SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 18
18 11. september 2011 Þ egar fólk rifjar upp hvar það var þegar það frétti af hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 kalla flestir fram minningar um hver það var sem hringdi og sagði þeim að kveikja á sjón- varpinu, hvar þeir voru að horfa á atburðinn og með hverjum. Það voru ekki margir Íslendingar sem voru staddir í miðjum harmleiknum og hvað þá sem aðstoð- uðu við björgunarstörf fyrstu dagana á eftir. Gunnlaugur Erlendsson lögfræðingur gerði það aftur á móti og settist niður með okkur og rifjaði upp erfiða lífsreynslu sína. „Þegar ég fékk hringingu og var beðinn að kveikja á sjón- varpinu var norðurturninn alelda og ég vissi í raun ekkert hvað hafði gerst. Ég bjó þarna rétt hjá og hljóp upp á þak á heimili mínu og sá turninn í ljósum logum. Þegar ég var rétt kominn upp þá fór önnur flugvélin í hinn turninn. Ég sá sprenginguna þó að ég hafi ekki séð flugvélina sjálfa fljúga inn í turninn. Ég horfði á þetta ásamt nágrönnum mínum sem ég þekkti ekki neitt og við horfðum á fólk sem var að stökkva úr byggingunni. Það kaus frekar að hrapa og deyja þannig en að verða eldinum að bráð.“ Það stóð ekki á Gunnlaugi að hjálpa til og skráði hann sig strax á lista yfir sjálfboðaliða. Hann var síðan einn af fáum útvöldum sjálfboðaliðum sem voru valdir í björg- unarstörf inn á Ground Zero þar sem 90% þeirra sem voru þar við störf voru slökkviliðsmenn og lögreglumenn New York-borgar. „Ég á ekki enn í dag næg orð til að lýsa almennilega þeirri hrikalegu sýn sem blasti við mér þegar ég gekk inn á Ground Zero. Á þeim tímapunkti upplifði maður hversu mikil eyðilegging þetta var. Þetta var al- gjör hryllingur, það voru líkamspartar á víð og dreif, steypuvirki og stólpar út um allt og á þeim stóðum við og vorum að reyna að bera líkpoka. Helsta von björg- unarsveitarmanna var að finna eftirlifendur á svæðunum í kringum turnana, sérstaklega þar sem slökkviliðsmenn höfðu haft bækistöðvar og þar sem fólk taldi sig hafa ver- ið í skjóli rétt áður en turnarnir hrundu. Það hafði fundist fólk á lífi fyrsta daginn en ekkert eftir það. Maður fann fyrir því að slökkviliðsmennirnir voru sérstaklega að leita eftir sínum vinum og félögum. Við vorum með hunda og hljóðmæla og fleiri hjálpartæki og í hvert skipti sem við töldum okkur heyra eitthvað var allri vinnu hætt til að hlusta betur og við byrjuðum að grafa á þeim stað sem við töldum að hljóðið hefði komið frá. Magnið af rusli var svo mikið og hindranirnar alls staðar svo óyfirstíganlegar. Við þurftum að standa í löngum röðum og flytja þannig á milli það sem þurfti að nota inni á svæðinu eins og til dæmis vélsagir og fleiri verkfæri og svo þegar við vorum að flytja hluti frá svæðinu komu líkpokarnir til baka með öllum líkamspörtunum.“ Nályktin grefur sig í minnið Viðburðarásin sjálf er þó ekki það sem hefur grafið sig helst inn í minni Gunnlaugs heldur er það lyktin. „Ég get enn fundið hana ef ég loka augunum. Það var lykt af brunnum líkamsleifum í bland við lykt af rotnandi lík- um. Fólk gerði sér alveg grein fyrir því hvaðan þessi lykt var.