SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 47
11. september 2011 47
F
yrsti starfsvetur Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í
Hörpu hófst sl. mið-
vikudag með svoköll-
uðum Upphafstónleikum. Hvað
svo sem fólst í því, enda má
lengi gott bæta eftir hálfa öld í
Háskólabíói, og þónokkra
vígslu- eða opnunartónleika
framtíðarlandsins í vor undir
misopinberum formerkjum.
Gegnsæi eftirhrunstímans á enn
örðugt uppdráttar ef marka má
hversu margt virðist t.d. óljóst
um nýja „heimspíanistaröð“
hússins, að því er heyra mátti
daginn áður á úttekt tónlistar-
gagnrýnanda RÚV á framkomu
hollenzku undrabræðranna.
Það breytir þó engu um það
að fyrstu vetrartónleikar SÍ við
langþráðar kjöraðstæður marka
óumdeilanleg tímamót. Einnig
hvað hlustendur varðar, er fyrir
dýrindis hljómburð þurfa nú að
leggja í skuldagreiðslupúkkið
með 500 kr. stæðagjöldum í
bílakjöllurum Hörpu, hjá fyrr-
um ókeypis útistæðum við Há-
skólabíó. Sömuleiðis má gruna
að óþægilegu verðlaunaleik-
skólasessunum utan hljómsala
sé ætlað að örva viðskipti á
húsbörum í hléi.
Allt um það var ómenguð
ánægja af jafnt dagskrá sem
flutningi þetta kvöld, þar sem
nýkólnað haustloft brá alvöru-
tóni yfir endalok síðsum-
arshlýinda. Að vísu er síðróm-
antíski „Rakh 3“
píanókonsertinn frá 1909 ekki
allra (þ.á m. undirritaðs). En
þrátt fyrir drjúga lengd og víða
mikinn hamagang á hann sér
sínar ljóðrænu hliðar, er nutu
sín vel í kraftmikilli en örðu-
fárri túlkun Víkings Heiðars.
Mátti það furðu gegna, því ofan
á grimmdar tæknikröfur gera
gríðarlegar úthaldskröfur kons-
ertsins einleikshlutverkið að
álíka mannraun og dauðadans
yngismeyjarinnar í Vorblóti
Stravinskíjs. Engu að síður bar
Víkingur nafn með rentu í því
ketiltaki, og í þokkabót nánast
eins og að drekka vatn.
Frá heyrnarhóli hliðarstúku
2. svala var annars til baga hvað
háværustu kaflarnir vildu fara í
mikinn graut, þar sem mest bar
á slaghörpunni en minnst
heyrðist í strengjasveitinni. Það
lagaðist að vísu á lágværari
stöðum, en betra jafnvægi náð-
ist þó líklega nær miðju salarins
– og væntanlega bezt uppi á
baksvölum ef miða má við fyrri
reynslu.
Seinna atriði kvöldsins hefur
í tímans rás sannað sig sem
rakið meistaraverk, er Sjos-
takovitsj samdi sem „svar sov-
ézks listamanns við sanngjarnri
gagnrýni“ á barmi útskúfunar
eftir erótísku básúnuglissin í
óperu hans Lafði Macbeth frá
Mstensk, er fóru fyrir smáborg-
arabrjóstið á Stalín 1936, og
„ókommúnísku“ 4. hljómkvið-
una, sem fékk líka að heyra
það.
Hvílíkur flokkslínudans milli
innri sannfæringar og útvortis
auðsveipni! Og hvað sem segja
má um stokkstífar stjórnhreyf-
ingar Ashkenazys (kannski til
að undirstrika róbótalega sýnd-
arþjónkun tónskáldsins við
Kremlarvaldið?), þá öftruðu
þær sízt SÍ-liðum frá að leggja
sig alla fram. Ekki aðeins í
óborganlegum Allegretto-
vampíruvalsinum (II.) heldur
jafnt í blíðu sem stríðu. Enda
sátu hlustendur allt til enda
sem á nálum – og geri aðrir pí-
anistastjórnendur betur.
Þriði píanókonsert Rakhmaninoffs er langur og í honum víða mikill hamagangur, en hann á sér sínar ljóðrænu hliðar, er nutu sín vel í kraftmikilli en örðufárri túlkun Víkings Heiðars.
Morgunblaðið/Kristinn
Sýndarþjónninn Sjostakovitsj
TÓNLIST
Sinfóníutónleikar bbbmn
Eldborg í Hörpu
Rakhmaninoff: Píanókonsert nr. 3.
Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 5. Víkingur
Heiðar Ólafsson píanó; Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vla-
dimir Ashkenazy. Miðvikudaginn 7.
september kl. 19:30.
Ríkarður Ö. Pálsson
Stuttlisti Booker-verðlaunanna var kynntur á
fimmtudag og kom fáum á óvart að sjá að Julian
Barnes var á listanum, enda spá flestir því að hann
muni hreppa verðlaunin. Þetta er í fjórða sinn sem
Barnes er tilnefndur til verðlaunanna, en í umsögn
sögðu dómnefndarmenn að bókin, The Sense of an
Ending, væri „tæknilega frábær“ og hún hefur líka
fengið fína dóma í pressunni. Áður hafði Barnes
verið tilnefndur fyrir bækurnar Flaubert’s Parrot,
England, England og Arthur & George, en hann
hefur verið gagnrýninn á verðlaunin og verðlauna-
nefndina.
Í Bretandi tíðkast að veðja um hvaðeina og líka
um bókmenntaverðlaun. Hjá veðbönkum eru lík-
urnar á því að Barnes fái verðlaunin metnar 13/8, en
þar næst koma Carol Birch með Jamrach’s Mena-
gerie og A.D. Miller með Snowdrops með líkurnar
7/2. Aðrar bækur á listanum eru Pigeon English eft-
ir Stephen Kelman, The Sisters Brothers eftir Pat-
rick deWitt og Half Blood Blues eftir Esi Edugyan.
Edugyan og deWitt eru kanadísk en hin ensk. Þess
má geta að bækurnar eftir Stephen Kelman og A.D.
Miller eru fyrstu bækur höfundanna.
Booker-stuttlistinn birtur
Flestir spá því að Julian Barnes hljóti Bookerinn að
þessu sinni fyrir bókina The Sense of an Ending.
holabok.is/holar@holabok.is
Glæsilegt
ættfræðirit.
Ómissandi fyrir
þá sem eru af
Engeyjarætt
sem og áhuga-
menn um ætt-
fræði og þjóð-
legan fróðleik.
ENGEYJARÆTT