Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 ✝ Guðmunda Dag-mar Sigurð- ardóttir var fædd í Vestmannaeyjum 23.12. 1919. Hún lést 1. maí 2010. Guðmunda Dag- mar var dóttir hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur f. 27.9. 1891 og Sig- urðar Bjarnasonar, f. 28.10. 1884, búsett í Vestmannaeyjum. Guðmunda Dag- mar var eitt af níu börnum þeirra hjóna. Systkini hennar voru Sigurður, f. 23.1. 1915, látinn, Elín, f. 11. mars 1917, Sigurbjörg Svava, f. 9. maí 1918, látin, Óskar, f. 2.2. 1921, látinn, Sigríður, f. 8.2. 1923, látin, Mar- grét, f. 29.4 1924, Fjóla, f. 27.6 1925, Emil, f. 3.12. 1927. eldrum sínum til 8 ára aldurs en þá fór hún með ungum hjónum úr Vestmannaeyjum, Magnúsi og Auð- björgu, er voru að hefja búskap að Ártúnum á Rangárvöllum og ílent- ist hún þar til 15 ára aldurs er hún fór einn vetur í Hveragerði í hús- mæðraskóla hjá Árnýju Filippus- dóttur á Hverabökkum. Hún var í vist í Vestmannaeyjum á veturna og kaupavinnu á sumrin fram yfir tvítugt en hún fór til Reykjavíkur og fór þá að vinna í Smjörlíkisgerð- inni Smára þar til hún hóf búskap og var hún heimavinnandi meðan börnin voru smá. Fór hún að vinna utan heimilis upp úr 1960, fyrst að Laugavegi 28 við matreiðslu og síð- an í Kassagerð Reykjavíkur frá 1969 til starfsloka 74 ára gömul. Hún átti við veikindi að stríða síð- ustu æviárin og var á hjúkrunar- heimilinu í Seljahlíð og átti þar gott ævikvöld. Hún var farin að tapa minni seinustu árin en þekkti samt sína nánustu til hinstu stund- ar. Hún missti mikið þegar Hjálm- ar dó í janúar en hélt heilsu til síð- ustu vikunnar en hún lést 1. maí. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Guðmunda giftist Hjálmari B. Jóhanns- syni, f. 22.7. 1922, d. 27.1. 2010 þann 9.10. 1949. Börn þeirra eru: Sigríður, f. 30.11. 1945, gift Jó- hanni Kristjánssyni og eiga þau 5 börn og 6 barnabörn. Guðrún, f. 15.1. 1949, gift Sig- urði Ketilssyni og eiga þau 6 börn og 11 barnabörn. Guðfinna, f. 10.4. 1950, gift Þor- valdi Jóhannessyni og eiga þau 10 barnabörn. Guð- finna á 2 börn af fyrra hjónabandi og Þorvaldur á 2 börn af fyrra hjónabandi. Hörður Þór, f. 6.2.1952, kvæntur Ásdísi Baldvins- dóttur. Hörður á 2 börn af fyrra hjónabandi og 4 barnabörn. Guðmunda ólst upp hjá for- Elsku mamma mín og tengda- mamma. Okkur langar að kveðja þig með fáum orðum. Þú fórst frá okkur 1. maí síðastliðinn. Minning- arnar eru margar en þær fara flestar í minningasjóð ykkar pabba sem við misstum í janúar síðast- liðnum. Þú áttir við minnisglöp að stríða hin síðustu ár, en alltaf þekktirðu okkur og flest barna- börnin. Þú varst mesti vinnuforkur sem ég hef þekkt og varst óþreyt- andi á árum áður að kenna mér. Þú vannst sem matráðskona öll þín starfsár, lengst hjá Kassagerðinni í 25 ár. Við Jói fórum ung að búa og varst þú mín styrka stoð þegar á þurfti að halda, boðin og búin til alls. Meðan við bjuggum fyrir vest- an komstu öll haust að hjálpa mér, þökk sé þér. Krakkarnir fengu ekki sjaldan að fara með ykkur pabba í veiðiferðir og flakk um landið. Þú varst sú mesta veiðikló sem ég veit um. Eitt sinn voruð þið pabbi aust- ur við Heiðarvatn og voru þar út- lendingar sem helst vildu hafa þig við sér við hlið til að kenna þeim en fiskarnir leituðu alltaf á þína stöng, þar eins og annars staðar. Við þökkum þér eins og pabba í vetur að taka strákana okkar þegar þeir fóru í skóla í bænum. Þeir áttu góða vetur hjá ömmu og afa. Það verður tómlegt á aðfangadagskvöld að þið séuð bæði farin því þið hafið bæði verið með okkur þá í yfir 20 ár. Fallegustu minningar síðustu ára voru að sjá ykkur sitja saman uppi í bústað að reyta frá litlu plöntunum eða uppi í hrauni að tína ber og sást þú alfarið um að hreinsa öll ber fyrir mig. Þú komst ekki vestur síðustu tvö árin, en stundum mundir þú eftir berja- hreinsuninni og sagðir: Ég kem og hjálpa þér þegar mér batnar. Góð- ar minningar lifa og ég vona að þú hlæir með mér hinum megin þegar ég rifja þær upp. Eina skiptið sem mig langaði að lemja mömmu mína var í desember fyrir mörgum árum þegar við vorum að kaupa jólagjaf- ir og ég, eins og minn var vani, brussaðist niður Bankastrætið á rassinum eins og skúta fyrir fullum seglum (þín orð) og kollvarpaði lögregluþjóni sem þar var. Þú stóðst í keng og grést úr hlátri, en milli rokanna kom: Meiddirðu þig? Sem var ekki. Þegar mig vantaði bros frá þér var þetta rifjað upp. Nú hafið þið pabbi sameinast aftur og þá hafa nú orðið gleðifundir. Ég kveð þig elsku mamma með vísunni sem þú kenndir mér ungri: Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Vertu góðum guði falin. Sigríður og Jóhann (Bassý og Jói). Elsku amma. Við vildum þakka þér innilega fyrir að hafa verið öll þessi ár í lífi okkar. Minningarnar um þig eru bara góðar og munu lifa með okkur að eilífu. Ein af