Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 24
24 10. desember 2011 LAUGARDAGUR
KEMUR Í DAG
Jólalest
Hin árlega Jólalest Coca-Cola fer um höfuðborgarsvæðið
laugardaginn 10. desember með tilheyrandi jólatónum og ljósadýrð.
Lestin hefur ferð sína kl. 16:00 frá höfuðstöðvum Vífilfells að
Stuðlahálsi og ekur svo um helstu hverfi og bæjarfélög
höfuðborgarsvæðisins fram á kvöldið.
Leiðarlýsing með fyrirvara um að tímasetningar geta breyst er eftirfarandi:
16:00 - 17:00
Stuðlaháls, Grafarholt, Mosfellsbær, Grafarvogur, Vogahverfi,
Suðurlandsbraut, Höfðatún (Hamborgarafabrikkan), Sæbraut
17:00 - 18:00
Lækjargata, Mýrargata, Vesturbær, Hringbraut, Kringlumýrarbraut.
Kópavogur (byrjað í Hamraborg og endað í Smáralind)
18:00-20:00
Smáralind (lestin verður þar um kl. 18:00), Garðabær, Hafnarfjörður,
Austurbær Kópavogs, Breiðholt og svo að lokum Árbær.
Vinsamlega athugið að Jólalestin mun ekki aka um Laugaveg að þessu sinni.
Fylgist með ferð Jólalestarinnar á Jólastöðinni FM 96,7
Með þér um jólinNánari upplýsingar á Coke.is
C
o
c
a
-C
o
la
®
i
s
a
r
e
g
is
te
re
d
t
ra
d
e
m
a
rk
o
f
T
h
e
C
o
c
a
-C
o
la
C
o
m
p
a
n
y.
©
2
0
11
T
h
e
C
o
c
a
-C
o
la
C
o
m
p
a
n
y
Í dag, 10. desember, er alþjóð-legi mannréttindadagurinn
en Mannréttindayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna var samþykkt
þennan dag árið 1948. Því er ekki
úr vegi að fjalla lítillega um þau
verkefni sem Mannréttindaskrif-
stofa Íslands hefur með höndum.
Mannréttindaskrifstofan er óháð
stofnun sem vinnur að framgangi
mannréttinda með því að stuðla
að rannsóknum og fræðslu og
efla umræðu um mannréttindi á
Íslandi. Skrifstofan veitir einn-
ig umsagnir um lagafrumvörp
og skilar skýrslum (skugga-
skýrslum) til eftirlitsnefnda Sam-
einuðu þjóðanna (Sþ) og Evrópu-
ráðsins. Skrifstofan kemur einnig
fram fyrir Íslands hönd í alþjóð-
legu samstarfi, ásamt því að ann-
ast útgáfu rita um mannréttinda-
mál, sinna lögfræðiráðgjöf við
innflytjendur o.fl.
Eins og sjá má eru verkefni
Mannréttindaskrifstofunnar afar
fjölbreytt og verður ekki gerð
grein fyrir þeim svo vel sé í stuttri
blaðagrein. Því verður hér aðeins
fjallað um einn þátt starfseminn-
ar, þ.e. gerð svokallaðra skugga-
skýrslna. Á árinu sem er að líða
var Ísland tekið fyrir af Barna-
réttarnefnd Sþ og UPR (Uni-
versal Periodic Review) sem er
nýtt eftirlitskerfi á vegum Sþ. Í
því felst að aðildarríki Sþ skoða
stöðu mannréttindamála hvert
hjá öðru, hrósa því sem jákvætt
er, benda á hvað betur má fara
og gera tillögur um úrbætur. Enn
fremur sótti ECRI nefndin (nefnd
Evrópuráðsins gegn kynþátta-
fordómum) Ísland heim. Hér á
eftir verður stuttlega fjallað um
skýrslur Mannréttindaskrifstof-
unnar til þessara eftirlitsaðila.
Barnaréttarnefnd SÞ
Mannréttindaskrifstofa Íslands,
Barnaheill – Save the Children
á Íslandi og Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna – UNICEF á
Íslandi skiluðu skuggaskýrslu til
Barnaréttarnefndar SÞ. Þar var
m.a. bent á að talsvert skorti á að
skoðunum barna væri gefið vægi
á öllum sviðum er snerta þeirra
mál, s.s. í skólum, fyrir dómstól-
um, á heimilum og hjá stjórn-
sýslustofnunum. Enn fremur var
lýst áhyggjum af niðurskurði í
heilbrigðis- og menntamálum,
stöðu verst settra barnafjöl-
skyldna, börnum með sérþarfir,
ungum afbrotamönnum sem vist-
aðir eru með fullorðnum, brott-
falli innflytjendabarna úr skóla
og börnum sem verða vitni að
ofbeldi eða þurfa að þola ofbeldi,
hvort sem er andlegt, líkamlegt
eða kynferðisofbeldi.
