SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 42
42 11. september 2011 M álvillur, ambögur og annars konar málklúður hefur löngum verið eftirlæti margra sem eftir þeim taka. Rangfærslurnar verða umræðuefni í heitu pottunum, um þær er fjallað í útvarps- þáttum og pistlum eins og þeim sem hér birtist. Löng hefð er fyrir því að leiðrétta málfarsleg atriði eins og hina alræmdu þágufallssýki, „mér langar“, eignarfalls- flótta, „eigum við að koma til Sigrúnu“, ranga notkun orðatiltækja,“menn verða að þjappa sér saman í andlitinu“, nafnorðastíl „gera könnun“ og ótæpilega notkun sam- bandsins „vera að“. Þetta þekkja lesendur. Vinsælt er að stilla villunni upp við hlið þess sem rétt er á þennan hátt: heyrst hef- ur … rétt er … Þar sem sú sem þetta skrifar er íhalds- söm eins og margir lesendur Morgun- blaðsins ákvað ég að nota línurnar að þessu sinni til að leiðrétta nokkrar vitleysur sem heyrast nánast daglega. Einhverjir kunna að verða undrandi á að hér sé um málvillur að ræða en eins og lesendur vita mæta vel er tungumálið valdatæki og ef vitleysur eru látnar óáreittar er hætta á að fólk fari að líta á þær sem sannindi og það er hættulegt, bæði fyrir tungumálið og okkur sem not- um það. Um afleiðingar slíks höfum við nóg dæmi. Heyrst hefur: Femínistar hata karla. Rétt er: Femínistar berjast gegn því að karlar séu taldir merkilegri en konur aðeins og einvörðungu vegna þess að þeir eru karlar. Það hefur ekkert að gera með hatur eða ást. Heyrst hefur: Femínistar hafa ekki húm- or. Rétt er: Þeir sem þetta segja eru skít- hræddir við femínista vegna þess að þeir ógna ríkjandi ástandi. Þeir sem þetta segja hafa oft hvorki getu né vilja til að hlusta á femínista og skilja hvað þeir hafa að segja. Oft eru þeir sem vaða í þessari villu ein- staklega húmorslausir eða hafa arfaslakan húmor sem er gegnsýrður af klámi og kyn- ferðislegri áreitni. Það finnst femínistum vondur húmor og satt best að segja er það alls enginn húmor heldur ein tegund af of- beldi. Heyrst hefur: Femínistar vilja ekki jafn- rétti heldur sérréttindi fyrir konur. Rétt er: Femínistar vita og viðurkenna að verulega hallar á konur í valdastöðum samfélagsins. Því vilja femínistar breyta og berjast fyrir sjálfsögðum rétti og réttindum kvenna til að jafna stöðu þeirra í samfélagi kvenfólks og karlfólks. Heyrst hefur: Femínistar vilja að konur fái störf karla bara af því að þær eru konur. Rétt er: Femínistar vilja að konur og karlar sitji við sama borð, alltaf. Þess vegna vilja femínistar ekki að konur fái ekki störf karla vegna þess að þær eru konur. Fem- ínistar vilja að konur fái þau störf sem þær sækjast eftir þótt þær séu konur ekki vegna þess að þær eru konur. Margir karl- ar fá störf vegna þess að þeir eru karlar, hafið það í huga. Heyrst hefur: Femínistum er alveg sama þótt kvenvæðing skólakerfisins sé að eyðileggja stráka í skólum. Rétt er: Fem- ínistar vita að staðalímyndir og misrétti kynjanna eyðileggur bæði stráka og stelp- ur. Það hefur ekkert með meinta kven- væðingu í skólastarfinu að gera. Meint kvenvæðing er auk þess tómt bull. Það sem eyðileggur stráka og stelpur er það kynjakerfi sem tröllríður samfélaginu og satt best að segja hefst eyðileggingin strax við fæðingu barna. Það vita femínistar og berjast gegn. Heyrst hefur: Konur eru konum verstar. Rétt er: Kynjakerfið og feðraveldið eru konum verstar. Það merkir að flestir eru konum verstir. Femínistar og samstaða kvenna hafa hins vegar verið konum best. Án samstöðu kvenna er ólíklegt að konur hefðu fengið kosningarétt, að kona hefði átt möguleika á að verða forsætisráðherra og forseti og að konur réðu yfir líkama sínum og tækju ákvörðun sjálfar um það hvort þær færu í fóstureyðingu eða ekki. Heyrst hefur: Femínistar eru á móti kynlífi. Rétt er: Kynlíf er ekki það sama og klám. Klám og klámvæðing ógnar góðu kynlífi fólks og af því hafa femínistar áhyggjur af því að femínistar vilja að allir geti stundað öflugt kynlíf, þar á meðal þeir sjálfir. Femínistar hata karla! ’ Einhverjir kunna að verða undrandi á að hér sé um málvillur að ræða en eins og lesendur vita mæta vel er tungu- málið valdatæki og ef vit- leysur eru látnar óáreittar er hætta á að fólk fari að líta á þær sem sannindi og það er hættulegt, bæði fyrir tungumálið og okkur sem notum það. ÍSLENSKAR FEMÍNISTA- MÖRGÆSIR ÍSLENSKAR FEMÍNISTA- MÖRGÆSIR ÍSLENSK FEMÍNIST MÖRGÆS ÍSLENSKAR FEMÍNISTA- MÖRGÆSIR Málið Svo hef ég heyrt að þær hafi enga