar árásirnar
voru gerðar.
Örvænting og skelfing greip að vonum um
sig í nágrenni World Trade Center 11.
september fyrir tíu árum. Hér hjálpar
slökkviliðsmaður vegfarendum í burtu.
Reuters
© The New York Times 2011.