Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 46

Morgunblaðið - 15.05.2010, Síða 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Söngfuglar, kór aldraðra í Reykjavík, leggja land undir fót og halda tónleika Grund- arfjarðarkirkju í dag kl. 16. Á efnisskránni eru þekkt kórlög eins og Fanna skautar faldi háum, Sól rís, sól sest, Þú fagra blómið blóma, Kvæðið um fuglana og svo má telja. Einsöngvari verður Sveinn Pálsson. Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík hefur verið starfræktur alllengi, en hann tók upp nafnið Söngfuglar fyrir rétt rúmum áratug. Stjórnandi kórsins er eins og undanfarið Margrét Sigurðardóttir söngkona. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tónlist Söngfuglar í Grundarfirði Margrét Sigurðardóttir Í dag kl. 17 verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Ann- að auga – Ljósmyndaverk úr safneign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Sýning- arstjóri er Birta Guðjónsdóttir, sem valdi sextíu verk úr safn- eign Péturs og Rögnu. Við val- ið kaus hún að leggja áherslu á að gera skil íslenskum mynd- listarmönnum sem nota ljós- myndir í verkum sínum og skoða verk þeirra í samhengi við ljósmyndaverk í samtímalistum. Sýningin er á dagskrá Listahátíð- ar í Reykjavík. Sunnudaginn 23. maí kl. 15 munu Birta Guðjónsdóttir og Einar Falur Ingólfsson ræða við Pétur Arason og gesti um sýninguna. Myndlist Annað auga á Kjarvalsstöðum Pétur Arason Í dag kl. 18 opna listamenn- irnir Maria Dembek og Robin McAulay sýninguna 111 í Kling & Bang galleríi. Maria Dem- bek er pólskur ljósmyndari og Robin McAulay er breskur ljósmyndari. Sýninguna vinna þau í sameiningu með lífs- og starfsumhverfi fjölmargra samtímalistamanna með aðset- ur að Torstrasse 111 í Austur- Berlín fyrrverandi sem við- fangsefnið. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2010 og stendur til 13. júní. Kling & Bang gallerí, Hverfisgötu 42, er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Myndlist Torstrasse 111 í Kling & Bang Brot úr verki Dem- bek og McAulay. Þar fyrir utan þarf hann að sanna sig fyrir lafði Maríon og heyja ofan í kýrnar 52 » Í dag kl. 14 opnar Halla Har myndlistarsýningu í Listasal Garðabæjar á Garðatorgi 7. Á sýningunni, sem stendur til 1. júní, eru tólf olíumálverk og gler- verk. Halla á að baki langan feril sem gler- og myndlistakona. Verk hennar hennar má sjá á mörgum opinberum stöðum, t.d. mósaík- verkið Sundmaðurinn í sund- miðstöð Reykjanesbæjar, glerverk í Deutsches Glasmalerei-Museum Linnich, Þýskalandi, skúlptúr í Menningarsetri Dalvíkurbyggðar og svo má áfram telja. Olíuverkin sem sýnd verða eru öll ný og hefur það verið markmið Höllu að breyta um stíl og feta nýjar slóðir á þessari sýningu. Verkin hafa verið máluð með nýrri nálgun þar sem hreinleiki lita og forma fær að njóta sín. Hreinleiki Listakonan Halla Har sýnir í Listasal Garðabæjar. Halla Har sýnir í Garðabæ Olíumálverk og gler- verk í Listasalnum Árni Matthíasson arnim@mbl.is Kammerkórinn Carmina heldur tón- leika í dag og á morgun í Krists- kirkju, Landakoti. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 16 báða dagana, eru liður í Listahátíð í Reykjavík og á efnis- skránni nokkrar helstu perlur end- urreisnartónlistarinnar, Maríu- söngvar eftir Josquin des Prez, Morales, Victoria og Dunstable, auk söngva úr íslensku handriti frá því um 1500. Þá verða flutt tvö verk við harmljóð Jeremía. Kammerkórinn Carmina sér- hæfir sig í flutningi á tónlist endur- reisnartímans. Stofnandi Carminu og stjórnandi á tónleikunum er Árni Heimir Ingólfsson, en meðlimir hóps- ins koma víða að, eru ýmist búsettir á Íslandi eða ytra. Árni Heimir segir að víst sé stef tónleikanna tónlist sem samin hafi verið Maríu til heiðurs frá endur- reisninni, en ekki eingöngu þó: „Mar- íutónlist er ávallt auðmjúk og blíð, þannig að við brjótum dagskrána að- eins upp og tökum tvö verk sem byggjast á harmljóðum Jeremía, en í þeim er tilfinningaboginn spenntur til fulls.