spegilmynd, og að ef sólin skín á þær, þá verði þær að steini! El ín Es th er Tungutak Halldóra Björt Ewen hew@mh.is É g gæti sett saman tuttugu topp fimm lista yfir þá fimm kvik- myndaviðburði á RIFF sem ég ætla alls ekki að láta framhjá mér fara og allir yrðu listarnir jafn spennandi þó ólíkir væru,“ segir Jón Agnar Ólason, markaðsstjóri Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF), þegar blaðamaður biður hann að velja fimm myndir úr öllum þeim fjölda sem sýndur verður í Reykjavík dagana 22. september til 2. október. Vissulega er um vandasamt verk að ræða því hægt verður að velja úr ríflega 100 myndum í 12 flokkum frá 30 löndum. „Í fyrsta lagi verð ég að nefna að ég myndi vilja sjá nýjustu mynd heiðursgestsins Béla Tarr, Hesturinn í Tór- ínó. Bæði vegna þess að hann er afar merkur listamaður með mjög sérstakan stíl en ekki síður vegna þess að þetta er, að hans eigin sögn, síðasta myndin hans. Mig langar því að sjá hvað maðurinn er að gera í svanasöng sínum á vettvangi kvik- mynda,“ segir Jón Agnar. Í vikunni var tilkynnt að ungverski kvikmyndaleik- stjórinn Tarr hlyti heiðursverðlaun RIFF 2011 fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalist- arinnar og verða þrjár af myndum hans sýndar á hátíðinni. Tarr gerði sína fyrstu mynd 22 ára að aldri árið 1977 og varð fljótlega að næstum goðsagnakenndri fí- gúru, dáður af kvikmyndanördum en lítt þekktur í öðrum hópum þó að það hafi reyndar breyst í áranna rás. Bölvun sem hvílir á smábæ „Í öðru lagi langar mig mikið að sjá hálf- gildings heimildamynd eftir breska leik- stjórann James Marsh sem heitir Wis- consin Death Trip og er frá árinu 1999,“ segir Jón Agnar, en Marsh sem þekkt- astur er fyrir Óskarsverðlaunaheim- ildamyndina Maðurinn á vírnum eða Man on Wire frá árinu 2008 er einn af gestum hátíðarinnar. „Í Wisconsin Death Trip er byggt á heimildum, bæði rituðum sem og fjölda ljósmynda, frá síð- usta áratug nítjándu aldar. Fjallað er um atburði í smábæ einum í Wisconsin sem hét Black River Falls, en svo virðist sem einhver óáran eða bölvun hafi hvílt á staðnum. Ótrúlega mörg ungmenni á táningsaldri urðu gripin íkveikjuæði, það var óvenjumikið af að því er virtist ástæðulausum morðum og barnadauði var mikill. Það var einhver skrýtin, dökk slikja sem lá yfir bænum á árunum milli 1890 og 1900, sem Marsh reynir að varpa ljósi á.“ Bíósýningar undir yfirborði jarðar Þriðji viðburðurinn sem Jón Agnar nefnir er óvissubíó, en boðið er upp á tvær ferð- ir undir þeirri yfirskrift meðan á kvik- myndahátíð stendur. „Sá hópur sem kemst í þessar ferðir, en miðaframboðið er mjög takmarkað, fer í rútum út fyrir bæinn. Án þess að ég gefi of mikið upp þá verður farið niður fyrir yfirborð jarðar og þar fá gestir að bragða á smáhressingu eftir rútuferðina og svo verður haldin kvikmyndasýning á þessum mjög svo sérstaka vettvangi.“ Í fjórða lagi nefnir Jón Agnar glænýja mynd sem nefnist 18 dagar og sýnd er í flokknum Arabískt vor. Myndin er safn tíu stuttra heimildarmynda sem fjalla um byltinguna í Egyptalandi. Hópur sem samanstóð af tíu leikstjórum, um tuttugu leikurum, átta kvikmyndatökumönnum og litlum hópi tæknimanna tók sig saman án þess að hafa til þess nokkurn fjárhags- legan stuðning og réðst í gerð raðar af stuttmyndum sem fjalla hver með sínum hætti um 25. janúar, daginn sem Hosni Mubarak hrökklaðist frá völdum eftir 30 ára spillingarstjórn. Tekur Jón Agnar fram að sér finnist einstaklega spennandi að fá sjónarhorn fólks á staðnum af þess- um sögulegu viðburðum. Óvenjumargir kvenleikstjórar Að lokum tekur Jón Agnar fram að hann hlakki til að endurnýja kynni sín af dogma-myndinni Ítalska fyrir byrj- endur eða Italiensk for begyndere eftir danska leikstjórann Lone Scherfig. „Þetta er dásamleg mynd og ekkert skrýtið að Scherfig skyldi slá í gegn á alþjóðlegum vettvangi fyrir þá mynd,“ segir Jón Agn- ar. Scherfig er hinn heiðursgestur heið- ursgestur RIFF 2011 og hlýtur hún heið- ursverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur á RIFF, en verðlaunin eru ætluð konum Brot af því besta á hvíta tjaldinu Kvikmyndaunnendur bíða ugglaust spenntir eft- ir þeirri kvikmyndaveislu sem boðið verður upp á síðar í þessum mánuði. Jón Agnar Ólason, markaðsstjóri RIFF, settist niður með blaða- manni og ræddi nokkrar af þeim ríflega hundrað myndum sem senn verða sýndar. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Jón Agnar Ólason Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.