SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 40
40 11. september 2011 E f þú hefur ekki prófað það á eigin skinni hefur þú í það minnsta örugglega séð eina eða tvær bíómyndir úr Hollywood- smiðjunni þar sem aðalpersónan grætur yfir óhamingju sinni og borðar beint upp úr ísdós- inni með skeið. En þetta, gott fólk, er líka raun- veruleikinn og stundum er það bara eins og stór plástur á sálina að gúffa í sig. Það má líka bara alveg stundum. Ég meina ég trúi því ekki að neinn komist t.d. í gegnum erfiðan dag, ósofin/n og í ástarsorg eingöngu á hveitigrasi og hrökkbrauði? Það er ynd- islegt og hollt og gott flesta daga, bara ekki akkúrat þennan. Þessu var ég öllu saman að velta fyrir mér þar sem ég stóð á beit í eldhúsinu hjá móður minni og graðgaði í mig upp úr syndsamlega stórum poka af hnetusírópssalt-einhverju í litlum ferningum. Ó þvílík sæla og ég sem var ekki einu sinni leið heldur bara í fínasta skapi. Þetta undur sem hún hafði fjár- fest í bætti olíu á eld … Svo fór ég að hugsa um hvað skyldu nú vera margar kaloríur í þessu. Eftir að hafa reiknað það út (ok, lét bróður minn reikna það út) sá ég að vissara yrði að borða ekki mikið meira en fimm ferninga á dag. Ja, nema maður myndi bara borða þetta á erfiðum degi og klára þá hálfan poka. Þá væru kaloríurnar svo margar að þær myndu mæta dagsþörf minni. Pælið í því. Matvælafram- leiðendur eru eiginlega að lokka fólk í gildru með því að selja gotterí í svona stórum pakkningum. Því að þegar gúffið byrjar er engin leið til baka og þess vegna betra að hafa pakkninguna minni. En auðvit- að getur maður alltaf keypt fleiri en eina … Sæla í stórum skömmtum Fjórar skálar af ís? Já takk, ég ætla að fá þær allar í þetta skiptið !!! Á erfiðum dögum ætti maður að leyfa sér að gúffa dálítið í sig og gera líkamann syk- urklístraðan að innan. Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is . Litrík tíska Þó að haustið sé komið er algjör óþarfi að troða sumarfötunum strax inn í skáp. Njóttu þess að ganga í litríkum föt- um þó að veðrið sé ekkert spes. Á slík- um dögum er minnsta málið að smella bara gollu yfir græna sum- arkjólinn. Æsandi púkaskapur Ekki gleyma kitlinu í svefnherberginu. Kitl æsir taugarnar en er líka skemmtilegt. Enda er mikilvægt að hlæja innilega. Kitlum, stríðum og púkumst. Hugleiðsla með tónlist Notaðu tónlist til að tjá tilfinn- ingar þínar, komdu þér þægilega fyrir og settu djass eða klassíska tónlist á. Einbeittu þér að ákveðnum hljóðfærum og stefnum og fylgdu eftir há- punkti og lágpunkti verks- ins. 1001 Leið til að slaka á, Susannah Marriot, Salka. Kistan Lífsstíll Síðustu vikur hef ég setið límd við skjáinn og horft á Love Bi- tes. Ekki eru þetta bara skemmtilegir þættir heldur líka fræð- andi. Það ku t.d. alls ekki vera góð hugmynd að baka fyrir gaur sem þú ert bara búin að fara með á nokkur stefnumót. Já, þú heyrðir rétt. Bananabrauð gæti hrætt hann svo mikið að hann hleypur í burtu á harðaspretti. Ég er svo sem enginn Dr. Love en það er eitthvað til í þessu, býst ég við. Nostur við bakstur sendir augljóslega út skilaboð um staðfestu, langan- ir til hreiðurgerðar og dugnaðar á heimilinu. Er nema von að blessaður maðurinn verði skelfingu lostinn? Úff, bananabrauð segir greinilega meira en milljón orð. Maður gæti allt eins mætt bara í brúðarkjól á deit fimm samkvæmt þessu. Ég er farin heim að henda hveitinu og lyftiduftinu ... Áhættusamur bakstur Fullkomið kombó Það þarf ekkert endilega að vera bolludagur til að baka vatnsdeigsbollur. Þær eru nefnilega alveg tilvaldar sem gómsætur eftirréttur. Ekki skemmir heldur fyrir að þeim er hægt að raða svo sjónrænt upp að matargestirnir þínir fái vatn í munninn um leið og þeir sjá vatns- deigsbolluturn á fallegum disk. Prófaðu þig áfram með fyllingar. Vanillurjómi með jarðarberjum og bláberjum er skotheldur en þú getur líka prófað að sulla smá líkjör út í rjómann. Þess vegna að nota ís, það er hægt ef maður hefur bara dálítið hraðar hendur. Karamella bráðnar líka í munn- inum, notaðu nóg af rjóma og súkkulaði inn í bollurnar og toppaðu síðan allt saman með því að hella volgri, heimagerðri karamellu yfir. Mundu svo að vatnsdeigsturninn þarf ekki að vera fullkom- inn og það er allt í lagi að sulla dálítið út fyrir. Það er bara girnilegra ef eitthvað er. Það er mjög gott að nota hnetusmjör í ýmsa matargerð. Satay-sósa væri til að mynda ekki söm án hnetusmjörs og það er líka hægt að nota í bakstur. Svo er hnetusmjör líka gott ofan á hafrakex eða ristað brauð með smá- banana. Hnetusmjörið má meira að segja nota í smoothie og blanda þá saman við ab- mjólk eða skyr, banana og klaka. Fínasta blanda á letilegum helgarmorgni. Fyrir alla þá sem unna hnetusmjöri má benda á vefsíðu hnetusmjörselsk- enda, www.peanut- butterlovers- .com. Þar er til að mynda að finna upp- skriftir að girni- legum hnetu- smjörs- og súkku- laðismákökum og hnetusmjör- sostaköku. Það er ekki erfitt að fá vatn í munninn yfir slíku góðgæti. Hnetusmjörs-elskendur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.