“ Gunnlaugur var með grímu á sér við björgunarstörfin en margir kusu að sleppa grímunum þar sem erfitt reyndist að anda í gegnum þær í hitanum. Upp hafa því komið fjölmörg tilfelli af langvinnum lungnasjúkdómum hjá þessum einstaklingum sem er beint hægt að rekja til áhrifa frá eiturgufum á björgunarsvæðinu. Gunnlaugur hefur blessunarlega verið laus við öll slík einkenni en segir að í mesta hitanum hafi verið nauðsynlegt að taka af sér grímuna stöku sinnum. Lífsreynsla sem þessi markar vissulega djúp spor í sálu þess er reynir en Gunnlaugur segir það forréttindi að hafa fengið tækifæri á að vinna við björgunarstörfin á Ground Zero. „Maður fann að maður vildi gera allt sem maður gæti til að hjálpa til og svo fann maður til með slökkvi- liðsmönnunum sem voru að leita að sínu samstarfsfólki og félögum. Við vissum ávallt að við værum í kapphlaupi við tímann, og langt fram á nótt héldum við áfram að „Þetta var algjör hryllingur“ Gunnlaugur Erlendsson við björgunarstörf á Ground Zero eftir 11. september. Það er ekki skrítið að verkefnið hafi þótt óyfirstíganlegt í fyrstu þegar innsýn fæst í aðstæður við björgunaraðgerðirnar á Ground Zero. Gunnlaugur Erlendsson var meðal björgunarsveitarmanna á „Ground Zero“ eftir 11. sept- ember. Hann hefur átt erfitt með að horfast í augu við reynslu sína sem hefur haft djúpstæð áhrif á hann. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur var í meistaranámi hjá Columbia-háskóla þegar árásirnar voru gerðar á Tvíbura- turnana World Trade Center á Manhattan. Columbia- háskólinn er einnig á Manhattan-eyjunni en norðarlega á meðan World Trade Center var sunnarlega. „Í fyrstu árás- inni á turnana var ég heima hjá mér, nývaknaður og var á leiðinni í skólann,“ segir Páll Ásgeir. „Ég var hvorki með kveikt á útvarpi né sjónvarpi og varð fyrst ekki var við neitt nema það að gemsinn minn virkaði ekki. Ég bjó í Harlem og ætlaði með neðanjarðarlestinni í skólann en þá var búið að loka henni. Það var tómt vesen að koma sér í skólann og ég skildi ekki af hverju. Árið á undan hafði ég verið að vinna við ömurlegar aðstæður í Kosovo og ég man að ég hugsaði með mér; hvaða þriðja heims ríki er þetta, það virkar ekki neitt hérna, þetta er eins og í Kosovo? Ég komst loksins í skólann og fann reyndar strax að það var einhver und- arlegur andi í byggingunni. Mér leið mjög illa með það að vera að koma of seint. Inngangurinn inn í kennslustofuna er ein- mitt þar sem kennarinn stendur og er að þylja yfir nemendum, þannig að maður þarf eiginlega að ganga framhjá honum. Ég ryðst inn með afsökunarorð á vörum en þá er enginn kennari þar. Allir sitja í salnum og horfa á risaskjá sem er á veggnum þar sem er verið að sýna beint frá Tvíburaturnunum. Þar sem ég stend þarna og horfi á þetta, nýkominn inn kemur akkúrat flugvél númer tvö og flýgur á hinn turninn. Það var lamandi þögn í salnum þegar það gerðist. Menn vissu ekkert hvað var að gerast. Þetta var svo skrítin tilfinning að við værum þarna rétt hjá þessum atburðum en samt með þennan skjá á veggn- um og í einhverri öruggri fjarlægð. Ég reyndi að finna símalínu sem virkaði og náði því og lét vita heim að ég væri í lagi en svo vorum við nemendurnir eitthvað að spjalla um þetta, en það voru allir svo undrandi og vissu ekkert hvað væri í gangi. Á leiðinni heim var mjög sérstök stemning í strætisvagn- inum, því allt í einu var enginn einn á leiðinni heim eins og oftast. Því allt í einu vorum við orðin skotmörk og því orðin að einhverri heild. Business-fólk, námsmenn eða hver sem var í strætisvagninum var ekki einn. Maður tók eftir öllum í kringum sig og það fundu allir fyrir mikilli samkennd. Ein- hver fremst í vagninum reyndi að fá fólk til að sameinast í bæn en það gekk illa. Ein stór kona aftast í strætisvagninum kallaði hátt til hans og allra í strætóinum: „Ég veit ekki hvað þið ætlið að Að sjá manneskjurnar hoppa útúr turnunum Páll Ásgeir Davíðsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.