Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 15.05.2010, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2010 Hrói sem að auki fær lítil tækifæri til að sýna bogfimina, sína sterkustu hlið. Lafði Maríon er tæpast nógu eftirsóknarverð í meðförum Cate Blanchett, sem er alveg ný hlið á þessari ann- ars jafnan heillandi og hæfileikaríku leikkonu. Þó að samband skötuhjúanna sé dáðlítið fer enn minna fyrir kátínunni í þeim rómuðu eftirlætispersónum Tóka munki, Vilhjálmi skarlati og Litla-Jóni, og reyndar líður myndin fyrir skort á skopskyni. Þessir þekktu gár- ungar eru í sjálfu sér ekki illa leiknir en litlitlir karakterar, sem er handvömm. Jafnvel þó að þeir eigi hugsanlega að fá að sletta úr klauf- unum í framhaldsmyndinni sem liggur í loft- inu. Til þess þarf Hrói höttur að ganga vel á heimsvísu, sem ætti að gerast með þennan mannskap og fræga efnivið. Kóngafólkið sleppur betur yfir höfuð og einkanlega er Strong háll og slóttugur skratta- kollur sem landráðamaðurinn Gottfreð. Hus- ton er traustur meðan hann tórir og Isaac skapar áhugavert varmenni í Jóhanni land- lausa. Þá má ekki gleyma gegnheilli frammi- stöðu Williams Hurts, í hlutverki nafna síns, marskálksins Hrói höttur rís virkilega í dramatískar hæðir þá aðeins þegar gamli, flinki Max Von Sydow kemur við sögu. Hans hlutverk er einnig vel skrifað og tilfinningaþrungið og sýnir áhorf- andanum ljóslega á hvaða stalli myndin hefði getað endað ef annað væri í svipuðum gæða- flokki. Þá væri hægt að bera Hróa hött saman við The Gladiator frekar en Kingdom of Hea- ven. Í nýjasta tölublaði Us Weekly er greint frá því að Kate Hudson og Cameron Diaz séu að slást um hafna- boltaleikmanninn Alex Rod- riguez. Í byrjun maí sást til Diaz yfirgefa heimili kappans eft- ir næturdvöl, en Rodrigues er fyrrverandi kærasti Hud- son. Vinur Diaz segir leikkon- una hæstánægða með að hafa nælt sér í Rodriguez, þar sem hún hefur lengi viljað hefna sín á Hudson. „Kate byrjaði að hitta Justin Timberlake aðeins tveimur dögum eftir að þau Came- ron slitum samvistum. Þau voru saman í heil fjögur ár. Cameron segir Kate ekki hafa efni á að segja neitt um samband hennar og Alex.“ Samkvæmt heimildar- manni reynir Hudson nú hvað hún getur að ná sínum manni aftur. Þá á hún að hafa farið í brjóstastækkun til að fanga athygli hans. Hudson og Diaz deila Reuters Diaz Náði loks fram hefndum. Hudson Vill kærastann aftur. Næstkomandi mánudagur, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum og hræðslu gagnvart samkynhneigðum, tvíkyn- hneigðum og transfólki. Í tilefni af deginum ætlar hópur fólks að mæta á Austurvöll kl. 16 og kyss- ast gegn fordómum. Kossaflensið er hluti af al- þjóðlegu verkefni sem kallast Great Global Kiss-in, en á mánu- daginn mun fólk hittast og kyss- ast í stórborgum út um allan heim. Samkynhneigð eða tvíkyn- hneigð er alls ekki skilyrði fyrir þátttöku og í tilkynningu á heima- síðu Félags hinsegin Stúdenta er öllum boðið að bjóða með sér kær- ustu, kærasta, vini, vinkonu, maka eða bara einhverjum sem er kyssilegur, niður á Austurvöll. Reuters Kyssirí Bullock og Streep fannst ekki tiltökumál að smella kossi hvor á aðra á síðustu Critics’ Choice-kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Kossaflens á Austurvelli Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mick- ey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS Stærsta opnun á Íslandi árið 2010 HHHH „Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leiknum hans Roberts Downey Jr. sem Stark“ - New York Daily News SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Hörku hasargrínmynd með Bruce Willis, Tracy Morgan (30 Rock) og Sean William Scott sem kemur öllum í gott skap. Þegar harðnaglinn Bruce Willis fær vitleysing sem félaga neyðist hann til að taka til sinna ráða. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Vinsælasta myndin á Íslandi tvær vikur í röð Aðsóknarmesta mynd Tim Burtons fyrr og síðar SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND LAUGARDAG OG SUNNUDAG Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu ROBIN HOOD kl. 5 - 8 - 10:50 (Powersýning) 12 OFURSTRÁKURINN kl. 4 m. ísl. tali L SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 5:50 - 8 L IRON MAN 2 kl. 10:10 12 IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 (Powersýning) 12 OFURSTRÁKURINN kl. 4 m. ísl. tali L KICK-ASS kl. 5:40 - 8 - 10:10 14 AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 3:303D ROBIN HOOD Sýnd laugardag kl. 5 - 8 - 10:50 (Powersýning) 12 ROBIN HOOD Sýnd sunnudag kl. 5 - 8 - 10:50 (Powersýning) 12 IRON MAN 2 Sýnd laugardag kl. 2 - 8 - 10:30 12 IRON MAN 2 Sýnd sunnudag kl. 8 - 10:30 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN Sýnd laugardag kl. 3 m. ísl. tali L OFURSTRÁKURINN Sýnd laugardag kl. 5 m. ísl. tali L OFURSTRÁKURINN Sýnd sunnudag kl. 5 m. ísl. tali L / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.