SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 27
11. september 2011 27 heimsóknina í flóttamannabúðirnar. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNHCR) stendur fyrir átaki um þessar mundir til að vekja athygli á vanda ríkisfangslauss fólks en um 12 milljónir manna eiga við þennan vanda að stríða. Stundum gerist þetta vegna þess að fólk lendir einhvern veginn milli kerfa og í öðrum tilvikum á þetta við heilu hópana eins og Palestínufólkið í Írak. „Það að hægt sé að vera ríkisfangslaus er, held ég, mörgum hér á landi fram- andi. Fólki finnst það óhugsandi, rétt eins og að vera ekki með nafn.“ Þáttur gamla heimabæjarins Sigríður er fædd á Akranesi, hinum nýja heimabæ kvennanna, árið 1979. Hún bjó á Skaganum þangað til um tvítugt en þá flutti hún til Reykjavíkur. Þessi sameiginlegi veruleiki hennar og flótta- kvennanna styrkti ennfremur samband þeirra. „Við höfðum strax einhvern sameig- inlegan veruleika. Ég gekk í sama skóla og börnin þeirra, ég verslaði í Einarsbúð og þekkti allar þessar götur sem þær bjuggu við og þekkti líka fólkið sem var að vinna með þeim. Það var eitt af því sem var svo skemmtilegt í upphafi, að sjá þær í mínu gamla umhverfi.“ Hún er líka stolt af því hversu vel þær tali um Akranes. „Þeim finnst mjög margir hafa tekið svo vel á móti þeim. Sem gamall Skagamaður kitlar það auð- vitað egóið mitt að heyra þær tala svona hlýlega um bæinn. Það hefur verið mjög gaman að vera svona mikið uppi á Skaga síðustu þrjú árin. Bærinn hefur breyst mikið síðan ég bjó þar og hefur stækkað mikið. Ég er þakklát fyrir að hafa endurnýjað kynni mín við Akranes í gegnum svona skemmtilegt verkefni.“ Örlög að skrifa þessa bók Sigríður lauk BA-prófi í heimspeki með mannfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hún tók síðan meistarapróf í þróunar- og átakafræðum frá Univers- ity of East Anglia í Bretlandi árið 2007. „Ég skrifaði meistararitgerðina mína með áherslu á Írak. Eftir það vissi ég að mig langaði að snerta á þessari innrás með einhvers slags skrifum og hafði áhuga á að skoða flóttamannastrauminn frá Írak. Mig langaði líka að fara í ferða- lag til Palestínu,“ segir hún en ári síðar voru komnar konur til gamla heima- bæjarins hennar sem sameinuðu þetta, Palestínu og flóttamannastrauminn frá Írak. Það hljómar því alveg eins og Sig- ríður hafi hreinlega átt að skrifa þessa bók. „Já, það má segja að frá fyrstu stundu þótti mér þetta mjög áhuga- vert.“ Sigríður hefur líka ferðast mikið og er vön á framandi slóðum, ef svo má segja. Hún starfaði sem blaðamaður og hefur bæði skrifað um mörg lönd og ferðast víða eins og til Súdan, Afganistan, Íraks, Sýrlands, Rúanda, Indlands, Eþí- ópíu, Úganda, Bosníu og Myanmar (Búrma). Góð ráð frá mömmu Hún er því vön skrifum en þetta er fyrsta bók hennar. Móðir hennar er hinsvegar þekktur rithöfundur, Kristín Steinsdóttir. Því vaknar sú spurning hvort hún hafi ekki fengið góð ráð frá mömmu við skrifin? „Við unnum að hluta til saman þegar hún var að skrifa sína bók sem kom út í fyrra [verðlauna- bókin Ljósa]. Við fórum saman nokkr- um sinnum út úr bænum í vinnuferðir. Við vinnum vel hlið við hlið. Hún kenndi mér að vinna að ritstörfunum í mikilli rútínu. Við vöknuðum snemma og settumst strax við tölvuna. Við fór- um í göngutúra og borðuðum vel. Ég uppgötvaði það að ég er afkastamest á morgnana eins og móðir mín! Tímabilið fram að hádegi er mér langmikilvægast í skapandi skrifum. Þá reyndi ég alfarið að skrifa, ekki að rannsaka, hringja í fólk, taka viðtöl eða svara tölvupóstum. En ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en eftir svona ár af þessari vinnu,“ segir hún og útskýrir að hún hafi reynt að halda þessari rútínu sem hún lærði af móður sinni á meðan á skrifunum stóð. „Ég verð að viðurkenna að það var erfitt að skrifa þessa bók. Það var erfitt að ákveða hvernig ég ætlaði að taka á þessu, hvernig ég gæti tekið hlut sem er ákaflega flókinn og reynt að gera hann einfaldan og skiljanlegan. Og segja bara það sem mér finnst skipta máli en ekki allt hitt. Mamma hefur líka alltaf bent mér á að minna er oft meira.“ Sigríður er þakklát flóttakonunum fyrir þolinmæðina og segir þær hafa sýnt sér einstaka hlýju og vinsemd. Það var því stór stund þegar hún afhenti þeim fyrstu eintökin af bókinni í vik- unni. „Ef það er einhver stund sem ég var búin að bíða eftir þá var það þessi stund, að sýna þeim bókina þeirra.“ Akraneskaupstaður og Forlagið blása til hátíðar í bænum í samvinnu við flóttakon- urnar á Akranesi þriðjudaginn 13. sept- ember, útgáfudag bókarinnar. Jafnframt er haldið upp á að nú eru þrjú ár liðin frá komu hópsins til landsins. Veislan verður í Garða- kaffi í Safnaskálanum á milli klukkan 17 og 19. Boðið verður upp á arabískan mat, upp- lestur, söng, ljósmyndir verða til sýnis og sömuleiðis útsaumur og óvæntir hlutir frá Palestínu. Fundaröð í HÍ Í tilefni af útgáfu bókarinnar stendur Al- þjóðamálastofnun Háskóla Íslands að fundaröð um málefni flóttamanna og stöð- una í Mið-Austurlöndum. Fundirnir verða alls fjórir og fara fram í Odda í stofu 101 á miðvikudögum á milli 12.25 og 13.20. Sá fyrsti verður haldinn næstkomandi miðvikudag. Lína Mazar talar um dvöl sína í Al Waleed-flóttamannabúðunum og þá seg- ir höfundurinn frá bókinni. Fundarstjóri er Auður Jónsdóttir rithöfundur og yfirskrift fundarins er: „Hvernig er að búa í tjaldi í flóttamannabúðum í 50 stiga hita?“ Útgáfuhátíð á Akranesi ’ Hvernig er að vera í Íraksstríði? Hvernig er að búa í flóttamannabúðum? Mér fannst áhuga- vert að taka mjög framandi reynslu og reyna að færa hana eins nálægt lesendunum ég gat.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.