Fréttablaðið - 10.12.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 10.12.2011, Síða 18
18 10. desember 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 A tlantshafsbandalagið gengur í gegnum sífelldar breyt- ingar. Hið gamla hlutverk bandalagsins, sem miðaðist allt við varnir gegn hefðbundinni hernaðarárás úr austri, er fyrir löngu úr sögunni. Um leið varð framlag Íslands til bandalagsins, aðstaða fyrir varnarlið á hernaðarlega mikilvægri eyju, úrelt. Þá sögu þekkja flestir. Ekkert ríki sem tekur þátt í varnarbandalagi getur eingöngu verið þiggjandi. Allir verða að leggja eitthvað af mörkum. Sem smá- þjóð í stóru landi hafa Íslendingar aldrei átt raunhæfa möguleika á að halda úti eigin her. (Það er ástæðan fyrir herleysi okkar, ekki að við séum friðsamari en aðrar þjóðir.) Við þurfum að finna aðrar leiðir til þátttöku í sameiginlegum vörnum Vesturlanda. Það framlag hlýtur ætíð að verða á forsendum borgaralegrar starfsemi, sem er það eina sem við þekkjum. Að mörgu leyti hefur þetta tekizt ágætlega eftir lok kalda stríðs- ins. Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er margþætt og við höfum tekið ýmsa þætti sem snúa að öryggi og vörnum landsins í eigin hendur eftir að Bandaríkjamenn hurfu af landi brott með varnarliðið fyrir rúmum fimm árum. Ísland starfrækir ratsjárkerfið, sem er þáttur í eftirliti NATO með Norður-Atlantshafinu, viðheldur aðstöðunni á smækkuðu varnar- svæði á Keflavíkurflugvelli og sér um gistiríkisþjónustu fyrir flugsveitir annarra NATO-ríkja sem sinna hér reglubundinni loft- rýmisgæzlu. Vel hefur tekizt til með þátttöku Íslands í friðargæzlu- aðgerðum bandalagsins. Þar höfum við getað lagt af mörkum ýmsa borgaralega sérþekkingu, til dæmis á sprengjuleit, torfæruakstri og jeppasmíði, heilbrigðismálum, jafnréttismálum, flugflutningum, flugvallarrekstri og löggæzlu. Hins vegar þurfum við að fylgjast vel með hinni hröðu þróun bandalagsins og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum í breyt- ingaferlinu. Það er forsenda þess að önnur NATO-ríki séu reiðubúin að leggja sitt af mörkum til varna Íslands, til dæmis með þátttöku í loftrýmisgæzlunni. Í fréttaskýringu í blaðinu í dag er fjallað um hið nýja hugtak NATO, snjallvarnir, sem felur í sér að aðildarríkin vinni meira saman og skipti með sér verkum. Íslenzk stjórnvöld þurfa að íhuga hvernig þau sýna vilja til að taka þátt í breytingum á vörnum banda- lagsins. Við vitum að það gerist ekki með þátttöku í hernaði, en Ísland hefur margt annað fram að færa sem nýtist bandalaginu. Þegar rætt er um fjölþjóðlega samvinnu um þróun varnarvið- búnaðar er til dæmis skoðunarvert hvort íslenzk fyrirtæki geti tekið þátt í slíku samstarfi. Við eigum fyrirtæki með sérþekkingu á varnarmálum, á borð við Kögun, sem eiga þar fullt erindi. Einnig má íhuga hvort ný og vel búin farartæki Landhelgisgæzl- unnar, varðskip og eftirlitsflugvél, auki ekki möguleika Íslands á þátttöku í samstarfi um vöktun og eftirlit á Norður-Atlantshafi og jafnvel tímabundinni þátttöku í öðrum verkefnum NATO, þótt auð- vitað viljum við að þessi tæki nýtist sem bezt við Íslandsstrendur. Framlag Íslands til NATO er ekki vinsælt umræðuefni þessa dagana. Ríkisstjórnin talar ekki um öryggis- og varnarmál vegna andstöðu VG við allt sem heitir varnir og stjórnarandstaðan virðist líka hafa glatað áhuganum á þessum málaflokki. Þetta eru engu að síður mikilvæg mál, sem ekki verður komizt hjá að ræða. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi S: 577 6000 | www.garmin.is 24 helstu vellir á Íslandi ásamt 7.100 evrópskum völlum Einfaldur og handhægur snertiskjár Getur stillt holustaðsetningar Heldur utan um tölfræði kylfings, hittar flatir, brautir og pútt Aðeins tæki keypt á Íslandi eru með íslenskum völlum APPROACH ® GOLF GPS Draumajólagjöf golfarans INNIHELDUR KORT 24 HELSTU GOLFVALLA ÍSLANDS LISTINN ER Á GARMIN.IS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Á mánudag í næstu viku verða liðin þrjú hundr-uð ár frá fæðingu Skúla Magnússonar landfóg- eta. Það eru tímamót sem vert hefði verið að minnast á mynd- arlegan hátt. Hann var einn af stærstu áhrifavöldum í íslenskri sögu og ef til vill sá sem best hefur unnið að efnahagslegri end- urreisn samfélagsins. Það var hollt fyrir þjóðina að minnast tvöhundruð ára