Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Atvinnuleitendur eru sá hópur í þjóðfélaginu sem stendur höllustum fæti, samkvæmt könn- un sem Rauði kross Íslands (RKÍ) kynnti í gær. Sérstaklega er ástæða til að hafa áhyggjur af vaxandi hópi ungra atvinnuleitenda, en reynsl- an frá öðrum löndum sýnir að þeim hóp er hætt við að lenda í vítahring sem erfitt getur verið að brjótast út úr. RKÍ hefur þrisvar áður gert sambærilega könnun og er þetta í fyrsta skipti sem atvinnu- leitendur skera sig að þessu leyti úr, segir Sól- veig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs RKÍ. Enda hefur atvinnulausum fjölgað mjög frá því síðasta könnun var gerð árið 2006. Atvinnuleysi er farið að valda mörgum brostinni sjálfsmynd, minna sjálfstrausti, að- gerðarleysi og einangrun, sögðu viðmælendur í könnun RKÍ. Könnunin byggðist á upplýsing- um frá 69 einstaklingum sem allir starfa í nán- um tengslum við berskjaldaða hópa, en tilgang- ur hennar var að skilgreina hvar þörfin fyrir aðstoð er mest. Hætt er við því að ungir atvinnuleitendur eigi erfitt með að koma sér aftur af stað í at- vinnulífinu, sérstaklega ef atvinnuleysið verður viðvarandi. Ástæða er því til að hafa áhyggjur af því sem Kristján Sturluson, framkvæmda- stjóri RKÍ, nefnir vítahring fátæktar, þar sem sálrænar afleiðingar fátæktar valda því að erf- itt er að brjótast út úr henni. Kristján hélt er- indi á málefnaþingi í tilefni skýrslunnar. Eiga ekki fyrir skólamáltíðum Foreldrar með lágar tekjur voru sá hópur sem viðmælendur nefndu næstoftast sem hóp sem illa stendur í samfélaginu. Töldu þeir ein- stæðar mæður sérstaklega þurfa á aðstoð að halda, en bentu einnig á mikilvægi þess að gleyma ekki einstæðum feðrum. Í skýrslu sem RKÍ gaf út með niðurstöð- um könnunarinnar er bent á að kostnaður við framfærslu hafi hækkað, en hvorki bætur né lægstu launin til samræmis. Áðurnefndur hóp- ur eigi því oft mjög erfitt með að ná endum saman, og þurfi gjarnan að leita sér aðstoðar til að eiga fyrir skólamáltíðum og öðrum útgjöld- um tengdum börnum sínum. Þá hafi börn þurft að hætta í tómstundastarfi af þessum sök- um. Áhyggjur af börnum þeirra hópa sem illa standa eru rauður þráður í áhyggjum viðmælenda RKÍ, segir Sól- veig, enda geti fátækt foreldra haft mikil áhrif á örlög barnanna. Á eftir foreldrum með lágar tekjur nefndu flestir að innflytjendur stæðu illa, en við lok síðasta árs voru innflytj- endur 7,27% íbúa hér á landi. Í skýrsl- unni kemur fram að meðal innflytjenda eru þeir berskjaldaðastir sem enga ís- lensku tala. „Vegna tungumálaerfiðleika eiga þeir erfitt með að taka þátt í öllu því sem sam- félagið hefur upp á að bjóða sem svo aftur gerir það að verkum að þeir einangrast félagslega og skortir tengslanet.“ Bent er á í skýrslunni að litla íslensku- kunnáttu megi ekki alltaf rekja til viljaleysis fólks til að læra tungumálið. Innflytjendur séu oft í láglaunastörfum og þurfi að vinna mikið, auk þess sem íslenskukennsla á landsbyggðinni sé einsleit og henti ekki öllum. Auknir fordómar í garð innflytjenda Þá leiddi könnunin í ljós að fordómar í garð innflytjenda hafa aukist eftir að tók að þrengja að í efnahagslífinu. „Áreitni af völdum Íslendinga er nú meiri en áður að mati viðmæl- enda þar sem innflytjendur eru sakaðir um að stela störfum frá Íslendingum.