Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 24

Fréttablaðið - 10.12.2011, Page 24
24 10. desember 2011 LAUGARDAGUR KEMUR Í DAG Jólalest Hin árlega Jólalest Coca-Cola fer um höfuðborgarsvæðið laugardaginn 10. desember með tilheyrandi jólatónum og ljósadýrð. Lestin hefur ferð sína kl. 16:00 frá höfuðstöðvum Vífilfells að Stuðlahálsi og ekur svo um helstu hverfi og bæjarfélög höfuðborgarsvæðisins fram á kvöldið. Leiðarlýsing með fyrirvara um að tímasetningar geta breyst er eftirfarandi: 16:00 - 17:00 Stuðlaháls, Grafarholt, Mosfellsbær, Grafarvogur, Vogahverfi, Suðurlandsbraut, Höfðatún (Hamborgarafabrikkan), Sæbraut 17:00 - 18:00 Lækjargata, Mýrargata, Vesturbær, Hringbraut, Kringlumýrarbraut. Kópavogur (byrjað í Hamraborg og endað í Smáralind) 18:00-20:00 Smáralind (lestin verður þar um kl. 18:00), Garðabær, Hafnarfjörður, Austurbær Kópavogs, Breiðholt og svo að lokum Árbær. Vinsamlega athugið að Jólalestin mun ekki aka um Laugaveg að þessu sinni. Fylgist með ferð Jólalestarinnar á Jólastöðinni FM 96,7 Með þér um jólinNánari upplýsingar á Coke.is C o c a -C o la ® i s a r e g is te re d t ra d e m a rk o f T h e C o c a -C o la C o m p a n y. © 2 0 11 T h e C o c a -C o la C o m p a n y Í dag, 10. desember, er alþjóð-legi mannréttindadagurinn en Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna var samþykkt þennan dag árið 1948. Því er ekki úr vegi að fjalla lítillega um þau verkefni sem Mannréttindaskrif- stofa Íslands hefur með höndum. Mannréttindaskrifstofan er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. Skrifstofan veitir einn- ig umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum (skugga- skýrslum) til eftirlitsnefnda Sam- einuðu þjóðanna (Sþ) og Evrópu- ráðsins. Skrifstofan kemur einnig fram fyrir Íslands hönd í alþjóð- legu samstarfi, ásamt því að ann- ast útgáfu rita um mannréttinda- mál, sinna lögfræðiráðgjöf við innflytjendur o.fl. Eins og sjá má eru verkefni Mannréttindaskrifstofunnar afar fjölbreytt og verður ekki gerð grein fyrir þeim svo vel sé í stuttri blaðagrein. Því verður hér aðeins fjallað um einn þátt starfseminn- ar, þ.e. gerð svokallaðra skugga- skýrslna. Á árinu sem er að líða var Ísland tekið fyrir af Barna- réttarnefnd Sþ og UPR (Uni- versal Periodic Review) sem er nýtt eftirlitskerfi á vegum Sþ. Í því felst að aðildarríki Sþ skoða stöðu mannréttindamála hvert hjá öðru, hrósa því sem jákvætt er, benda á hvað betur má fara og gera tillögur um úrbætur. Enn fremur sótti ECRI nefndin (nefnd Evrópuráðsins gegn kynþátta- fordómum) Ísland heim. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um skýrslur Mannréttindaskrifstof- unnar til þessara eftirlitsaðila. Barnaréttarnefnd SÞ Mannréttindaskrifstofa Íslands, Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna – UNICEF á Íslandi skiluðu skuggaskýrslu til Barnaréttarnefndar SÞ. Þar var m.a. bent á að talsvert skorti á að skoðunum barna væri gefið vægi á öllum sviðum er snerta þeirra mál, s.s. í skólum, fyrir dómstól- um, á heimilum og hjá stjórn- sýslustofnunum. Enn fremur var lýst áhyggjum af niðurskurði í heilbrigðis- og menntamálum, stöðu verst settra barnafjöl- skyldna, börnum með sérþarfir, ungum afbrotamönnum sem vist- aðir eru með fullorðnum, brott- falli innflytjendabarna úr skóla og börnum sem verða vitni að ofbeldi eða þurfa að þola ofbeldi, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi. Í athugasemdum sínum tók Barnaréttarnefndin mið af skuggaskýrslunni, ásamt skýrslum umboðsmanns barna og ríkisins. Hvatti nefndin m.a. ríkið til að hafa meginregluna um hagsmuni barnsins ávallt að leið- arljósi og leitast við að tryggja samþættingu reglunnar á viðeig- andi hátt og beita henni stöðugt í öllum laga-, stjórnsýslu- og dóms- aðgerðum, sem