SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 36
36 11. september 2011 en annars í Líbanon. „Ég lifi skáldsögur mínar og þær endurspegla líf mitt,“ segir hún. „Ég kenni skapandi skrif og andóf þegar ég er við háskóla í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég dreg ekki skil á milli stjórn- mála, læknisfræði og bókmennta. Allt er tengt í lífi okkar.“ Eftir þennan formála er Saadawi tilbúin að tala um baráttu sína. „Í janúar átti byltingin sér stað í Egyptalandi,“ segir hún. „Ég er auðvitað byltingarhöfundur. Mig hefur dreymt um byltinguna frá því að ég var tíu ára gömul og nú er ég áttræð. Byltingin hefur tafist um 70 ár. Ég fór út og tók þátt í mótmæl- um þegar ég var barn í grunnskóla og það átti að þvinga mig í hjónaband.“ Hún segist hafa verið í uppreisn á öllum stigum skólakerfisins, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. „Og þegar ég út- skrifaðist sem læknir var ég í uppreisn, jafnvel gegn læknastéttinni, vegna þess að hún þjónar kerfinu. Læknar þjóna við- skiptahagsmunum, ekki fólkinu. Gegn þessu skrifaði ég þótt ég væri í egypska læknafélaginu. Ég skrifaði margar greinar V orið kom snemma í Egypta- landi í ár, arabíska vorið. Mót- mælin hófust í Túnis og breiddust hratt út. Meðal þeirra, sem stóðu á Tahrir-torgi í Kaíró var rithöfundurinn Nawal Al Saadawi, sem hefur barist fyrir mannréttindum í Egyptalandi frá því að það taldist kon- ungdæmi. Hún barðist gegn Farouk kon- ungi, breskum nýlenduherrum, Gamal Abdel Nasser, Anwar Sadat og Hosni Mubarak. Sadat lét setja hana í fangelsi og Mubarak lét dæma hana í útlegð. „Ég er rithöfundur, skáld,“ segir Nawal Al Saadawi þegar blaðamaður ætlar að fara að tala um mannréttindi við hana. „Það er númmer eitt, annað kemur á eftir. Ég er læknir – var skurðlæknir – sálfræðingur, baráttukona fyrir réttindum kvenna, mannréttindum og rétti hinna fátæku, en mitt helsta kennimark er að ég er rithöf- undur.“ Allir þessir þættir fléttast saman í verk- um hennar, sem eru orðin æði mörg, um 50 bækur, sem hún hefur gefið út í Kaíró þegar þær hafa komist framhjá ritskoðun, um að breyta þyrfti lögunum um lækna- vísindin þannig að þau þjónuðu sjúkling- unum, en ekki læknunum.“ Á Tahrir-torgi í byltingunni Hún segir að þetta sé svipað því og þegar stjórnvöld vinna fyrir ráðamennina, ekki fólkið. „Ég lít á heiminn sem frumskóg,“ segir hún. „Hann er frumskógur, allur heimurinn. Allar ríkisstjórnir, engin und- antekning, vinna fyrir sjálfar sig, ekki fólkið. Og þær vinna saman. Ég er mjög á móti Sameinuðu þjóðunum. Þær eru safn ríkisstjórna, sem vinna gegn fólkinu. Þess vegna studdu Sameinuðu þjóðirnar það að ráðast inn í Írak og Nató gat drepið Líb- íumenn án þess að þær skærust í leikinn. Þannig horfi ég á heiminn. Við höfum ekki réttlæti. Sjáðu Ísrael. Ísraelar ráðast inn í Palestínu og enginn refsar þeim. Al- þjóðlegi glæpadómstóllinn refsar ekki raunverulegum harðstjórum. George Bush var aldrei refsað, engum stórum einræð- isherrum hefur verið refsað. Alþjóðlegi glæpadómstóllinn refsar bara litlum ein- ræðisherrum, smáfiskum eins og Saddam Hussein, Moammar Gaddafi, Hosni Mub- arak, en ekki George Bush og Barack Obama.“ Saadawi kveðst ekki bara vera að berj- ast fyrir réttindum Egypta, heldur „gegn hinu óréttláta kerfi eins og það leggur sig í heiminum“. Saadawi ber aldurinn vel, kvik og spræk þótt hún eigi að baki langa ferð frá Kaíró daginn fyrir viðtalið. Þegar talið berst að byltingunni í Egyptalandi eykst henni enn kraftur og röddin dýpkar. „Ó já, ég var á Tahrir-torgi á hverjum degi,“ segir hún. „Ég skal segja þér hvern- ig það var. Ég hafði verið í útlegð í Atlanta í Bandaríkjunum í þrjú ár, frá 2006 til 2009, að kenna. Þegar ég er í útlegð verð ég gestaprófessor.“ Hún var send í útlegð fyrir að skrifa leik- rit, sem hét Guð segir af sér á leiðtoga- fundinum. Leikritið skrifaði hún í kringum 1996 en gat ekki gefið það út fyrr en 2005 í Kaíró. „Hvað gerðist? Stjórn Mubaraks dró mig fyrir dóm til að taka af mér egypska rík- isfangið,“ segir hún. „En síðan sneri ég aftur og var á Tahrir-torgi þegar byltingin var gerð. Ég var umkringd ungu fólki, sem hafði lesið verk mín – 47 bækur hafa kom- ið út eftir mig á arabísku. Meira að segja ungir félagar í Múslímska bræðralaginu komu til mín á Tahrir-torgi, föðmuðu mig að sér og sögðust hafa lesið bækurnar mín- ar. Þeir sögðust vera ósammála mér um sumt og sammála um annað, en þeir bæru virðingu fyrir mér.“ Egyptaland í hers höndum Nú er Hosni Mubarak farinn frá völdum, en valdataumarnir eru í höndum hersins. Réttarhöld eru hafin yfir Mubarak, en her- foringinn Mohammed Hussein Tantawi, sem þjónaði dyggilega við hlið Mubaraks í áratugi, stjórnar landinu ásamt æðsta ráði heraflans þar sem sitja 19 herforingjar. Og ítök hersins eru ekki bara pólitísk. 40% af efnahagslífi landsins eru í höndum hersins. „Þarna er mótsögn,“ segir Saadawi. „Við sigruðum að því leyti að við náðum okkar meginmarki. Við losuðum okkur við Mubarak, höfuð stjórnarinnar, en líkami hennar er enn til staðar í hernum og bráðabirgðastjórninni. Flestir þar eru menn Mubaraks. Ég fæ ekki að tala í fjöl- miðlum í Egyptalandi, ég fæ ekki að skrifa í egypsk dagblöð, stóru blöðin, sem stjórnin Heimurinn er frumskógur Hún hefur verið kölluð Simone de Beauvoir Egyptalands. Nawal Al Saadawi er afkastamikill rithöfundur sem hefur barist fyrir mannréttindum og kvenfrelsi frá því áður en egypska konung- dæminu var steypt fyrir tæpum 60 árum og stend- ur nú byltingarvaktina á Tahrir-torgi í Kaíró. Hún er gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Texti: Karl Blöndal kbl@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Rithöfundurinn Nawal Al Saadawi segir að nú sé verið að reyna að sundra mótmæl- endum, sem hröktu Hosni Mubarak af valdastóli. „Það verður önnur bylting,“ segir hún. „Við ætlum ekki að fara að sofa vegna þess að þá munu þeir drepa okkur.“ Bókmenntahátíð

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.