Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 37

Morgunblaðið - 15.05.2010, Side 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Langt fyrir aldur fram er frændi okkar, Sigþór Ægisson, látinn. Af æðruleysi barðist hann við illvígan sjúkdóm en að lokum gafst þreyttur líkaminn upp og játaði sig sigraðan. Til hinsta dags bar Sigþór sig vel, gerði lítið úr eigin veikindum og hafði frekar áhyggjur af líðan sinna nánustu en sinni eigin. Ekki eru nema tæplega 35 ár síð- an 16 ára gömul móðursystir okkar og síðhærður gáskafullur kærasti hennar komu suður til þess að koma frumburði sínum í heiminn. Guð- björg var þá enn búsett á Selhóln- um og Ægir var á vertíð fyrir vest- an, kannski ekki kjöraðstæður til barneigna. Sigþór fékk þó gott upp- eldi og skorti ekkert í uppvexti sín- um enda hafa foreldrar hans spilað vel úr sínu og reynst börnunum góðar fyrirmyndir. Sigþór var góð blanda foreldra sinna, bjó yfir reglusemi, dugnaði og ákveðni móð- ur sinnar sem og glaðlyndi, glettni og útsjónarsemi föður síns. Sigþór fór snemma á sjó, byrjaði sem messagutti og þótti duglegur. Gellaði hausa af miklum móð og náði sér í góðan aukapening á þann hátt, var ákafinn og dugnaðurinn slíkur að orð fór af. Sjómennskan varð þó ekki ævistarf Sigþórs, hann átti við bakveikindi að stríða og varð þar með að hætta á sjónum. Sterkir einstaklingar nýta það sem miður fer í lífi þeirra sér til framdráttar. Við lok sjómannsferils síns lagðist Sigþór ekki í kör heldur ákvað hann að lifa lífinu, halda út í heim og láta reyna á það hvort hann gæti ekki framfleytt sér með fyr- irsætustörfum. Hversu langt hann náði upp metorðastigann í fyrir- sætugeiranum er matsatriði en flestir gætu sennilega sætt sig við fyrirsætustörf í Mílanó, Tókýó og Brasilíu í stað þess að greiða þorsk úr netum í Brúninni eða á Flák- anum. Áralöng útivera þroskar menn, Sigþór bar þess greinileg merki að hann hafði tileinkað sér nýja siði og ræktað með sér aðra eiginleika en þá sem gjarnan tíðkast í hörðu og karlmannlegu veiðimannasam- félagi. Þegar menn því til viðbótar rækta líkama sinn og búa yfir með- fæddri líkamlegri fegurð, þá er nið- urstaðan einfaldlega sú að viðkom- andi verður mjög viðkunnanlegur og aðlaðandi einstaklingur. Síðla árs 2008 gekk Sigþór í hjónaband með Karinu Caetano Fugita. Ekki fór á milli mála að þau tvö áttu vel saman og greinilegt var að þau voru hamingjusamt par sem ætlaði að njóta lífsins saman. Síðustu samverustundir okkar systkinanna með Sigþóri og Karinu voru í skötuveislu á Laufásnum sl. Þorláksmessu. Þar stóðu þau hjón- in sig prýðilega og tóku hressilega á vel kæstri skötunni. Sigþórs verður sárt saknað í skötuveislum framtíð- arinnar, en missir okkar eru smá- munir einir miðað við þá raun sem Karina, Guðbjörg, Ægir og Agnes ganga í gegnum. Okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við til ykkar. Lífið getur verið grimmur fjandi, það er alls ekkert náttúrulögmál að við mannfólkið búum við farsæld og langlífi. Leggjum við því til að við heiðrum minningu Sigþórs Ægis- sonar með því að gera það besta úr því sem okkur er gefið og að lifa líf- inu á meðan á því stendur. Það gerði hann. Sigurbjörg, Ársæll K. og Magnús Ársælsbörn. Mín fyrstu kynni af Sigþóri voru haustið 1998, þegar við báðir tókum þátt í „sætukeppni stráka“. Þá strax tók ég eftir hversu heilsteypt- ur, einlægur og vel gefinn hann var og tókst með okkur mikill vinskap- ur. Við fluttumst báðir út um svipað leyti, Sigþór til Bandaríkjanna og ég til Danmerkur. Í Bandaríkjun- um starfaði Sigþór við módelstörf og heimsótti ég hann þangað ári síðar. Það var ekki að sjá að mód- elstörfin hefðu stigið honum til höf- uðs, eins og hjá svo mörgum, hann var enn þessi hlýi og elskulegi vinur sem hann hafði alltaf verið og var allt til enda. