SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 9
11. september 2011 9
B
arcelona er besta knattspyrnulið heims um þessar mundir. Ekkert fær
breytt þeirri skoðun minni; jafnvel besta lið sögunnar. Í það minnsta
eitt þeirra allra bestu.
Margir eru sammála þessu og í sjálfu sér mjög auðvelt að slá fram
slíkri fullyrðingu því Barca er best. Ég get ekki ímyndað mér að margir utan
Madrídar hreyfi við því mótmælum. Stuðullinn á slíka yfirlýsingu á Lengjunni
yrði ekki hár. Einfaldasta leiðin er
að telja verðlaunagripina en feg-
urðin er líka yfirþyrmandi.
Þess vegna er best að byrja þessa
pistlagöngu á að spá því að liðið
verði ekki Evrópumeistari í vor!
Hvernig má það vera?
Rétt er að taka fram strax að alls
ekki er um óskhyggju að ræða. Og
að undirstrika í leiðinni að ég hef
unun af því að horfa á stolt Katalóna
leika listir sínar. Liðið er ekki bara
best í heimi heldur líka skemmti-
legast.
En þó Barca sé best fékk ég á til-
finninguna, þegar dregið var í riðla
Meistaradeildarinnar á dögunum,
að skrifað væri í skýin að Rauðu
djöflarnir frá Manchester hömpuðu
bikarnum glæsilega næsta vor.
Þannig vildi til að ég var við-
staddur dráttinn í Mónakó. Allt var
elegant og fór vel fram. Gamlar
kempur voru dregnar á svið til að-
stoðar, m.a. Manchester United
goðsögnin Sir Bobby Charlton.
Charlton var einn þeirra sem lifði
af flugslysið hræðilega í München
árið 1958, þegar flestir bestu leik-
menn enska liðsins létust. United
var á heimleið frá Júgóslavíu eftir
frækinn sigur í Evrópuleik, vélin
millilenti í þýsku borginni til að
taka eldsneyti en komst ekki á loft
aftur heldur þeyttist út af brautinni
með þessum skelfilegu afleiðingum.
Áratug síðar hampaði Bobby
Charlton Evrópubikarnum, fyrstur
fyrirliða Manchester United, eftir
sigur á portúgalska félaginu Benfica
í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Það var stórkostleg stund í sögu
þessa magnaða félags og með ólíkindum að Matt Busby hefði byggt upp svo sterkt
lið svo stuttu eftir að svo margir lærisveina hans létust.
Ég sá fyrst móta fyrir skrifum í skýin þegar Sir Bobby dró miða með nafni Ben-
fica. Honum á vinstri var þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Paul Breitner sem
veiddi upp úr skál bolta, þar sem var að finna miðann sem gaf til réði því í hvaða
riðli Benfica skyldi leika. Niðurstaðan varð, nema hvað, að portúgalska stórveldið
yrði í riðli með Manchester United. Þá varð skriftin skýrari.
Man einhver hvar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verður í vor? Alveg rétt,
hann verður í München.
Tilviljun? Varla.
Þar að auki er ljóst að Sir Alex Ferguson, alvaldur liðs Manchester United, hefur
enn einu sinni náð að setja saman stórkostlega liðsheild. Ekki dregur það úr líkum
á sigri. Kannski getur aðeins eitt komið í veg fyrir að skriftin í skýjunum verði
enn læsileg í vor – lið Barcelona.
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst eftir helgina og svo skemmtilega vill til
að strax í fyrstu umferð tekur Benfica á móti Manchester United. Segjast verður
eins og er að ekki lítur út fyrir að allir leikir verði sérlega spennandi, svo mörg
„lítil“ lið voru í pottinum en það gerir keppnina þó skemmtilega á vissan hátt;
ekki væri gaman ef einungis sömu „stóru“ liðin væru á ferðinni ár eftir ár heldur
er ætíð von á hinu óvænta.
