Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Tölvubúnaður ThinkPad fartö lvur · IdeaPad fartölvur · Lenovo borðtö lvur · Lenovo s kjáir BETRI TÖLVUR Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 | Kaupangur v/Mýrarveg Akureyri Sími 569 7620 | www.netverslun.is ThinkPad T410 Fyrir kröfuharða notendur Core i5 520M örgjörvi 4GB minni 320GB diskur 14,1” LED skjár ThinkPad Edge Ný kynslóð ThinkPad fartölva AMD L625 örgjörvi 4GB minni 320GB diskur 13,3” LED skjár ThinkPad X100e Nett vél fyrir fólk á ferðinni AMD MV40 örgjörvi 2GB minni 250GB diskur 11,6” LED skjár ThinkPad fartölvur frá Lenovo búa yfir fullkomnustu tækni sem völ er á enda hafa þær unnið til fjölda verðlauna. Þeir sem vilja ná árangri velja hágæða umhverfisvottaðar fartölvur frá Lenovo. Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaup- þings, hefur fengið breska lög- manninn Ian Burton til að gæta hagsmuna sinna í rannsókn sér- staks saksóknara á málefnum Kaupþings. Ian Burton er gömul kempa í málaferl- um vegna efna- hagsbrota og -glæpa. Breska blaðið Daily Tele- graph sagði fyrir skömmu að Bur- ton væru maður- inn sem gott væri að hafa sér við hlið í slíkum mál- um. Burton hefur meðal annars unn- ið með bresku efnahagsbrotadeildinni, Serious Fraud Office, en sérstakur sak- sóknari hefur átt samstarf við það embætti í rannsóknum sínum. Sem kunnugt er hefur Sigurður hafnað að því að koma til Íslands í yfirheyrslu hjá sérstökum saksókn- ara. Íslenskum yfirvöldum hefur ekki tekist að fá Sigurð handtekinn í London vegna þess að fyrirfarist hefur að innleiða evrópska hand- tökutilskipun hér á landi. Réð þann besta í faginu Sigurður hyggst taka til varna Sigurður Einarsson, neitar að koma heim. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þrír fyrrverandi framkvæmdastjór- ar Landsbankans hafa mótmælt af- stöðu slitastjórnar bankans gagnvart launakröfum sem þeir lýstu í þrotabú bankans. Slitastjórnin hafnaði kröf- unum að fullu. Framkvæmdastjór- arnir eru Yngvi Örn Kristinsson, Steinþór Gunnarsson og Atli Atla- son, sem í dag starfar hjá ríkisbank- anum NBI. Lögmaður þremenning- anna er Sigurður G. Guðjónsson. Málum Yngva Arnar og Steinþórs hefur verið skotið til úrskurðar dóm- stóla. Vilja fá kaupauka greidda Talsvert fjaðrafok varð í nóvem- ber síðastliðnum þegar upp komst að Yngvi Örn hafði lýst 230 milljóna króna kröfu í þrotabú bankans. Á þeim tíma sem kröfunni var lýst vann Yngvi að sérverkefnum á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins, en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um kröfugerð- ina lýsti hann því yfir að hann myndi gefa sínar kröfur til velferðarmála, ef svo kynni að fara að slitastjórn sam- þykkti þær. Kröfunum var hafnað, en Yngvi Örn hyggst nú láta reyna á fyrir dómstólum hvort sú ákvörðun standist lög. Kröfur Yngva í þrotabú- ið eru tvær, annars vegar uppsagn- arfrestur til tæplega þriggja ára, og hins vegar kaupaukagreiðsla upp á 144 milljónir vegna afkomu Lands- bankans á árinu 2007. Vill hálfan milljarð Steinþór Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri verðbréfa- sviðs Landsbankans, lýsti tveimur kröfum upp á samtals 490 milljónir króna í þrotabú bankans. Báðar kröf- urnar eru tilkomnar vegna samn- ingsbundinna kaupauka sem Stein- þór telur sig eiga inni hjá Landsbanknum. Til vara vill Stein- þór skaðabætur vegna þess tjóns sem ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins á grundvelli neyðarlaganna hafa valdið honum. Kröfur Atla Atlasonar eru vegna áunninna orlofsgreiðslna, alls ríflega tveggja milljóna króna. Vilja laun og kaup- auka frá slitastjórn  Framkvæmdastjórar Landsbanka mótmæla afstöðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsbankinn Yngvi Örn Kristinsson og Steinþór Gunnarsson, sem voru hátt settir hjá Landsbankanum, vilja sækja ógreidda kaupauka fyrir dómi. