Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 4

Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 4
10. desember 2011 LAUGARDAGUR4 Opið til tíu öll kvöld til jóla MAGNAÐ helgartilboð Sími 568 9400 KRINGLUNNI 20-50% afsláttur DANMÖRK Kona sem býr í Thisted í Danmörku hefur verið hand- tekin vegna gruns um að hafa um þriggja ára skeið aðstoðað 600 manns frá Filippseyjum við að komast ólöglega til Danmerkur og annarra landa innan Schen- gen-svæðisins í Evrópu. Konan er talin hafa grætt fé á því að skipuleggja ferðir Filippseyinganna til Evrópu. Saksóknari hefur krafist þess að konan verði sett í gæsluvarð- hald þar sem óttast er að hún reyni að komast úr landi. -ibs Græddi fé á Filippseyingum: Smyglaði 600 til Danmerkur VARÐSKIPIÐ ÞÓR Smávægileg bilun kom upp við skoðun í skipinu. MYND/FRIÐRIK ÞÓR ÖRYGGISMÁL Við mælingar á vél- búnaði varðskipsins Þór á dögun- um kom í ljós galli í eldsneytiskerfi skipsins. Lýsti bilunin sér í titringi í annarri aðalvél skipsins. Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem eru Rolls Royce í Noregi, að sendir yrðu fulltrúar þeirra til lands- ins, enda leggur Landhelgisgæsl- an á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru átján mánuðir. Varahluti þarf að fá að utan og getur viðgerð tekið allnokkra daga. Landhelgisgæslan mun ekki bera neinn kostnað af viðgerðinni. - shá Gæslan ber engan kostnað: Bilun kom upp í varðskipinu Þór FÓLK Neyðarlínunni var tilkynnt í gærmorgun um undarlega sterka ljósbjarma í hlíðum Mýrdals- jökuls. Að því er fram kemur á Vísi voru tilkynnendur að velta því fyrir sér hvort gos væri að hefjast í Kötlu. Í ljós kom að ástæða ljós- bjarmanna voru upptökur á ævin- týraþáttunum Game of Thrones og hafði hið fjölmenna tökulið verið snemma á fótum til að ná réttu birtunni. RÚV greindi einn- ig frá því í gær að borist hefði fyrirspurn frá útlöndum þar sem spurt var hvort Katla væri byrjuð að gjósa. - sv Hringt vegna kvikmyndatöku: Héldu að Katla væri að gjósa KÖNNUN Innan við helmingur þeirra sem þátt tóku í nýrri skoðanakönn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sagðist myndu kjósa einhvern af þeim flokkum sem nú eiga sæti á Alþingi yrði gengið til kosninga nú. Aldrei hafa færri tekið afstöðu í sambærilegum könnunum. Alls tóku 43,5 prósent afstöðu til spurningarinnar um stuðning við stjórnmálaflokka, en könnunin var gerð 7. og 8. desember. Þetta er talsvert lægra hlutfall en í síðustu könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í september, en þá tóku 48,8 prósent afstöðu. Í könnunum sem gerðar voru eftir hrun var svarhlutfallið við spurningu um fylgi flokkanna í kringum 65 prósent. Þetta lága hlutfall bendir til þess að ekkert sé að draga úr óánægju almennings með þá flokka sem nú eru í boði. Rétt er að taka fram að könnunin var gerð áður en til- kynnt var um nýtt ónefnt framboð á miðvikudag. „Þetta bendir ekki til þess að flokkarnir séu að jafna sig,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir líklegt að þeir sem hafi kosið stjórnarflokkana, Sam- fylkinguna og Vinstri græna, í síðustu kosningum séu síður til- búnir að taka afstöðu til flokka en þeir sem styðji Sjálfstæðisflokk- inn eða Framsóknarflokk. Því megi búast við því að stjórnarflokkarnir eigi eitthvert fylgi inni þegar komi að kosningum. Óánægja með hefðbundnu flokk- ana kemur í veg fyrir að boðað sé til kosninga nú, sem þó væri eðli- legt miðað við þá stöðu sem uppi er í stjórnmálunum, segir Gunnar Helgi. Jarðvegurinn fyrir ný fram- boð sé því frjór. Vegna þessa lága svarhlutfalls verður að taka niðurstöðum um fylgi flokkanna með fyrirvara. Af þeim sem þó tóku afstöðu sögðust 49,6 prósent styðja Sjálfstæðis- flokkinn, og 17,1 prósent myndi kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú. Um 16,8 prósent sögðust styðja Framsóknarflokkinn í könnun- inni, en 13,7 prósent myndu kjósa Vinstri græna. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk- GENGIÐ 09.