“ Ekki kemur á óvart að öryrkjar eru einnig taldir standa illa efnahaglega og félagslega. Í skýrslunni segir að bætur frá Tryggingastofn- un dugi oft ekki til framfærslu og er bent á að öryrkjar hafi litla möguleika á að bæta kjör sín með hlutastarfi því þar með skerðist bæturnar. Loks nefndu viðmælendur að ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af ungu fólki sem skortir tækifæri. Var þar sérstaklega talað um ungt fólk sem skortir bakland, þ.e. forsjáraðila sem geta mætt þörfum þeirra. Fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir var einnig fengið til að leggja spurningar fyrir almenning, en svör við þeim staðfestu að miklu leyti það sem kom út úr könnuninni meðal þeirra sem starfa með berskjölduðum hópum. Hætta á vítahring fátæktar  Atvinnuleitendur eru í fyrsta skipti taldir vera sá samfélagshópur sem hvað verst stendur  Innflytjendur hafa margir hverjir ekki efni á íslenskukennslu og standa einnig höllum fæti Morgunblaðið/Ómar Útskrift Ungt fólk til athafna nefnist virkniúrræði Vinnumálastofnunar fyrir atvinnulaust fólk yngra en 25 ára. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við stéttarfélög, fyrirtæki og sveitarfélög og í gær útskrifaði Stúdíó Sýrland fjölmennan hóp. „Það er mjög erfitt að vera atvinnulaus,“ segir hin 22 ára gamla Amalia Van Hong Nguyen, sem hefur verið án atvinnu í rúma þrjá mánuði. „Það er þreytandi að vera bara heima. Ég vil gjarnan komast út, hitta fólk og hafa verkefni.“ Þar til í janúar starfaði Amalia í bakaríi. „Ég er til í allt sem hentar mér og hef sótt um mörg störf en fengið fá svör.“ Til fram- tíðar segist Amalia þó hafa mestan áhuga á bókhaldi og reikningshaldi en hún er með verslunarpróf frá Borgarholts- skóla. Amalia tekur þátt í verkefninu Ungt fólk til athafna á vegum Vinnumálastofnunar. Hún valdi að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, sem er eitt virkniúrræða verk- efnisins, og segir starf- ið hafa gefið sér mikið. Meðal þess sem hún hefur tekið að sér er heimanámsaðstoð fyrir börn og að sjá um kaffið í húsi Rauða krossins í Borgartúni. Erfitt að sitja heima SJÁLFBOÐALIÐASTÖRF GEFA MIKIÐ „Það má segja að maður hafi komið á slæmum tíma út á markaðinn,“ segir Ró- bert Ægir Hrafnsson, 22 ára, en hann út- skrifaðist sem smiður árið 2008. Róbert hefur ekki setið auðum höndum síðan hann missti starf sitt sem smiður í janúar. Auk þess að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur hann tekið meirapróf og sótt um fjölmörg störf. Róbert viðurkennir að hann sé orðinn þreyttur á ástandinu. „Þótt það sé gaman hjá Rauða krossinum er náttúrulega leiðinlegt að hafa ekki launað starf.“ Hjá Rauða krossinum sér Róbert m.a. um svokallaðan heilsuhóp, en í því felst að semja við fyrirtæki á heilsusviði um að bjóða til sín hóp- um ungra atvinnuleitenda. Einnig er hann sjálfboðaliði hjá Dvöl í Kópavogi, sem er athvarf fyrir fólk með geð- ræna sjúkdóma. Hann segir miklu muna að geta starfað fyrir Rauða krossinn. „Ég er þar í gefandi starfi og kynnist mörgu skemmtilegu fólki.“ Virkur sjálfboðaliði ÚTSKRIFAÐIST Á SLÆMUM TÍMA 15.932 Voru skráðir atvinnulausir í apríl, samkvæmt tölum frá Vinnu- málastofnun. Það eru 9% mannaflans. 4.662 höfðu í apríl verið lengur en eitt ár án atvinnu. Þriðjungur þeirra sem voru skráðir án atvinnu er á milli tvítugs og þrítugs. ‹ ATVINNULEITENDUR › » Chiro Collection heilsurúm 25% afsláttur Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Maítilboð • 5 svæðaskipt heilsudýna • Hönnuð til að styðja við bakið á þér • Frábærar kantstyrkingar • 100% náttúrulegt áklæði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.