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Agora byggir á þeirri hugmynd að þegar margir hugar eru virkjaðir á réttan hátt til að finna lausnir á vandamálum er niðurstaðan iðullega betri en þegar einstaklingar kljást við vandamálin hver í sínu horni. Finnur Pálmi Magnússon er einn stofnenda Agora og segir hann að hugmyndin að fyrirtækinu og þjónustunni hafi orðið til í kringum Þjóðfundinn. Við Guðjón Már Guð- jónsson kynntumst fyrst almenni- lega þar og fyrirtækið er sprottið upp úr þeirri vinnu sem var unnin á honum. Fyrsta útgáfan af tölvukerf- inu var sett upp á eins árs afmæli hugmyndaráðuneytisins.“ Þjónusta Agora felst í því að setja upp tölvukerfi og halda utan um fundi fyrir hópa, félög og fyrir- tæki. Kerfið gefur öllum starfs- mönnum jafnt tækifæri til að koma með hugmyndir um allt milli himins og jarðar en einnig til að gefa álit sitt á hugmyndum og kjósa á milli þeirra. Um er því að ræða gagnsætt umhverfi fyrir hugmyndavinnu inn- an fyrirtækis eða félags. „Hópgreind, ef svo má að orði komast, hefur verið mikið rannsökuð ytra og þegar rétt er haldið á spil- unum getur hún skilað góðum ár- angri,“ segir Finnur. Þegar hafa þó nokkur fyrirtæki og félagasamtök nýtt sér þessa þjón- ustu, þar á meðal tölvuleikjafram- leiðandinn CCP og Læknafélag Ís- lands og þá er eitt sveitarfélag við það að taka kerfið í notkun. „Í tilviki Læknafélagsins eru það læknarnir sem geta komið með hugmyndir og kosið á milli þeirra, en allur almenn- ingur getur fylgst með umræðunni á netinu, sem er mjög áhugavert.“ Innan fyrirtækisins er nú unnið að þróun nýrrar útgáfu af kerfinu, en hugsunin er sú að það verði ókeypis fyrir félagasamtök og þegar mark- miðið með notkuninni er ekki fjár- hagslegt. Fyrirtæki munu hins veg- ar þurfa að greiða fyrir aðgang að kerfinu. „Við erum að prófa nýtt fyrir- tækjaform sem byggir á samfélags- legum gildum og er þetta ein birting- armynd þess. Markmiðið er að eyða um fimmtungi tíma okkar í sam- félagsvinnu af einhverju tagi,“ segir Finnur. Hópur gáfaðri en einstaklingur Kerfi Læknafélag Íslands hefur notað kerfi Agora við hugmynda- vinnu. ● Afkoma Eimskipafélags Íslands eftir skatta var jákvæð um 2,3 milljónir evra, jafnvirði 423 milljónir króna, á síðasta ársfjórðungi ársins 2009. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,9 milljónir evra eða um 329 milljónir króna. Hluthafar félagsins eru nú 74 talsins, gamli Landsbankinn fer með 37% hlut og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Yu- caipa fer með 32% hlut en sjóðurinn kom að endurskipulagningu félagsins með því að fjárfesta í frystigeymslu- starfseminni í Norður Ameríku og leggja inn nýtt hlutafé í endurskipulagt félag. Eimskip rekið með hagnaði ● Bandarískt dótturfyrirtæki lyfjaframleiðand- ans Shire PLC hefur höfðað mál gegn Actavis Elizabeth LLC og Actavis Inc. og heldur því fram að Actavis hafi brotið gegn þremur einkaleyfum Shire tengdum blóðþrýstingslyfinu Intuniv. Að sögn fréttaveitu Dow Jones stafar málshöfðunin af umsókn Ac- tavis í Bandaríkjunum um að fram- leiða samheitalyf. Shire, sem er þriðji stærsti lyfjaframleiðandi Bretlands, telur að Actavis vilji framleiða sam- heitalyf áður en undirliggjandi einka- leyfi vegna Intuniv renna út. Actavis stefnt ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækk- aði um 0,27 prósent í viðskiptum gærdagsins. Verðtryggði hluti vísi- tölunnar hækkaði um 0,29 prósent og sá óverðtryggði um 0,21 prósent. Velta á skuldabréfamarkaði nam 17,8 milljörðum króna og lokagildi vísitöl- unnar var 186,46 stig. Það sem af er ári hefur skuldabréfavísitalan hækkað um 5,72 prósent. Þar af hefur verð- tryggði hluti hennar hækkað um 4,37 prósent og sá óverðtryggði um 9,14 prósent. Skuldabréf hækka Stuttar fréttir…                   !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,+-++ +./-,0 +10-02 1+-.2, 1+-/21 +0-/03 ++3-20 +-4+35 +.,-/+ +3,-,, +,+-41 +./-5, +15-+1 11-/+0 1+-++4 +0-+13 ++3-. +-41/. +.,-2. +3,-0. 11+-22/+ +,+-0, +.+-1. +15-4. 11-/5+ 1+-+03 +0-+03 ++0-1, +-412 +.4-+0 +34-12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.