Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 39

Fréttablaðið - 24.11.2011, Page 39
FIMMTUDAGUR 24. nóvember 2011 3 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur, Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Stærðir 40-60. Ármúla 18, 108 Reykjavík Sími 511-3388 Opið mán - fös 9 - 18, lau 11-15 Prjónasett laxdal.is Stórglæsilegar Vetraryfirhafnir Í ár fór saman koma Beaujolais nouveau rauðvínsins og tískulínu Versace hjá H&M í Frakklandi, tveir fastir liðir hér í nóvember. Á eftir Roberto Cavalli, Karl Lager- feld, Lanvin og fleiri var komið að ítalska tískuhúsinu sem Dona- tella, systir stofnandans Gianni, stýrir nú. Sænski risinn veit upp á hár hvernig á að æsa almenning og kveikja upp þorsta með réttri mark- aðssetningu eins og tísku sýningu í New York og auglýsingum á netinu og í sjónvarpi. Sömuleiðis er þetta sjálfsagt góð auglýsing fyrir Ver- sace sem á næsta ári opnar heila búð á netinu. Stíllinn var sannar- lega „ítalskur“ eða ætti ég að segja í stíl við Frönsku Rivíeruna. Bæði kvenlínan með litríku hlébarða- munstri, svörtum kjólum með gylltu skrauti og semelíusteinum og herrafötin þar sem að mikið er um turkísblátt og jafnvel flúorbleik jakkaföt. Ekki má heldur gleyma frumskógarmynstrinu sem sumum sem ég hef heyrt í þykir nóg um. Punktur- inn yfir i-ið voru auðvitað hlébarða púðarnir sem breyta hvaða stofu sem er í exótískt drauma- land að hætti Donat- ellu! Viðtökurnar voru góðar í þeim tuttugu búðum þar sem tískulín- an var til sölu. Til dæmis hér í Nice þar sem varla var hægt að finna stærð medíum eða minna einum og hálfum tíma eftir opnun en merkilegt er þó að viðskiptavinirnir voru margir af afrískum uppruna. Í París var öllu meiri handa- gangur í öskjunni þar sem við- skiptavinir fengu armband sem veitti aðgang að Versace-svæðinu og tíminn til að versla var bundinn við fimmtán mínútur. Ekki eru allir sáttir við þetta skipulagða hallæri þar sem mjög takmarkað upplag er til sölu. Karl Lagerfeld var ekki hrifinn þegar hann sá hönnun sína rifna út á tíu mínútum svo lá við áflogum árið sem hann var gestahönnuður. Reyndar kemur á markað í janúar á næsta ári ný kvenlína frá Lager- feld sem einmitt verður á lágvöru- verði en upplagið verður ekki eins takmarkað. Þetta er byrjunin því á eftir fylgir ný herralína. Skýringanna má leita til krepp- unnar en fjöldi tískuhönnuða legg- ur nú nafn sitt við fjöldaframleidd- an fatnað á hóflegu verði sem hefði í eina tíð ekki þótt sér- staklega fínt. Til dæmis hannar Vanessa Bruno fyrir pöntunar- listann La Redoute og Indverj- inn Manish Arora tók nýlega við taumunum hjá Paco Rabanne fyrir Monoprix sem minnir dálítið á Hagkaup heima. Skó- fyrirtækið André selur tösku Charlotte Balme frá Yvonne-Yvonne sem er það nýjasta í París. Ódýrt fyrir allar konur og karla. bergb75@free.fr Hlébarðamynstur að hætti Donatellu ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá Nice Útskriftarnemar af textíl- og fatahönnunarbraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti halda sýningu á afrakstri vinnu sinnar á liðinni önn. Tuttugasta öldin var þema sýningarinnar í ár. „Við höfum verið meira og minna uppi í skóla upp á síðkastið og svefn er orðið afstætt hugtak,“ segir Ása Katrín Bjarnadóttir, ein af ellefu útskriftarnemendum af textíl- og fatahönnunarbraut FB. Nemendur munu í dag sýna flíkur sem þeir hafa hannað og saumað síðustu mánuði. „Hver nemandi hannar eigin línu og er með fjórar til fimm innkomur,“ segir Ása en þema sýningarinnar í ár er tuttug- asta öldin. „Við vildum ekki binda okkur við þrengra tímabil,“ segir hún en svo skemmtilega vill til að nemendurnir taka allir mismun- andi tímabil á öldinni. „Við spönn- um í raun alla öldina, nema diskó- tímabilið held ég,“ segir Ása og hlær. Sýning útskriftarnema FB er árleg og iðulega skemmtilegt að fylgjast með afrakstrinum enda leggja nemendur blóð, svita og tár í verkið. Þess má geta að Iðnskólinn í Hafnarfirði sér um hárgreiðslu fyr- irsætanna og snyrtifræði brautin í FB sér um förðunina. Sýningin í dag verður í hátíðasal FB, húsið verður opnað klukkan 19.30 en sýn- ingin hefst klukkan 20. Aðgangur er ókeypis. - sg Spanna 20. öldina Alexander Malmberg Arndísarson hannaði þennan kjól fyrir sýninguna. Ásta Erla Jakobsdóttir hannaði þessa flík með afar fallegu hálsmáli. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.