SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 11.09.2011, Blaðsíða 33
11. september 2011 33 afls og segir hvort tveggja mjög dýrmætt. „Fyrst gat ég ekkert talað en mætti alltaf og málin þróuðust þannig að ég nú get ég alltaf tjáð mig. Mér finnst það gott og get yfirfært það í skólann. Þegar ég var mikið veik var heimurinn svo fjand- samlegur; það var erfitt að fara í skólann en það er gott að mæta í Hugarafl því þar er svo mikill skilningur á þessum veik- indum. Þar er alltaf í lagi þó maður sé feiminn.“ Hún átti lengi vel erfitt með að tjá til- finningar sínar. „Ég hélt rosalega aftur af mér og það magnaðist upp í veikind- unum. Ég talaði ekkert um hvernig mér leið og nánast ekki rætt neitt annað, sem er mjög mikilvægt að geta. Annars getur maður ekki losað sig úr flækjunum innan í sér . Það lærði ég í bataferlinu og er enn að læra að ég verð að tjá mig, leyfa mér að hafa tilfinningar, sýna þær og tala um þær.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Elín Ósk Reynisdóttir: Ég tók þá ákvörðun að ég vildi lifa en það kom á óvart hve það var erfitt. raunveruleg og kvölin vegna þess arna er raun- veruleg þó hún sé ekki rétt. Svo ber við þegar fólk veit að andlát hafi borið að með þessum hætti, að jafnvel nánir vinir aðstandenda verða vandræðalegir og leggja ósjálfrátt á flótta.“ Það segir Sigurður ekki góð viðbrögð fyrir syrgj- endur því missi fylgi mikil einsemd. „Þegar nokkuð er frá liðið og atvikið orðið gamalt í augum sumra eru átök syrgjandans í raun og veru að byrja; þegar allt er afstaðið sem þessu fylgir og hvunndagurinn hefst á ný þá hellist sorgin gjarnan yfir. Þá er vont að hafa ekki eyru til að tala í. Og mikilvægt að fólk hafi þolinmæði til að hlusta, jafnvel þó að syrgjandinn endurtaki það sem hann hefur að segja.“ Sorgin tekur jafnvel aldrei enda Sigurður segir vanmetið varðandi alla sorg hve lengi hún varir. „Sumir kenn- ingar um sorgarferli, sérstaklega áður fyrr, gerðu ráð fyrir að ferlinu lyki og syrgjandinn skildi endanlega við þann sem farinn er, en ég las nýlega í norsku tímariti grein eftir sálfræðing sem segir að sorgin taki í raun aldrei enda.“ Sorgin sé ekki sjúklegt ástand eins og margir haldi. Og þó að hún geri menn ekki óvirka, því margir virka vel í dag- legu lífi, sé sorgin engu að síður fyrir hendi og það skiptir máli fyrir fólk að viðurkennt sé að það syrgi. Sorgin getur verið langvarandi og jafnvel varað ævina út.“ Sigurður hefur miklu reynslu af starfi sem sálusorgari, sem prestur í áratugi. „Ég hef reynt að vera eyru fyrir þá sem ég hef sálusorgað og lent í þessum hremmingum. Sjálfum fannst mér mig vanta eyru til að tala í þegar dóttir okkar lést. Maður hefur líka lítið frumkvæði að leita þau uppi og það skiptir alla syrgj- endur miklu máli að til þeirra sé leitað að fyrrabragði. Að vinir fari í felur er vont fyrir þann sem missir.“ Einangrun „Okkur hjónum fannst við einangrast mjög fljótt,“ segir Sigurður og bætir við aðspurður, að líklega hafi hvort tveggja H armur aðstand- enda er mikill, þegar fólk sviptir sig lífi. Þá skiptir gríðarlega miklu máli að þeir sem eftir standa hafi eyru til þess að tala í, eins og séra Sigurður Pálsson, fyrrverandi sókn- arprestur í Hallgrímskirkju, orðar það. Sigurður og eig- inkona hans, Jóhanna Guðný Möller, þekkja það af eigin reynslu; dóttir þeirra tók eigið líf fyrir tveimur áratugum. Séra Sigurður rifjar upp setningu sem höfð var eftir manni sem missti bróður í sjálfsvígi. „Hann var spurður úr hverju bróðir hans hefði dáið og svaraði: hann dó úr angist. Ég held það lýsi þessu býsna vel. Ég hef stundum sagt að krabbamein sé ekki alltaf banvænt heldur stundum og eins er það með þunglyndið; það er ekki alltaf banvænt en getur verið það og mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að ástandið er sjúklegt,“ segir Sig- urður í samtali við Sunnudagsmoggann. Að fólk geti virkilega fyllst svo mikilli angist að það sér enga leið út aðra en taka eigið líf. „Sjálfsvíg fylgir oft þunglyndi eða öðr- um krísum og sjaldnar en ekki gerist það ófarvarindis. En oftast nær held ég að nánir ættingjar geri sér grein fyrir að eitthvað er að,“ segir Sigurður. Oft fást engin svör Hann bendir þó á að fólk mjög sjúkt af þunglyndi taki jafnvel eigið líf þótt það sé undir eftirliti á sjúkrahúsi þannig að erfitt getur verið fyrir almenning að átta sig nægilega vel á aðstæðum. „Þegar sjúkdómurinn er kominn á það stig að vera lífshættulegur er erfitt að grípa til einhverra ráða. Í mínu tilviki var ég bú- inn að fylgjast með dóttur minni í mörg ár og styðja og hún var undir lækn- ishendi.