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fylgjast með ferli hans. Sýndi hann mér alltaf ljósmyndamöppuna sína og sagði hann mér hver ljósmyndarinn væri og hverja aðra hann hefði ljós- myndað og hvernig best væri að raða upp í möppuna. En oftast þeg- ar við ræddum saman vorum við frekar á andlegu nótunum, ræddum um gildi mannlegrar hegðunar, það góða í samferðamönnum okkar og hvað við gætum gert til að verða enn betri menn. Eftir 11. septem- ber 2001 þegar tvíburaturnarnir í New York hrundu var Sigþór bú- settur í borginni. Ég hafði miklar áhyggjur af honum og eftir að hafa reynt mikið að ná sambandi við hann og foreldra hans, birtist hann á tröppunum hjá mér í Kaupmanna- höfn. Svona allt í einu og sagði að sér hefði fundist að hann yrði að hitta mig. Seinna um kvöldið tók hann upp gítar, sem ég var að læra á, og byrjaði að spila eins og enginn væri morgundagurinn. Ég man að ég hugsaði, meðan hver slagarinn á fætur öðrum hljómaði úr gítarnum, hvernig þessir hæfileikar hefðu áð- ur framhjá mér farið. En svona var Sigþór, ekkert að flagga neinu eða þykjast betri en hver annar. Ég vil meina að þessi gítarstund hafi verið ein okkar besta stund saman. Eftir að Sigþór fluttist til Japans, urðu samverustundir okkar færri, en við héldum alltaf sambandi og þegar við hittumst var eins og við hefðum síðast hist í gær. Þegar Sig- þór gifti sig, í Brasilíu, komst ég því miður ekki til að samgleðjast þeim. En í huganum upplifði ég atburðinn og var með þeim í anda. Á stuttri ævi upplifði Sigþór meira en margir aðrir ná að upplifa á langri ævi, ferðaðist mikið um heiminn og naut lífsins. Á ferðalögum hans er ég fullviss um að einlægni hans hafi heillað alla. Sigþór var baráttumað- ur, sem best kom í ljós í veikindum hans. Þegar hann sagði mér frá þeim ætlaði ég svo sannarlega að blása honum jákvæðni í brjóst en Sigþór var þá þegar búinn að gera upp hug sinn, hann ætlaði að berj- ast og það gerði hann svo sannar- lega. Það var ekki ég sem var klett- ur, eins og hann kallaði mig alltaf, Jonni „rock“, nú sé ég að það var hann sem var kletturinn. Um leið og ég kveð kæran vin hugsa ég til þess hve þakklátur ég er fyrir allar okkar stundir saman og hve mikið ég sakna hans. Sigþór lifði ekki lengi, en lifði lífinu lifandi. Ég sendi Karinu, foreldrum, systr- um og öðrum í fjölskyldu Sigþórs mínar einlægustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa áfram. Jón Pétur Guðmundsson (Jonni rock). Elskulegi Sigþór. Minningin um góðan og yndislegan vin mun lifa í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með þessu fallega ljóði: Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Takk fyrir allt elsku vinur, Þorsteinn og Ingibjörg Kristín. Það er stundum sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Sá annars ágæti frasi er ekki merkilegur plástur á þau djúpu sár sem hin fallvalta veröld hefur upp á að bjóða. Ég kynntist Sigþóri Ægissyni á uppvaxtarárum mínum í Ólafsvík. Hann var lífsglaður og skemmtileg- ur, hlýr og aðlaðandi strákur sem var vinsæll að eðlisfari og kunni vel með þær vinsældir að fara. Af hon- um stafaði þokki sem sæmt hefði hvaða ævintýraprinsi sem er. Sig- þór var metnaðarfullur og í raun fæddur sigurvegari. Hann náði langt í lífinu, öðlaðist frægð og frama, elskaði og var elskaður, og kom þessi árangur hans mér ekki á óvart, né neinum sem þekkti til Sig- þórs og vissi hvaða mann hann hafði að geyma. Ég samgladdist ávallt Sigþóri þegar ég frétti af velgengni hans, því hann átti allt gott skilið, og ég grét þegar ég heyrði af ótímabæru andláti hans. Við Ægir, pabbi hans, unnum saman um tíma og þar kynntist ég öðrum öðlingi. Það var augljóst hvaðan Sigþór fékk hlýjuna og sitt góða geð; þessi tindrandi, glettnu