“ Að þessu sögðu segir Ári Heimir þá að ekki megi skilja orð hans svo að Maríuverkin séu keimlík. „Það er vissulega hætta á því að verkin hljómi mjög svipað ef flytjandinn gætir ekki að sér en við höfum lagt hart að okk- ur að ná fram sérstöðu hvers verks og meðal annars legið yfir textunum til að fanga merkinguna sem best og ná að krydda flutninginn.“ Engin erlend fyrirmynd fundin Á undanförnum árum hefur Carmina einbeitt sér að því að flytja og hljóðrita tónlist úr íslenskum nótnahandritum sem lengi höfðu leg- ið í gleymsku. Tvö verkanna sem flutt verða eru úr íslenskum tónlistar- handritum, annars vegar AM 687b 4to sem ritað var um 1500, hins vegar úr Melódíu, íslensku tónlistarhandriti frá 17. öld, en höfundar söngvanna eru ekki þekktir. Aðspurður hvort hægt sé að slá því föstu hvort höfundarnir séu ís- lenskir svarar Árni Heimir því svo: „Í handritunum er tónlist af evrópskum meiði og megnið af henni komið frá meginlandi Evrópu. Þessi tvö verk eru aftur á móti í hópi þeirra þar sem engin erlend fyrirmynd hefur fundist. Það þarf ekki þýða að þau séu ekki erlend, en gefur þeim þó sérstöðu þar til annað kemur í ljós.“ Carmina syngur í Kristskirkju Carmina Sérhæfir sig í flutningi á tónlist endurreisnartímans. Tilfinningabog- inn spenntur Carmina » Geisladiskurinn Melódía með Carmina hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin. » Auk tónleikanna nú kemur kórinn fram á tónlistarhátíð- inni Við Djúpið á Ísafirði í júní, og á Wege Durch das Land í Þýskalandi í júlí. » Væntanlegur er nýr hljómdiskur með lögum úr handritinu Hymnodia sacra, sem ritað var árið 1742. Þýska listakonan Friederike von Rauch opnar sýningu í Hafnar- borg á morgun kl. 15. Hún sýnir þar myndir frá ýmsum stöðum sem eiga allar sameiginlegan grunntón að hún lýsir því. Sumar myndanna tók von Rauch á Íslandi þegar hún dvaldi á listamannasetrinu Bæ í Skaga- firði, aðrar í Berlín og enn aðrar í Belgíu. Tvær myndanna eru mjög stórar og vill svo til að það eru einmitt myndir sem teknar voru fyrir norðan. Friederike von Rauch var hér um sumar, í júlí og fram í ágúst, og segist hafa hrifist svo af birt- unni á þeim tíma að hún hafi átt erfitt með svefn, verið uppfull af orku og tekið myndir langt fram á nótt. „Ég fékk ágæta blöndu af skýjuðum dögum og björtum. Næturbirtan heillaði mig mest, hún var svo mjúk og gríðarlega falleg.“ Von Rauch kallar sýninguna Staði eða Sites enda eru allar myndirnar af stöðum og arkitekt- úr, án þess þó að vera beinlínis myndir af tilteknum stað eða mannvirki; „ég er ekki að skrá- setja staði, þetta eru myndir af andrúmlofti“, segir hún. Hún hef- ur unnið að þessu verkefni síðasta áratug og er enn að vinna í því. Sýningin í Hafnarborg er því svip- mynd af verki í mótun og sett saman sérstaklega fyrir einmitt það rými. Sýning Friederike von Rauch er á dagskrá Listahátíðar. Friederike von Rauch sýnir í Hafnarborg Staðir sem eru ekki staðir Morgunblaðið/Ernir Staðir Þýska listakonan Friederike von Rauch opnar sýningu í Hafnarborg Thomsen & Thomsen heitir sýning sem opnuð verður í dag kl. 14 í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Á henni eru portrett- og umhverfismyndir frá Reykjavíkursvæðinu eftir Pétur Thomsen eldri (1910–1988) og son- arson hans, Pétur Thomsen yngri (1973). Pétur yngri valdi umhverfis- og portrettmyndir úr safni afa síns og kallast á við þær í verkum sínum. Pétur eldri starfaði sem ljósmyndari frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar og fram á 8. áratuginn. Myndir hans gefa innsýn í veröld reykvískra fjölskyldna á 6. og 7. ára- tug síðustu aldar en myndir Péturs yngri sýna veröld fjölskyldunnar á árunum 2008- 2010, tíma breytinga þar sem viðhorfið í garð hins mann- gerða í landslagi hefur einkennst af nokkurri spennu og ris og hnig sam- félagsins sett sinn svip á mannfólkið. Thomsen & Thomsen Ljósmynd/Pétur Thomsen yngri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.