Í athugasemdum sínum
tók Barnaréttarnefndin mið
af skuggaskýrslunni, ásamt
skýrslum umboðsmanns barna
og ríkisins. Hvatti nefndin m.a.
ríkið til að hafa meginregluna um
hagsmuni barnsins ávallt að leið-
arljósi og leitast við að tryggja
samþættingu reglunnar á viðeig-
andi hátt og beita henni stöðugt í
öllum laga-, stjórnsýslu- og dóms-
aðgerðum, sem og í stefnum,
áætlunum og verkefnum er varða
börn og hafa áhrif á þau.
Í tilefni af úttekt Barnarétt-
arnefndar SÞ og niðurstöðum
hennar, hvöttu áðurnefndir höf-
undar skuggaskýrslunnar stjórn-
völd m.a. til þess endurnýja
aðgerðaáætlun til þess að styrkja
stöðu barna og ungmenna og að
taka fullt tillit til athugasemda
Barnaréttarnefndarinnar við end-
urnýjun hennar. Stjórnvöld voru
einnig hvött til að hrinda í fram-
kvæmd þeim aðgerðum núgild-
andi aðgerðaáætlunar sem enn
hafa ekki komið til framkvæmda.
UPR
Mannréttindaskrifstofan skil-
aði skuggaskýrslu til UPR í
eigin nafni og fyrir hönd nokk-
urra annarra samtaka. Þar var
m.a. vikið að ýmsum mannrétt-
indasáttmálum sem Ísland hefur
undirritað en ekki fullgilt, svo og
samningum sem hafa ekki verið
undirritaðir.
Í skýrslunni kom einnig
fram að enn skorti á jafnrétti
kynjanna, sem m.a. birtist í
kynbundnum launamun, fáum
konum í stjórnunarstöðum og
ekki síst kynbundnu ofbeldi. Var
bent á lága tíðni ákæra og sak-
fellinga í kynferðisbrotamálum
gegn konum og börnum. Þá var
fjallað um stöðu trú- og lífskoð-
unarfélaga gagnvart ríkistrúnni.
Enn fremur var áhersla lögð á að
stjórnvöld þyrftu að marka sér
mannréttindastefnu og að setja
þyrfti heildstæða almenna lög-
gjöf um bann við mismunun. Þá
var fjallað um ástand fangels-
ismála, skort á rými og vistun
ungra fanga og gæsluvarðhalds-
fanga með öðrum föngum og bent
á niðurskurð hjá lífeyrissjóðum,
að ellilífeyrir nægi ekki til fram-
færslu. Jafnframt var í skýrsl-
unni bent á hátt hlutfall kvenna
af erlendum uppruna sem leita
aðstoðar Kvennaathvarfs. Þá var
vikið að félagslegum réttindum
og fátækt, sérstaklega á meðal
barnafjölskyldna, réttindum
barna, fatlaðra, innflytjenda o.fl.
ECRI
Mannréttindaskrifstofa Íslands
skilaði, ásamt Fjölmenningar-
setri, skuggaskýrslu til ECRI
nefndarinnar. Þar var m.a. bent
á að Ísland hefði ekki fullgilt 12.
viðauka við Mannréttindasátt-
mála Evrópu, um bann við mis-
munun. Þá var fjallað um skilyrði
fyrir veitingu ríkisborgararéttar,
s.s. íslenskupróf, sem reynst geta
afar erfið einstaklingum sem
tala tungumál sem eru mjög ólík
íslensku. Einnig var bent á skort
á forvörnum gegn rasisma og
fjallað um aðgang innflytjenda
að menntun, þjónustu og atvinnu.
Í samantekt þessari hefur
verið leitast við að gefa innsýn
í skýrslugerð Mannréttinda-
skrifstofu Íslands til alþjóðlegra
eftirlitsstofnana á sviði mann-
réttinda. Hér er langt í frá um
tæmandi talningu á efni framan-
greindra skýrslna að ræða, en
vonandi má ráða tilganginn
með gerð skýrslnanna af þeim
dæmum sem nefnd eru, þ.e. að
veita stjórnvöldum aðhald og
knýja á um umbætur þar sem
þeirra er þörf. Á næsta ári verð-
ur Ísland tekið fyrir af nefnd sem
starfar samkvæmt samningi SÞ
um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi og enn fremur af nefnd
sem starfar samkvæmt alþjóða-
samningi um efnahagsleg, félags-
leg og menningarleg réttindi.
Mannréttindaskrifstofan hefur
þegar skilað skuggaskýrslu til
hinnar fyrrnefndu og skýrslan til
hinnar síðarnefndu er í smíðum.
Mannréttindaskrifstofa Íslands og skuggaskýrslur
Mannréttindi
Margrét
Steinarsdóttir
framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu
Íslands
Í skýrslunni kom einnig fram að enn skorti á jafnrétti kynjanna, sem
m.a. birtist í kynbundnum launamun, fáum konum í stjórnunar-
stöðum og ekki síst kynbundnu ofbeldi. Var bent á lága tíðni ákæra
og sakfellinga í kynferðisbrotamálum gegn konum og börnum. Þá var fjallað um
stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga gagnvart ríkisstjórninni. Enn fremur var áhersla
lögð á að stjórnvöld þyrftu að marka sér mannréttindastefnu og að setja þyrfti
heildstæða almenna löggjöf um bann við mismunun.