augu. Elsku Ægir minn. Um leið og ég votta þér og fjölskyldu Sigþórs heitins mína dýpstu samúð vona ég að þú og þínir nánustu finni frið og sátt í heimi sem oft á tíðum býður upp á fátt annað er óréttlæti og hörmungar. Guð blessi ykkur öll. Stefán Máni Sigþórsson. Það er þyngra en tárum taki að skrifa eftirmæli um unga og fagra manneskju eins og þig Sigþór minn. Orð eru einskis megnug til að lýsa sorginni við fráfall þitt og þau megna heldur ekki að hugga þá sem þín sakna. Þú varst um margt ein- stakur og hugrakkur maður og ég hef fáa hitt sem höfðu viðlíka út- geislun og nærveru, sem gerðu það að verkum að jafnvel þeim sem kynntust þér rétt í svip fannst eins og þú hefðir ávallt verið hluti af lífi þeirra. Þú nýttir þinn tíma vel, ferðaðist um allan heim, afrekaðir hluti sem fáa dreymir um og lifðir lífi sem við hin sjáum bara í bíó- myndum. Þó varstu alla tíð jarð- bundinn og mér fannst kannski eins og þú nytir þín best heima á nesinu í lopapeysu með gítarinn. Hugrekki þitt í baráttunni við sjúkdóminn er okkur sem eftir sitjum innblástur. Ég þakka þér fyrir þann dýrmæta tíma sem þú tókst frá til að vera með okkur og kveðja. Elsku Karina, Ægir, Guðbjörg, Agnes, Linda og fjölskyldur, megi allt gott verða ykkur styrkur í þess- ari miklu sorg. Ragnhildur Sigurðardóttir. Sigþór, þín verður sárt saknað. Ég man alltaf eftir þér frá tíma okkar saman á Tjaldi 2, besti tími sem ég hef átt úti á sjó. Við hinir strákarnir alltaf að stríða hver öðr- um en þú passaðir alltaf að þetta færi ekki allt úr böndunum hjá okk- ur, að ekki yrði gengið of langt. Lífið er eins og sjórinn, stundum gengur allt upp. Það koma smá- brælur og aftur logn og sléttur sjór. Þú sigldir þöndum seglum, stefndi allt í metvertíð, þá skellur á stór- sjór og seglin rifna eitt af öðru. En þú hélst ótrauður áfram með miðið sett á land. Því miður er ekki hægt að yfirvinna allt með endalausri já- kvæðni, glaðleika og lífsgleði. Ég er ríkari fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér, þú lýstir upp allt, þar sem þú komst. Takk fyrir samveruna. Að lokum vil ég votta aðstand- endum Sigþórs mína dýpstu samúð. Guðmundur G. Símonarson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, ÞORVALDAR GARÐARS KRISTJÁNSSONAR. Elísabet I. Þorvaldsdóttir, Heimir Freyr Hálfdanarson, Þorvaldur Garðar og Heimir Freyr. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SIGURBJÖRG JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, áður Hofsvallagötu 21, Reykjavík, lést á Grund laugardaginn 8. maí. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, og Hvítabandið en minningakort þess fást í Kirkjuhúsinu. Gunnar Sigurður Konráðsson, Agnes Magnúsdóttir, Óskar Konráðsson, Jóhanna Jónasdóttir, Haukur Konráðsson, Ólafía Jónatansdóttir, Kjartan Konráðsson, Margrét Björnsdóttir og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR HARALDSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Hrönn Þórðardóttir, Óli Þór Alfreðsson, Hanna Þórðardóttir, Gísli Valtýsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur minnar og tengdasonar, foreldra okkar, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og langömmu, HAUKS HAFSTEINS GÍSLASONAR rakara og HÖNNU ÞÓRÖNNU SAMÚELSDÓTTUR húsmóður, Garðavík 3, Borgarnesi. Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða starfsfólki á Sjúkrahúsi Akraness, sem annaðist þau í veikindum þeirra. Margrét Hannesdóttir, Bryndís G. Hauksdóttir Hauth, Ólafur G. Gunnarsson, Ellý Hauksdóttir Hauth, Jón Viðar Gunnarsson, Gísli Friðrik Hauksson, Ragnheiður K. Óladóttir, Samúel Smári Hreggviðsson, Sigríður Kr. Jóhannsdóttir, Ólafur Magnús Hreggviðsson, Guðgeir Veigar Hreggviðsson, Sigrún Gestsdóttir, Margrét Dögg Hreggviðsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.