SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 25
11. september 2011 25 Bjarney fylgist auðvitað vel með enn í dag. „Ég var alltaf í daglegu sambandi við strákana á meðan þeir voru úti. Ég fór auðvitað oft til þeirra, Siggi hefur í gegn- um tíðina ekki fylgst minna með hinum strákunum en Birni og nú horfum við á alla leiki hjá Lilleström í tölvunni,“ segir móðirin, en Björn leikur einmitt með norska liðinu. Barnabörnin lofa góðu … Fjórði og síðasti sonurinn hefur sem sagt fundið starf við hæfi og þar með er ljóst hvað sú kynslóð hefur að lifibrauði. En sagan heldur áfram. „Barnabörnin lofa góðu,“ segir Bjarney hlæjandi. „Strák- urinn hans Jóa Kalla er átta ára og æfir með Bolton. Hann er meira að segja fyr- irliði og er búinn að skrifa undir samn- ing! Ofboðslega duglegur strákur.“ Jóhannes og fjölskylda voru heima á Akranesi síðustu tvö sumur og dreng- urinn æfði þá með ÍA og sonur Bjarna æfir og leikur með KR. „Við Siggi eltum þá auðvitað í alla leiki og líka stelpurnar; Þórður á þrjár dætur og Bjarni eina og þær eru allar í fótbolta. Ég er því búin að gefa tengdadætrunum uppskriftina!“ Talandi um uppskrift; er eitthvað sér- staklega mikilvægt sem hafa þarf í huga þegar íþróttabörn eru annars vegar? „Ég var alltaf með tvær heitar máltíðir á dag og er viss um að strákarnir voru ánægðir með það. Ég hugsaði mjög mikið um mataræði þeirra og í seinni tíð um hollustuna; hún hefur mjög mikið að segja. Ef við hugsum ekki um hvað við setjum ofan í okkur þýðir ekki að hamast á einhverjum æfingatækjum. Við erum það sem við borðum.“ Ofboðslega stolt Bjarney er Skagamaður í húð og hár. Hún lærði jóga fyrir tæpum áratug, er nú með stöð á neðri hæðinni heima hjá sér og kennir bæði hot jóga og ropejóga. Þá er hún einnig menntaður bowen-tæknir og vinnur sem slíkur. „Það er heildræn meðferð til þess að fá líkamann til að lækna sig sjálfur,“ segir Bjarney þegar spurt er um stutta svarið við þeirri spurningu hvað Bowen-tækni sé. Landsleikjasaga Bjarneyjar er orðin löng en henni þykir alltaf jafngaman að fara á völlinn. „Það er æðislegt að horfa á strákana í landsleik. Ég verð svo ofboðs- lega stolt þegar ég fylgist með þeim; hjartað tók svakalegan kipp þegar ég sá að Björn ætti að koma inná í vikunni. Og þótt ég sé alltaf með svo mikinn hjartslátt meðan á leik stendur að það hálfa væri nóg líður mér mjög vel á eftir.“ Hún segist geta haldið því fram án þess að roðna að drengirnir séu allir prúðir. „Þetta eru yndislegir strákar, þeir geta auðvitað verið mjög hressir og voru stundum dálítið miklir gaurar, en lífið hefur verið mér gott og ég er mjög þakk- lát fyrir það.“ Allir eru þeir þó ólíkir að sögn mömmunnar. „Þeir eru aldir upp á sama hátt myndi ég halda, en eru samt gjör- ólíkir. Þórður er langábyrgðarfyllstur; strax ungur strákur var eins og hann bæri ábyrgð á öllu saman, en hinir hafa verið miklu afslappaðri. Björn þó mest af öll- um; hann hefur alltaf verið mjög afslapp- aður og gleymdi yfirleitt öllu ef pabbi hans stóð ekki yfir honum, hvort sem hann var á leið í skólann eða á æfingu! Þess vegna erum við svo ánægð með hve vel hann stendur sig í Noregi.“ Stolt fótboltamamma með þremur sona sinna eftir landsleikinn við Kýpur. Bjarney er á milli Þórðar (til vinstri) og Bjarna Guðjónssona en sá yngsti, Björn Bergmann Sigurðarson, er lengst til hægri. Fjórir fræknir Þórður Guðjónsson Fæddur 1973 58 A-landsleikir Bjarni Guðjónsson Fæddur 1979 23 A-landsleikir Jóhannes Karl Guðjónsson Fæddur 1980 34 A-landsleikir Björn Bergmann Sigurðarson Fæddur 1991 1 A-landsleikur Heimild: Íslensk knattspyrna eftir Víði Sigurðsson. Atvinnumaður frá 1993 til 2005: Atvinnumaður frá 1997 til 2006: Atvinnumaður frá 1998: Atvinnumaður frá 2009: •Bochum •Derby •Preston •Stoke •Genk •Genk •Newcastle •Stoke •Coventry •Plymouth •Bochum •Genk •Aston Villa •Wolves •Leicester •Burnley •Huddersfield* •MVV •Waalwijk •Alkmaar *Núverandi lið •Lilleström* *Núverandi lið •Las Palmas •Real Betis

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.