SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 14
14 11. september 2011 É g hygg að við sem bjuggum og störfuðum í mið- borg New York árið 2001 höfum fundið mest fyrir árásunum á World Trade Center. Við finn- um ennþá fyrir þeim. Ground Zero er í næsta nágrenni, þannig að eyðileggingin sem 11. september hafði í för með sér umlykur okkur. Þennan dag var ég á fundi og á leið út á flugvöll til að ná flugi til Los Angeles þegar Raphael sonur minn hringdi og tilkynnti mér að flugvél hefði flogið á World Trade Cent- er. Ég fór strax heim. Úr íbúðinni minni sá ég turnana, um það bil níu húsa- lengdum í burtu. Í gegnum kíkinn sá ég eld og reyk stíga upp frá byggingunum. Þegar suðurturninn hrundi voru fréttirnar í gangi og ég þurfti að snúa mér frá glugganum að sjónvarpinu til að fá staðfestingu á því sem ég var að horfa á með berum augum; það var fjarstæðukennt. Síðan hrundi norðurturninn. Maður trúði ekki sínum eigin augum. Ég missti hvorki skyldmenni né náinn vin þegar turn- arnir hrundu en eftir árásina virkaði allt sem ég hafði gert, allt sem ég stefndi að, tilgangslaust; allt bara stöðv- aðist. Ég hygg að 11. september hafi á einhvern hátt haft djúpstæð áhrif á alla íbúa New York. Hamfarir laða fram það besta í fólki. Mér verður hugsað til allra slökkviliðs- og lögreglumannanna og óbreyttra borgara sem brugðust við. Margir þeirra dóu hetjudauða. Það var mannlegt eðli að bregðast við, að ýta öllu öðru frá sér og veita hjálp. Þegar voveiflegir atburðir af þessu tagi eiga sér stað vill fólk hjálpa hvað öðru. Við leggjum allan ágreining til hliðar og tökum saman höndum. Strax eftir 11. september ráðlagði Giuliani borgarstjóri fólki að byrja að lifa eðlilegu lífi í borginni, eins og hægt var. Til að gera það þurftum við að byrja upp á nýtt – við þurftum að taka til og halda áfram að lifa í okkar hverf- um. Frá mínum bæjardyrum séð var heilmikið til í skila- boðum Giulianis. Við urðum að endurreisa það sem við höfðum misst. Þetta var erfiður tími. Miðborgin var aðeins opin gang- andi vegfarendum, að undanskildum björgunarað- gerðum. Maður þurfti að sýna skilríki til að komast inn á svæðið. Eftir því sem dagarnir og vikurnar liðu átti at- vinnurekstur undir högg að sækja. Enginn vildi vera í miðborginni. Viðskiptafélagi minn, Jane Rosenthal, eiginmaður hennar, Craig Hatkoff, og ég hrintum af stokkunum verkefni sem við kölluðum Kvöldverður í miðborginni, sem snerist um að fá fólk til að taka þátt í að endurlífga hverfin. Fólk kom með strætisvögnum í Kínahverfið, Litlu-Ítalíu, Tribeca, Wall Street, hvert sem það gat. Við snæddum með því og verkefnið vatt upp á sig. Minna gátum við ekki gert og vonuðum að þetta væri bara upp- hafið. Fyrir 11. september höfðum við gælt við þá hugmynd að efna til kvikmyndahátíðar í New York. Eftir árásirnar fannst okkur ekki ólíklegt að slík hátíð gæti laðað fleira fólk í hverfið. Þess vegna byrjuðum við að hringja í fólk á borð við Martin Scorsese, Meryl Streep, Ed Burns og marga fleiri. Allir voru tilbúnir að leggjast á árarnar. Þegar í byrjun öðlaðist hátíðin eigið líf. Bloomberg borgarstjóri, sem tók við af Giuliani, og Pataki ríkisstjóri voru mjög hjálplegir. American Express, sem er með höf- uðstöðvar sínar í miðborginni, gerðist styrktaraðili. En hátíðin hefði aldrei orðið að veruleika ef ekki væri fyrir þúsundir sjálfboðaliða. Ólíkt mörgum öðrum hátíðum hverfist þessi um sam- félagið og fjölskylduna: réttnefnd hverfiskvikmynda- hátíð. Ég er sérstaklega stoltur af því sem dregur fólk á hátíð- ina: fjölskylduhátíðin á götunni, sýningar undir berum himni við bryggjuna og öll atriðin, þar sem kraftar at- vinnurekenda eru virkjaðir, allt frá veitingastöðum til Manhattan Community College – að ekki sé talað um all- ar myndirnar. Tilgangurinn var að hjálpa til og vonandi hefur það gengið eftir. Við héldum að fyrsta hátíðin yrði líka sú síðasta en við erum enn að. Þetta er orðin hefð. Hátíðin er orðin hluti af menningarlífi borgarinnar, sem er virkilega ánægjulegt. Sumum þykir borgin hafa verið sein að jafna sig eftir áfallið, einkum á Ground Zero, en New York skiptist í marga hluta og hagsmunirnir eru ólíkir og vinna stund- um hverjir gegn öðrum. Ef til vill þurftum við tíu ár til að setja 11. september í samhengið sem hjálpar borginni að endurreisa sig á réttan hátt. Gestir sækja hátíðina hvaðanæva að. Einn þeirra er Sheikha Al Mayassa bint Hamad bin Khalifa al-Thani, dóttir Sheik Hamad bin Khalifa al-Thani, emírsins af Katar. Hana langaði að leggja sitt af mörkum til að stofna til hátíðar heima í Doha. Okkur leist vel á hátíð í Doha enda gaf það okkur tæki- færi til að efna til samskipta við samfélag í Miðaust- urlöndum. Þetta samstarf var skref í rétta átt og til þess fallið að auka skilning. Báðir hátíðir áttu eftir að hafa áhrif á menningarlífið og ekki bara hvor á sínum stað: 11. september var heimsviðburður. Auðvitað greinir okkur á, höfum jafnvel staðlaðar hug- myndir hvert um annað, en um leið og skilningurinn vex komumst við nær því að sjá að við erum hvert öðru lík. Robert De Niro er einn stofnenda Tribeca-kvikmyndahátíð- arinnar í miðborg Manhattan og á sæti í stjórn 9/11- minningarstofnunarinnar og safnsins á Ground Zero. Hann er einn eigenda Tribeca Grill, Greenwich Hotel, Locanda Verde og Nobu, sem er allt í Tribeca. Hann hlaut Óskars- verðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki í The Godfather, part II árið 1975 og fyrir bestan leik í Raging Bull. Hann fór með aðalhlutverkið í hinni sögufrægu mynd Taxi Driver sem gerist í New York. Úr miðbænum til Doha Hvernig kvikmyndahátíð hjálpaði til við að endurlífga New York og alþjóðlegan anda borgarinnar. Robert De Niro Robert De Niro er ákaflega stoltur af Tribeca-kvikmyndahá- tíðinni sem hann setti á laggirnar í New York. De Niro var með annað augað á glugganum og hitt á sjónvarpinu meðan turnarnir brunnu. Hann trúði ekki eigin augum. Reuters © The New York Times 2011.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.