okkar eldri minningum er nýtnin sem þú kenndir okkur þegar við vorum að heyja sem krakkar og þú safnaðir slæðingnum í peysuna þína, ekkert átti að liggja eftir á túnunum. Þá rifjast líka upp hitinn sem var allt- af í íbúðinni ykkar afa, sama hvort það var Kleppsvegurinn eða Lind- argatan. Við furðum okkur enn á því hvernig nammið hvarf á Lind- argötunni í tröppunum upp á háa- loft en þú taldir okkur trú um að Skreppur hennar Grýlu byggi þar. Aldrei kjaftaðir þú frá leyndarmál- inu en við fáum vonandi svar við því þegar við hittumst á ný. Ferðalögin með þér og afa eru ógleymanleg, þið miðlandi til okkar úr ykkar óþrjótandi viskubrunni og við bætandi við ykkar viskubrunn með upplestri úr Vegahandbókinni. Veiðiferðirnar voru nokkrar og í einni þeirra flaugstu út í vatn og Linda sprakk úr hlátri, atvikið var það fyndið að Linda gat enga hjálp þér veitt fyrir hlátursrokum og þú varðst sjálf að staulast upp úr vatninu, blá og marin. Þú varst alltaf orðheppin og hreinskilin með meiru og við töl- uðum oft um að það hefði verið gaman að kynnast þér sem ungri konu. Við getum alltaf hlegið að mörgum minninganna þó svo að þær séu ekki prenthæfar. Elsku amma, þú varst algjör perla og þó svo að það sé sárt að kveðja þig þá vitum við að þú ert hjá afa sem þú elskaðir, dýrkaðir og dáðir. Síðasta myndin sem við tókum af ykkur afa saman var um síðustu jól þar sem þú mændir á hann með ástaraug- um. Guð blessi minningu þína og afa um aldur og ævi. Þínar ömmustelpur, Guðrún, Linda og Kristjana. Elsku amma okkar. Nú ertu far- in frá okkur, farin til afa þar sem þér leið alltaf vel. Þegar við hugs- um til baka er okkur sérstaklega minnisstætt þitt hlýja og góða við- mót, alltaf var gott að leita til þín og deila með þér hvað var að ger- ast hverju sinni. Þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda. Það var eftirsóknarvert að fá að fara með ykkur afa í útilegur og veiðiferðir þar sem við skemmt- um okkur í góðu yfirlæti. Margar sögurnar fengum við að heyra á ferðalögunum þar sem stutt var í grín og glens og góða skapið var alltaf með í för. Elsku amma, hjálpsemi, dugnað- ur og umhyggja fyrir öðrum lýsa þinni persónu best. Þú varst okkur fyrirmynd í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, sama hvað það var, því þú gerðir allt svo vel og sam- viskusamlega. Þú varst frábær amma og mamma, og reyndist okk- ur öllum vel. Nú kveðjum við þig í síðasta sinn með söknuði en mun- um alltaf minnast þín með gleði í hjarta fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í lifanda lífi. Guð fylgi þér og gæti. Hvíl í friði. Þín barnabörn, Guðmunda Dagmar Sigurð- ardóttir, Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Ásbjörg Ólöf Sigurðardóttir, Katla Sig- urðardóttir, Sigrún Sigurð- ardóttir og Sigurður Sævar Sigurðsson. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar                                   ! ""              !"  #   Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist þriðjudaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 19. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalar- heimilið Höfða. Guðríður Halldóra Halldórsdóttir, Haukur Halldórsson, Hrafnhildur Hannibalsdóttir, Magús Davíð Ingólfsson og ömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðju- daginn 18. maí kl. 11.00. Björn B. Líndal, Guðmundur Ingi Björnsson, Ingibjörg Bertha Björnsdóttir, Guðmundur Petersen, Árni Már Björnsson, Ásrún Jónsdóttir, Sigurbjörn Björnsson, Unnur Petra Sigurjónsdóttir, Vilborg Anna Björnsdóttir, Sigurður Flosason og barnabörn. ✝ Ástkær, yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, tengdadóttir og amma, BERGLIND BJARNADÓTTIR, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 9. maí. Útför hennar fer fram frá Hveragerðiskirkju föstu- daginn 21. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigurður Blöndal, Indriði Hrannar Blöndal, Bjarndís Helga Blöndal, Sandra Sigurðardóttir, Davíð Heimisson, Bjarki Blöndal, Elísabet Ósk Sigurðardóttir, Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Magnús Blöndal og ömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÁLFDÁN ÁGÚST JÓNSSON, Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri, lést á Reykjalundi miðvikudaginn 12. maí. Arnþór H. Hálfdánarson, Guðrún Jensdóttir, Ágústa B. Hálfdánardóttir, Guðni Agnarsson, Gunnhildur Hálfdánardóttir, Guðmundur K. Pálsson, Jón V. Hálfdánarson, Sigríður Erlendsdóttir, Anna M. Hálfdánardóttir, Jón B. Skúlason, Þórkatla Hálfdánardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Efstasundi 92, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi á uppstigningar- dag, fimmtudaginn 13. maí. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.00. Guðmundur Páll Ásgeirsson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.