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,4886 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,62 119,18 185,53 186,43 158,5 159,38 21,317 21,441 20,572 20,694 17,542 17,644 1,5255 1,5345 184,31 185,41 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Megn óánægja með flokka Aldrei hafa færri treyst sér til að taka afstöðu til stjórnmálaflokka en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2. Ekkert virðist draga úr óánægju með hefðbundna stjórnmálaflokka meðal kjósenda. Nýtt þingframboð sem tilkynnt var um í vikunni, en hefur ekki fengið nafn, hefur gott sóknartækifæri miðað við niðurstöður könnunarinnar, segir Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor. „Ríkisstjórnin er í mjög erfiðum málum, bæði pólitískt og vegna erfiðra viðfangsefna. Þá er einhver fjöldi sem er ósáttur við ýmislegt hjá Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokknum, til dæmis Evrópumálin,“ segir Gunnar. „Þarna mætti segja að sé ákveðið markaðstækifæri fyrir þetta nýja fram- boð, en hvernig verður spilað úr því á eftir að koma í ljós. Það hefur ekki verið auðvelt að koma auga á um hvað þessi nýi flokkur á að snúast, þó það megi gera ráð fyrir því að hann verði Evrópusinnaður, frjálslyndur og hallur undir ný vinnubrögð,“ segir Gunnar Helgi. Nafnlausi flokkurinn í sóknarstöðu Fylgi stjórnmálaflokkanna Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 50 40 30 20 10 % 29,8 50,3 49,6 22,6 13,8 16,8 1,3 2,8 12,1 17,1 13,7 25 . a pr íl 20 09 28 . j úl í 2 00 9 15 . o kt . 2 00 9 7. ja nú ar 2 01 0 18 . m ar s 20 10 23 . s ep t. 20 10 19 . j an . 2 01 1 24 . f eb . 2 01 1 6. a pr íl 20 11 8. s ep t. 20 11 7. o g 8. d es . 2 01 1 Ko sn in ga r 23,7 21,7 14,8 7,2 inn stendur því sem næst í stað frá könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í september síðast- liðnum. Fylgi Vinstri grænna hefur einnig lítið breyst. Heldur fleiri segjast myndu kjósa Framsóknar- flokkinn nú en í september, en tals- vert virðist draga úr stuðningi við Samfylkinguna. Hringt var í 800 manns dagana 7. og 8. desember. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosn- inga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er lík- legra að þú myndir kjósa Sjálf- stæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 43,5 prósent afstöðu. brjann@frettabladid.is Þetta bendir ekki til þess að flokkarnir séu að jafna sig. GUNNAR HELGI KRISTINSSON PRÓFESSOR Í STJÓRNMÁLAFRÆÐI 28 .7 .2 00 9 15 .1 0. 20 09 7.1 .2 01 0 18 .3 .2 01 0 23 .9 .2 01 0 19 .1 .2 01 1 24 .2 .2 01 1 8. 9. 20 11 7. o g 8. 12 .2 01 1 60% 50% 40% Taka afstöðu Heimild: Könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 Hlutfall þeirra sem taka afstöðu til stjórn- málaflokka í könnunum Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 0% DÓMSMÁL Íslensku Vítis- englarnir hafa stefnt Ögmundi Jónassyni innan- ríkisráðherra og Haraldi Johannessen ríkislögreglu- stjóra fyrir dóm vegna meiðyrða. Stefnan er í nafni Hells Angels MC Iceland og Einars Marteinssonar, for- sprakka samtakanna hér á landi. „Við erum bara að svara fyrir okkur og sækja rétt okkar til þeirra sem eru að brjóta á okkur,“ segir hann. Ögmundur er krafinn um samtals fjórar milljónir vegna ummæla sem hann hefur látið falla á vefsíðu sinni og í viðtali við RÚV og snúast öll um að Vítisenglar séu glæpasamtök og meðlimir þeirra stundi ofbeldi. Í stefnunni segir að ummælin á vef hans komi frá honum sem einstaklingi og tengist ekki starfi hans. „Þetta voru mjög mild ummæli sem voru höfð eftir mér miðað við aðstæð- ur,“ segir Ögmundur. „Ég er einfaldlega að vara við því að við fáum yfir okkur skipulagða glæpastarf- semi. Það er staðreynd sem lögregluyfirvöld í Evrópu og víðar telja óvefengjanlega að Hells Ang- els stunda skipulagða glæpastarf- semi.“ Varla geti verið ámælisvert að segja frá því. - sh Krefja innanríkisráðherra um fjórar milljónir vegna ærumeiðandi ummæla: Vítisenglar í mál við Ögmund HARALDUR JOHANNESSEN ÖGMUNDUR JÓNASSON EINAR MARTEINSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 8° 4° 4° 5° 9° 6° 6° 22° 6° 18° 7° 22° -5° 8° 14° 3°Á MORGUN 8-15 m/s með n-strönd- inni, annars hægari. MÁNUDAGUR 3-10 m/s. -13 -12 -14 2 -5 -5 -5 -2 -6 -12 -4 18 13 9 10 10 6 3 5 5 7 7 -5 -1 0 0 -3 -2 -5 -1 0 DREGUR ÚR FROSTI á land- inu á morgun og verður frostlaust við suður- og austurströndina. Í dag verður hins vegar áfram mjög kalt ásamt stífri austanátt með snjókomu um sunnanvert landið og því nauðsynlegt að klæða sig vel fyrir útivist. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.