“ Ættingjar þeirra sem taka eigið líf sitja uppi með spurningar sem aldrei fást svör við, segir Sigurður. „Og sitja uppi með sektarkennd sem oftast nær á sér enga raunverulega stoð. Og svo er það þessi hrikalega höfnunartilfinning sem grípur fólk; þeir sem eftir standa upplifa að sá sem fór hafi hafnað þeim. Tilfinningin er komið til; að fólk héldi að þau vildu fá að vera í næði með sína sorg en líka að fólk vissi ekki hvernig það ætti að nálgast þau. „Kærkomnustu heimsóknirnar voru ekki endilega frá fólki sem kom til þess að segja eitthvað heldur þeim sem faðm- aði okkur og grét með okkur. Það var gott að fá fólk í heimsókn sem hafði heilsu til að gráta með okkur og gerði það af einlægni. Það var miklu dýrmætara en mörg huggunarorð.“ Séra Sigurður segir að þetta eigi við eftir öll dauðsföll. „Það er sama hvernig fólk deyr, hafi tilfinningatengslin verið sterk er sársauki þess sem eftir lifir svo mikill að fólk þarf á því að halda að ein- hver geti fundið til með manni.“ Hann telur ekki rétt að fara í feluleik eftir að fólk tekur eigið líf og það hafi þau hjón ekki gert. Sigurður segir að ef sá sem fellur fyrir eigin hendi eigi börn skipti það afar miklu máli að þeim sé sagt satt frá því hvernig dauðann bar að. „Börnin skynja alltaf að eitthvað er að. Það skiptir miklu máli að börnin séu hluti af fjölskyldunni að því leyti að þau fái að syrgja og fái að tjá sína sorg. Stundum er talað um að börnum sé velt upp úr sorginni með þessum hætti en þau fá örugglega ein- hvern tíma að vita hvernig var, jafnvel frá þeim sem síst skyldi.“ Börn okkur ofarlega í huga Séra Sigurður skrifaði á sínum tíma bók um börn og sorg. Fór þá víða og ræddi við syrgjendur, sem hann segir hafa ver- ið afskaplega lærdómsríkt. „Börn hafa verið okkur hjónum ofarlega í huga því dóttir okkar átti þrjá unga drengi þegar hún dó.“ Svo nefnir hann reiðina, ein viðbrögð eftirlifenda. „Reiði út í þann sem fyrirfór sér, reiði út í sjálfan sig og svo framvegis. Þeir sem eru nálægt þeim sem syrgja eiga oft erfiðast með að vita hvernig bregðast skuli við þessari reiði. Mikilvægt er að hún fái að koma fram með einhverjum hætti, sem hvorki skaðar syrgjandann né aðra. Taka verður reiðina alvarlega sem eðlileg viðbrögð í þessum aðstæðum, en þagga hana ekki niður og þeir sem næstir eru syrgjandanum umberi hana en for- dæmi ekki eða taki að verja þann sem reiðin beinist að. Reiði er eðlileg við- brögð í óeðlilegum aðstæðum sem þess- um,“ segir séra Sigurður Pálsson. Séra Sigurður Pálsson Nauðsynlegt að hafa eyru til að tala í „Við höfum verið með mikla fræðslu síðastliðin sjö ár fyrir faghópa, ekki síst þá sem vinna með ungu fólki, því það er mjög mikilvægt að þekkja einkennin. Ungt fólk í sjálfsvígshugleiðingum er oft mjög hvatvíst og hugsar það ekki til enda að dauðinn sé endanlegur,“ segir Sal- björg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefn- isstjóri Þjóðar gegn þunglyndi hjá Landlæknisembætt- inu. Árið 2000 féllu níu ungmenni á aldrinum 15-19 ára fyrir eigin hendi hér á landi. „Það var mikil blóðtaka en fræðsla fyrir þá sem vinna með unglingum var aukin svo að krakkar fái aðstoð fyrr en áður.“ Mjög hefur dregið úr sjálfsvígum ungs fólks síðan. „Eitt sjálfsvíg er þó einu of mikið og fræðslan skiptir miklu máli.“ Salbjörg nefnir einnig forvarnir fyrir aðstandendur, því syrgjendur ásaki oft sjálfa sig um að þeir hafi gert eitt- hvað rangt. „Við höfum verið í samstarfi við Nýja dögun um fræðslu fyrir fagfólk og hópavinnu fyrir syrgjendur því eftir sjálfsvíg heldur harmleikurinn áfram. Skiln- aðartíðni er há hjá foreldrum, sérstaklega þeim sem missa börn á aldrinum 15-25 ára, því þeir virðast eiga erfiðara með að fara samtaka í gegnum sorgarferlið og meira er um ásakanir á milli þeirra en annarra foreldra.“ Harmleikurinn heldur áframSkráð sjálfsvíg, eftir árum og kyniKarlar Konur 40 35 30 25 20 15 10 5 0 2005 2006 2007 2008 2009 Alls 33 Alls 32 Alls 37 Alls 38 Alls 36 9 24 10 22 7 30 11 27 7 29 Heimild: Hagstofa Íslands Sjálfsvíg 2005-2009 eftir aldri 15-20 ára 9 21-30 ára 30 31-40 ára 32 41-50 ára 43 51-60 ára 39 61-70 ára 15 71-80 ára 7 81-90 ára 1 9 30 32 32 43 15 7 1

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.