Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Eldgosið í Eyjafjallajökli Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum alltaf orðið að taka áhættu í líf- inu og tökum hana áfram. Ef við fáum tæki- færi til að heyja í sumar verðum við að nýta það,“ segir Eggert Pálsson, bóndi á Kirkju- læk í Fljótshlíð. Hann er langt kominn með að bera á túnin en fékk í gærmorgun öskuna yfir. Hann segir að þótt ekki sé gott að fá ösku núna verði það enn verra að fá hana í heyskapinn í sumar því askan geti ónýtt heyin. Aska úr Eyjafjallajökli fór yfir stórt svæði í gær sem að mestu hefur sloppið við öskufall til þessa. Þetta er mikilvægt land- búnaðarsvæði og þéttbýlt. Askan féll í Fljóts- hlíð, á Hvolsvelli og Landeyjum – og enn og aftur undir Eyjafjöllum. Minna öskufall varð á Hellu og í ýmsum sveitum Rangarþings ytra og síðan þynntist askan smám saman eftir því sem fjær dró. Vaknaði í myrkri Eggert á Kirkjulæk stendur í sauðburði og ekki bar á öskufalli þegar hann fór úr fjárhúsunum um klukkan eitt í fyrrinótt. Enn var dimmt þegar hann vaknaði klukkan sjö og fannst honum það undarlegt. Ástæðan var sú að aska hafði byrgt þakgluggana á svefn- herberginu. Askan var rök og síðan kom skúr þannig að askan festist á þökunum. Eggert og fjölskylda hans var að skipta um hey hjá lambfé sem var úti. Hann sagði að fylgjast yrði vel með fénu og halda þeim kindum áfram inni sem eftir er að sleppa. Kindurnar voru gráar af ösku eftir nóttina og lækurinn sem venjulega er tær var enn mórauður. Guðmundur sonur Eggerts var byrjaður að sópa af þakglugga hesthúsanna. Síðan beið þeirra mikil vinna við að hreinsa öskulag af bílum, dráttarvélum og öðrum tækjum. Þökin ætlaði Eggert að láta eiga sig í bili en taldi nauðsynlegt að taka þakrenn- Undir öskumekki Kirkjurnar sleppa ekki undan öskufallinu frekar en önnur mannanna verk. Aska féll víða í Landeyjum í gær, þó bændur þar hafi sloppið mun betur en starfsfélagar þeirra undir Eyja Verðum að heyja í sumar  Aska féll á nýtt svæði í gær  Þykkt öskulag á Hvolsvelli og Landeyjarnar fengu sinn skammt  Íbúarnir þrífa umhverfið  Bændur hafa áhyggjur af lambfé og þúsundum hrossa á útigangi Nýtt hey Elvar Sverrisson í Seli sækir nýtt hey fyrir lambféð. Búnaðarsamband Suðurlands hefur þegið boð Landgræðslu ríkisins um afnot af 3.000 ha beitilandi fyrir sauðfé í afgirtu landgræðsluhólfi á Leiðvelli í Meðallandi. Búist er við að byrjað verði fljótlega að flytja þangað fé undan Eyjafjöllunum. Verið er að skoða fleiri möguleika. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri telur að upprekstrarlönd bæja í Austur- Eyjafjöllum verði ekki nýtt í sumar. Þá sé mikil aska á Ystheiði og Sólheimaheiði en ástandið sé betra í upprekstrarlöndum Mýrdælinga. Þá hafi enn ekki fallið aska á Álftavers- og Skaftártunguafrétti. Hópur ráðunauta, sem skoðað hafa að- stæður á öskufallssvæðinu, telur aðkall- andi að útvega fjós svo bændur geti haft þann valkost að flytja kýr af þeim svæð- um sem verst hafa orðið úti. Hugmyndir um miðlun á heyi og túnum eru nú ræddar í sveitarstjórnum í sam- vinnu við samtök bænda. Bænda- samtökin og Búnaðarsamband Suður- lands vilja að komið verði á skipulagðri afleysingaþjónustu fyrir bændur og hug- að að flutningi búpenings og fóðurs á milli svæða. Beit boðin í Meðallandi AÐKALLANDI AÐGERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.