og í stefnum, áætlunum og verkefnum er varða börn og hafa áhrif á þau. Í tilefni af úttekt Barnarétt- arnefndar SÞ og niðurstöðum hennar, hvöttu áðurnefndir höf- undar skuggaskýrslunnar stjórn- völd m.a. til þess endurnýja aðgerðaáætlun til þess að styrkja stöðu barna og ungmenna og að taka fullt tillit til athugasemda Barnaréttarnefndarinnar við end- urnýjun hennar. Stjórnvöld voru einnig hvött til að hrinda í fram- kvæmd þeim aðgerðum núgild- andi aðgerðaáætlunar sem enn hafa ekki komið til framkvæmda. UPR Mannréttindaskrifstofan skil- aði skuggaskýrslu til UPR í eigin nafni og fyrir hönd nokk- urra annarra samtaka. Þar var m.a. vikið að ýmsum mannrétt- indasáttmálum sem Ísland hefur undirritað en ekki fullgilt, svo og samningum sem hafa ekki verið undirritaðir. Í skýrslunni kom einnig fram að enn skorti á jafnrétti kynjanna, sem m.a. birtist í kynbundnum launamun, fáum konum í stjórnunarstöðum og ekki síst kynbundnu ofbeldi. Var bent á lága tíðni ákæra og sak- fellinga í kynferðisbrotamálum gegn konum og börnum. Þá var fjallað um stöðu trú- og lífskoð- unarfélaga gagnvart ríkistrúnni. Enn fremur var áhersla lögð á að stjórnvöld þyrftu að marka sér mannréttindastefnu og að setja þyrfti heildstæða almenna lög- gjöf um bann við mismunun. Þá var fjallað um ástand fangels- ismála, skort á rými og vistun ungra fanga og gæsluvarðhalds- fanga með öðrum föngum og bent á niðurskurð hjá lífeyrissjóðum, að ellilífeyrir nægi ekki til fram- færslu. Jafnframt var í skýrsl- unni bent á hátt hlutfall kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar Kvennaathvarfs. Þá var vikið að félagslegum réttindum og fátækt, sérstaklega á meðal barnafjölskyldna, réttindum barna, fatlaðra, innflytjenda o.fl. ECRI Mannréttindaskrifstofa Íslands skilaði, ásamt Fjölmenningar- setri, skuggaskýrslu til ECRI nefndarinnar. Þar var m.a. bent á að Ísland hefði ekki fullgilt 12. viðauka við Mannréttindasátt- mála Evrópu, um bann við mis- munun. Þá var fjallað um skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar, s.s. íslenskupróf, sem reynst geta afar erfið einstaklingum sem tala tungumál sem eru mjög ólík íslensku. Einnig var bent á skort á forvörnum gegn rasisma og fjallað um aðgang innflytjenda að menntun, þjónustu og atvinnu. Í samantekt þessari hefur verið leitast við að gefa innsýn í skýrslugerð Mannréttinda- skrifstofu Íslands til alþjóðlegra eftirlitsstofnana á sviði mann- réttinda. Hér er langt í frá um tæmandi talningu á efni framan- greindra skýrslna að ræða, en vonandi má ráða tilganginn með gerð skýrslnanna af þeim dæmum sem nefnd eru, þ.e. að veita stjórnvöldum aðhald og knýja á um umbætur þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verð- ur Ísland tekið fyrir af nefnd sem starfar samkvæmt samningi SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og enn fremur af nefnd sem starfar samkvæmt alþjóða- samningi um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi. Mannréttindaskrifstofan hefur þegar skilað skuggaskýrslu til hinnar fyrrnefndu og skýrslan til hinnar síðarnefndu er í smíðum. Mannréttindaskrifstofa Íslands og skuggaskýrslur Mannréttindi Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Í skýrslunni kom einnig fram að enn skorti á jafnrétti kynjanna, sem m.a. birtist í kynbundnum launamun, fáum konum í stjórnunar- stöðum og ekki síst kynbundnu ofbeldi. Var bent á lága tíðni ákæra og sakfellinga í kynferðisbrotamálum gegn konum og börnum. Þá var fjallað um stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga gagnvart ríkisstjórninni. Enn fremur var áhersla lögð á að stjórnvöld þyrftu að marka sér mannréttindastefnu og að setja þyrfti heildstæða almenna löggjöf um bann við mismunun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.