SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 2
2 11. september 2011 Við mælum með Fimmtudagur 15. september Rússneska goðsögnin Gennadíj Rosdestvenskíj hefur sann- arlega unnið hug og hjörtu ís- lenskra tónleikagesta, og sama má segja um eiginkonu hans, Viktoriu Postnikovu. Þau koma nú fram í fyrsta skipti með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni. Á efnisskrá eru verk eftir Tsjajkovskíj og Rakhman- inoff. Morgunblaðið/Ómar Rússneskri veislu 4-8 Vikuspeglar Samkynhneigðir karlar fá aftur að gefa blóð í Bretlandi, Íshokkílið ferst í flugslysi í Rússlandi og sparkelskur sonur Gaddafis. 24 Móðurhjartað slær ört Bjarney Jóhannesdóttir á Akranesi á fjóra syni sem allir hafa verið at- vinnumenn í knattspyrnu og leikið með a-landsliði Íslands. 28 Komið að þolmörkum Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að sameiginlegt átak stjórnvalda, skóla og samfélags þurfi til að efla háskólann. 34 Hinum hljóðláta farangri … Rúmenski rithöfundurinn og nóbelsverðlaunahafinn Herta Müller hélt opnunarræðu Bókmenntahátíðar í Reykjavík. 36 Heimurinn er frumskógur Nawal Al Saadawi er afkastamikill rithöf- undur sem hefur barist fyrir mannréttindum og kvenfrelsi. 40 Sæla í stórum skömmtum Á erfiðum dögum ætti maður að leyfa sér að gúffa dálítið í sig og gera líkamann sykurklístraðan að innan. Lesbók 42 Brot af því besta … Kvikmyndaunnendur bíða ugglaust spenntir eftir þeirri kvikmynda- veislu sem boðið verður upp á síðar í þessum mánuði. 44 Sagan endalausa Bandaríski rithöfundurinn George R.R. Martin er gefinn fyrir langlokur sem sumir sýta en aðrir fagna. 32 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók ljósmyndari Reuters. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 26 38 Augnablikið É g hef alltaf litið hjarðeðli mannskepn- unnar hornauga. En í raun ætti maður ekki að gera það. Heldur lofa það. Með samtakamætti náði mannskepnan að ráða við sér stærri dýr. Þannig náði hún yfirráðum á jörðinni og hver hafði skjól af öðrum. En þegar maður hefur séð hjarðeðlið virkjað til illra verka verður maður meira á varðbergi gagnvart því. Maður leggur á sig ómælda vinnu við að kynna sér hvert málefni samtímans til að hafa eitthvað sem er kallað ígrundaða skoðun á málefninu. Fylgja ekki einhverjum skipunum eða þrýstingi hópa í kringum sig. Stundum er andúð manns á því að láta undan þrýstingi svo sterk að maður hefur tilhneigingu til að styðja andstæða skoðun aðeins vegna þrýstingsins. Þótt þá sé í raun verið að láta þrýstinginn hafa áhrif á skoðanamyndun sína, þótt það sé í öfuga átt. En í einu hef ég alltaf látið hjarðeðlið ráða og það er í eigin fatasmekk. Ég fór í sambúð nánast strax við sextán ára aldur og lét kærustuna mína ráða fatasmekk mínum. Hún tók við akkúrat þar sem yfirráðum móður minnar lauk. Þannig hefur það haldist alla tíð. Í sjálfu sér var þetta skynsemd- arráðstöfun. Mér er sama hverju ég klæðist svo framarlega sem það haldi á mér hita. Fyrst þær hafa skoðun á því, er um að gera að taka þá skoðun upp. Ný kærasta hefur kannski komið með nýjan fatasmekk og þá hefur tekið við umbreytinga- tímabil þar sem ég er að læra að gera mér upp nýja skoðun á fötum. Þannig hefur viðhorf mitt líka verið gagnvart íþróttavörum, maður fylgdi vinum sínum í ein- hverja búð og keypti íþróttavörur sínar þar og spáði ekkert í hversvegna maður gerði það. Þannig fór ég að versla í íþróttavöruversluninni Jóa út- herja. Maður keypti allt sitt þar því að hjörð íþróttafélaga manns gerði það. Svo lendi ég allt í einu í því að í hugsunarleysi kaupi ég fótboltaskó á mig sem eru númeri of litlir. Þegar ég prófaði þá á vellinum áttaði ég mig á því að þetta myndi ekki ganga. Þegar ég ætlaði að skipta þeim daginn eftir og fá númeri stærra sagði afgreiðslumaðurinn að það mætti ekki. Ég átti erfitt með að skilja af hverju, það var ekki eins og ég væri að reyna að skipta notuðum nærbuxum fyrir nýjar. Þetta eru fótboltaskór, þeir eyðileggjast ekki við það að ég hafi gengið í þeim í tíu mínútur á fótboltavelli. En honum varð ekki haggað, ekki þótt ég byði honum að hann tæki þá á hálfvirði til baka og ég myndi borga helminginn í skóm sem væru númeri stærri. Ég spurði hann þá ráða, hvar ég gæti selt skó sem hefðu verið notaðir í tíu mínútur og hann sagðist ekki vita það. Ég lofaði þá sjálfum mér að kaupa nýju skóna annars staðar. Þegar ég fór í íþrótta- búðina í Kringlunni daginn eftir brá mér heldur betur í brún þegar ég sá til sölu samskonar takka- skó og ég hafði keypt í Jóa útherja á meira en helmingi lægra verði. Við það að fara í aðra verslun var kominn sparnaður upp á heilar 10.000 krónur. Ég fékk áfall þegar ég byrjaði að velta fyrir mér hvað ég hefði hugsunarlaust eytt miklu fé í fok- dýra hluti í Jóa útherja sem var hægt að kaupa fyrir lítið fé í öðrum búðum. Ég hugsaði síðan af miklu þakklæti til afgreiðslumannsins í Jóa útherja fyrir að hafa bæði verið óliðlegur og dónalegur við mig, því annars hefði ég aldrei farið í aðra búð til að kaupa skó. Óliðlegheitin hafa líklega til langs tíma litið sparað mér stórfé. Dónaskapur fólks er aug- ljóslega hollur, hann fær mann til að hugsa. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Dásamlegi dónaskapur Dónaskapur er oft- ast flokkaður sem löstur hjá fólki en er kannski sam- félaginu bráðnauð- synlegur. 16. september Söngfuglar er ferðalag aftur til fortíðar með sögum, söng og kaffitári með súkkulaði. Jana María og Ívar Helgason ásamt hljómsveit taka höndum saman og fara yfir þekkt pör íslenskrar dægurlagasögu á tónleikum í all- an vetur í Salnum Kópavogi og í Hofi á Akureyri. Tónleikarnir í Salnum hefjast kl. 20. 17. sept. Galdrakarlinn í Oz, einn vinsæl- asti fjölskyldusöngleikur allra tíma, frumsýndur í Borgarleik- húsinu. Sígilt ævintýri um Dóró- teu sem leggur upp í langferð til Gimsteina- borgarinnar handan regn- bogans. Miðasala 568 8000 borgarleikhus.is Áskriftar- kortið okkar Fjölskyldan Bjarkarási 13

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.