Ég sannfærðist þó ekki endanlega fyrr en um miðnætti kvöldið eftir drátt
hverjar lykir yrðu í vor; veðurguðinn lýsti þá yfir stuðningi við United. Sá stuðn-
ingur var að vísu óbeinn eða ætti ég að segja táknrænn, en þó góður punktur yfir
i-ið; eldingar lýstu upp smáríkið við strönd Miðjarðarhafsins og þar gerði slíkt
úrhelli að ég gat allt eins verið staddur í Manchester borg …
Skrifað í skýin
að United vinni
Meira en
bara leikur
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Bobby Charlton á sjúkrahúsi í München eft-
ir að lið Man. Utd. lenti í flugslysinu 1958.
’
Var það tilviljun að
Sir Bobby dró Ben-
fica-miðann og að
portúgalska liðið er í riðli
með Man. Utd þegar úr-
slitaleikurinn verður í
München? Varla.
Sir Bobby Charlton í Mónakó þegar dregið
var í riðla Meistaradeildarinnar á dögunum.
E
itt af frægustu auglýs-
ingaspjöldum 20. aldarinnar er
af ungri stúlku og hundi, sem
bítur í bikiníbuxurnar hennar,
fyrir sólarvarnarmerkið Coppertone.
Stúlkan sem er fyrirmynd auglýsing-
arinnar heitir Cheri Irwin og var
þriggja ára þegar myndin var teiknuð.
Móðir hennar, Joyce Ballantine Brand,
gerði auglýsinguna eftir hugmyndum
Coppertone. Hún leitaði ekki langt yfir
skammt heldur notaði dóttur sína sem
fyrirmynd.
Dagblaðið St. Petersburg Times í
Flórída í Bandaríkjunum tók nýverið
viðtal við Irwin, sem er flutt til ríkisins
og rekur núna ferðaþjónustu. Hún er
með skoðunarferðir um sögufræga
hverfið Ybor City í Tampa. Ferðin, sem
tekur einn og hálfan tíma, er sérstök að
því leyti að Irwin og þeir sem fara í
ferðina, ferðast allir á Segway-hjólum,
sem er sérstakur vélknúinn fararskjóti
á tveimur hjólum.
Hún segir að flestir vinir hennar hafi
vitað að hún hafi verið Coppertone-
stúlkan og það hafi ekki endilega verið
af hinu góða. „Fólk verður alltaf svo
spennt þegar það fréttir þetta. Fólk
getur verið pirrandi í sambandi við
þetta. Stundum spyr það um bikinífarið
mitt,“ segir hún en það er spurning
sem hún ítrekar að henni finnist ekki
sniðug enda hefur hún heyrt hana
margoft.
„Árið 1993 virtist vera aukinn áhugi
á þessari staðreynd. Ég fór í spjallþátt
Sally Jessy og Entertainment Tonight,“
segir hún en athyglina má rekja til þess
að sólarvörnin átti 40 ára afmæli þetta
herrans ár og var ýmislegt gert af því
tilefni.
Móðir hennar lést í svefni 88 ára
gömul árið 2008 og starfaði alla tíð að
list sinni og lifði áhugaverðu lífi.
Irwin segist kannski ekki hafa lifað
eins spennandi lífi og móðir hennar en
hana hafi langað að gera eitthvað sem
skipti máli með stofnun ferðaþjónustu-
fyrirtækisins.
„Þegar fólk fer í þessa ferð með mér
er það að skapa minningar. Það á eftir
að muna alla tíð eftir deginum sem það
fór í ferðalag á Segway. Ég segi alltaf
öllum að ég sé í minningabransanum.“
Af Coppertone-teikningunni er það
að frétta að hún hefur nú tekið breyt-
ingum. Í frumgerðinni sást mun meira í
rasskinnarnar en nú þykir það skilj-
anlega ekki lengur vera við hæfi.
ingarun@mbl.is
Coppertone-stúlkan sjálf á auglýsingaplakatinu fræga.
… Coppertone-stúlkuna?
Hvað varð um …
Cheri Irwin á Segway-hjólinu sínu í Tampa.
Plakatið fræga hefur margoft verið stælt eins og sjá má á þessum tímaritaforsíðum. Hér má
sjá Carmen Elektra á forsíðu Esquire og Jim Carrey framan á Rolling Stone.