fæð- ingarafmælis Jóns forseta fyrr á þessu ári. Það hefði einnig verið góð næring í rótleysi líð- andi stundar að rifja upp sögu Skúla fógeta til þess að meta hver áhrif hugsjónir hans og atorka höfðu. Hann ruddi sannar- lega brautina fyrir nýsköpun í atvinnumál- um, hann ljáði framtaki ein- staklinganna nýja vængi og hann braut fyrstu hlekki verslunarhaftanna. En hvers vegna ríkir þögn um slík tímamót? Hefði ekki ein- mitt mátt nota þau til að sýna hvers þessi þjóð var megnug þegar róðurinn var þyngstur? Á sama hátt má spyrja hvort ekki hefði verið kjörið tækifæri til þess að ræða hugmyndafræði endurreisnarinnar þá og nú? Vel má vera að þögnin eða áhugaleysið stafi af því að upp- rifjun á þessari sögu fellur ekki allskostar að þeim megin- straumum í pólitík sem ryðjast fram um þessar mundir. Annars vegar er hugmyndafræði ríkis- valdsins sem vinnur að því að veikja frjálst framtak í atvinnu- lífinu. Hins vegar er sú hreyfing sem berst gegn frekari alþjóð- legri styrkingu á pólitískri og viðskiptalegri stöðu frjálsrar atvinnustarfsemi. Þögnin um fógetaafmælið ÞORSTEINN PÁLSSON Í alþýðufyrirlestrum Jóns Jónssonar sagnfræðings um íslenskt þjóðerni frá 1903 er baráttumönnum endur- reisnarinnar eftir miðja átjándu öld skipt í tvo flokka. Annar vildi láta Íslendinga byggja framfara- viðleitnina á almennum grund- velli en hinn vildi láta þá byggja eingöngu á þjóðlegum grundvelli. þarna voru annars vegar á ferð Biskupssonaflokkurinn undir for- ystu Hannesar Finnssonar sem benti þjóðinni út á við til annarra þjóða og hins vegar Bændasona- flokkurinn undir forystu Eggerts Ólafssonar sem benti henni inn á við og aftur í tímann til forfeðr- anna. Út úr þessu varð að mati Jóns talsverð keppni sem leiddi til öfga á báða bóga sem aftraði því að menn leituðu meðalhófs. Svo mikið hafa tímarnir breyst á meir en tveimur öldum að erf- itt er að draga upp hliðstæður. En framhjá hinu verður ekki litið að nú eins og þá er tekist á um end- urreisn íslensks atvinnulífs ann- ars vegar með skírskotun til þess sem vel hefur reynst í fortíðinni og hins vegar með tilvísun í þá almennu möguleika sem ríkari alþjóðleg samvinna hefur upp á að bjóða. Slík togstreita er ekki ný af nálinni. Hún hefur fylgt þjóðinni um langan tíma. Því hefði verið fróðlegt að minnast þriggja alda fæðingarafmælis Skúla fógeta og draga fram í sögulegu sam- hengi málefnaleg átök um frjálst framtak og atvinnufrelsi í ljósi þjóðernishyggju og alþjóðasýn- ar. Þegar horft er til baka má ugglaust leiða að því rök að til lengri tíma hafi tekist að halda sæmilegu jafnvægi á þessum vogarskálum. Tvær stefnur Að því virtu ætti að vera óhætt að setja fram þá bjartsýniskenningu að þau pólitísku átök sem nú standa þurfa ekki að tefja fram- gang endurreisnarinnar nema um skamma hríð. Það ræðst þó af því hvenær meðalhóf milli þjóð- ernishyggju og alþjóðahyggju nær að móta framtíðina og hve- nær skilningur vex aftur á þeirri staðreynd að frjálst framtak nær sér ekki á strik á ný á Íslandi nema landið njóti að fullu sömu samkeppnisskilyrða og helstu viðskiptaþjóðirnar. Spurningin sem þarf að svara er ekki sú hvenær stjórnvöld leysi vandann. Hún lýtur að því hvenær stjórnvöld og þeir pólitísku kraft- ar sem ráða framgangi mála leyfa frjálsu framtaki að finna þær leiðir sem duga til þess. Það gerist ekki í hagkerfi gjaldeyrishafta. Hætt er við að þeir fjötrar losni ekki ef ótt- inn við aukið alþjóðlegt samstarf verður ríkjandi til lengri tíma. Peningar eru að sönnu sálar- lausir, jafn mikilvægir og þeir eru í búskap allra þjóða sem milliliður allra milliliða. Eigi þeir að þjóna mannlegu samfélagi þurfa þeir að lúta siðareglum þess. Með vaxandi alþjóðaviðskiptum geta þjóðir ekki tekist á við það verkefni einar og sér. Það kallar á samvinnu og sam- starf. Þjóðríkin þurfa einfaldlega í ríkari mæli að fylgja samræmdum leikreglum á þessu sviði í þeim til- gangi að lögmál peninganna þjóni þeim en taki ekki völdin. Þegar menn leggja á ráðin um framtíð Íslands þarf að skoða hana í þessu ljósi. Um leið er hollt að vega og meta þá krafta sem togast hafa á í samfélaginu í gegnum tíð- ina með fullri vitund um að hver tími kallar á sínar lausnir. Framtíðin NATO þróast hratt, Ísland þarf að fylgjast með. Framlag til NATO
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.